Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 10:15 Sérfræðingar óttast að viðskiptastríðið stigmagnist. Trump hefur þegar hótað frekari tollum, mögulega á allan innflutning kínverskra vara. Vísir/EPA Nýir verndartollar Bandaríkjanna á kínverskar vörur tóku gildi í dag. Kínverjar brugðust við með því að leggja strax á samsvarandi tolla á bandarískar vörur og saka Bandaríkjastjórn um að koma af stað „umfangsmesta viðskiptastríði“ allra tíma.Reuters-fréttastofan segir að tollar ríkjanna hafi verið lagðir á vörur hvors annars að andvirði 34 milljarða dollara hvors. Vörurnar bera nú 25% toll. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því jafnframt í gær að hann gæti lagt enn frekari tolla á kínverskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Kínversk stjórnvöld saka Trump-stjórnina um að brjóta alþjóðlegar viðskiptareglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Trump hefur sakað kínversk stjórnvöld um að stela bandarískum hugverkum og kennt þeim um viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína. „Til þess að verja kjarnahagsmuni landsins og hagsmuni þjóðarinnar neyddumst við til þess að svara í sömu mynt,“ sagði viðskiptaráðuneyti Kína í yfirlýsingu. Tollar Kínverjar beinast meðal annars að sojabaunum, korni, svínakjöti og fuglakjöti sem eru mikilvægar atvinnugreinar í miðhluta Bandaríkjanna þangað sem Trump sækir mikið til sinn stuðning, að sögn Washington Post. Sérfræðingar óttast að kínversk stjórnvöld gætu einnig brugðist við tollunum með því að setja vörur bandarískar vörur í sóttkví handahófskennt og herða tollaeftirlit til að gera innflutning bandarískra vara erfiðari. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla Þýskalandskanslari ráðleggur Bandaríkjastjórn að ræða frekar við viðskiptafélaga sína en að skella á þá einhliða tollum. 4. júlí 2018 13:14 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Nýir verndartollar Bandaríkjanna á kínverskar vörur tóku gildi í dag. Kínverjar brugðust við með því að leggja strax á samsvarandi tolla á bandarískar vörur og saka Bandaríkjastjórn um að koma af stað „umfangsmesta viðskiptastríði“ allra tíma.Reuters-fréttastofan segir að tollar ríkjanna hafi verið lagðir á vörur hvors annars að andvirði 34 milljarða dollara hvors. Vörurnar bera nú 25% toll. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því jafnframt í gær að hann gæti lagt enn frekari tolla á kínverskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Kínversk stjórnvöld saka Trump-stjórnina um að brjóta alþjóðlegar viðskiptareglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Trump hefur sakað kínversk stjórnvöld um að stela bandarískum hugverkum og kennt þeim um viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína. „Til þess að verja kjarnahagsmuni landsins og hagsmuni þjóðarinnar neyddumst við til þess að svara í sömu mynt,“ sagði viðskiptaráðuneyti Kína í yfirlýsingu. Tollar Kínverjar beinast meðal annars að sojabaunum, korni, svínakjöti og fuglakjöti sem eru mikilvægar atvinnugreinar í miðhluta Bandaríkjanna þangað sem Trump sækir mikið til sinn stuðning, að sögn Washington Post. Sérfræðingar óttast að kínversk stjórnvöld gætu einnig brugðist við tollunum með því að setja vörur bandarískar vörur í sóttkví handahófskennt og herða tollaeftirlit til að gera innflutning bandarískra vara erfiðari.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla Þýskalandskanslari ráðleggur Bandaríkjastjórn að ræða frekar við viðskiptafélaga sína en að skella á þá einhliða tollum. 4. júlí 2018 13:14 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20
Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla Þýskalandskanslari ráðleggur Bandaríkjastjórn að ræða frekar við viðskiptafélaga sína en að skella á þá einhliða tollum. 4. júlí 2018 13:14