Innlent

Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum
Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum Vísir
Það magn lyfseðilsskyldra lyfja sem haldlagt hefur verið hér á landi það sem af er árs er nýlunda. Þetta segir lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota.

„Það er nýlunda fyrir okkur að svona mikið magn lyfsseðilsskyldra lyfja sé flutt inn með þessum hætti,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi.

Greint er frá því í Fréttablaðinu í dag að tollgæslan hafi, það sem af er ári, lagt hald á nærri 18.900 töflur af ávana og fíknilyfjum. Þar af eru um það bil 3100 OxyContin-töflur, 19550 MST Continus töflur, sem er morfínlyf og 5.200 töflur af Alprazolam eða XANAX.

Ólafur Helgi segist ekki vita til þess að fíkniefnahundar hafi verið þjálfaðir til að finna slík lyf. Þá segir hann margt benda til þess að notkun á lyfseðilsskyldum lyfjum sé að aukast hér á landi, meðal annars þessi stórfelldi innflutningur. Lögreglan hefur málin til rannsóknar.

En bendir eitthvað til þess að um skipulagða starfsemi sé að ræða?

„Maður getur dregið ákveðnar ályktanir af magninu, að þetta sé ekki til einkaneyslu eins eða tveggja manna.“

Situr einhver í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála?

„Svarið við því er nei.“


Tengdar fréttir

„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“

Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni.

Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm

Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×