Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Benedikt Bóas skrifar 30. júní 2018 07:00 Mjaldrar eru gríðarlega vinsælir í Japan en dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir frelsun þeirra. Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur gert leigusamning við fyrirtækið The Beluga Building Company sem er stofnað til að halda utan um fasteignarekstur Merlin í Vestmannaeyjum. Merlin er er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Á blaðamannafundi sem haldinn var í London í vikunni kom fram að Litla-Hvít væri mjög feimin á meðan Litla Grá er mun opnari og oft mikil læti í kringum hana. Þar kom einnig fram að takmarkað verður fyrir hinn almenna borgara að sjá hvalina í sínum nýju heimkynnum. Í samningnum sem er til 20 ára er gert ráð fyrir að The Beluga Building Company leigi tæplega 800 fermetra jarðhæð Fiskiðjunnar að Ægisgötu 2 af Vestmannaeyjabæ. Til viðbótar er gert ráð fyrir að fyrirtækið byggi annað 800 fermetra hús þar sunnan við og tengi við hið leigða rými með tengibyggingu. Í leigusamningnum er gert ráð fyrir að fyrirtækið komi upp nýju og glæsilegu fiska- og náttúrugripasafni í Fiskiðjunni þar sem lunda og hvölum verður gert sérstaklega hátt undir höfði. Áætlaður stofnkostnaður gæti legið nærri 500 milljónum króna og hefur Vestmannaeyjabær enga aðkomu að fjármögnun verkefnisins. Velji fyrirtækið að hætta starfsemi mun Vestmannaeyjabær eignast safnið og allt tilheyrandi sér að kostnaðarlausu, segir í samningnum. Leigusamningurinn hljómar upp á að fyrirtækið greiði 190 þúsund krónur á mánuði og er veittur 50 prósenta afsláttur í fimm ár, auk hluta af tekjum fari þær yfir 125 milljónir á ári. Fréttablaðið skoðaði nokkra mjaldra um allan heim og hver veit hvort þetta verði upphafið að því að mjaldrar endi við strendur Vestmannaeyja. Vísir/Getty Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur gert leigusamning við fyrirtækið The Beluga Building Company sem er stofnað til að halda utan um fasteignarekstur Merlin í Vestmannaeyjum. Merlin er er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Á blaðamannafundi sem haldinn var í London í vikunni kom fram að Litla-Hvít væri mjög feimin á meðan Litla Grá er mun opnari og oft mikil læti í kringum hana. Þar kom einnig fram að takmarkað verður fyrir hinn almenna borgara að sjá hvalina í sínum nýju heimkynnum. Í samningnum sem er til 20 ára er gert ráð fyrir að The Beluga Building Company leigi tæplega 800 fermetra jarðhæð Fiskiðjunnar að Ægisgötu 2 af Vestmannaeyjabæ. Til viðbótar er gert ráð fyrir að fyrirtækið byggi annað 800 fermetra hús þar sunnan við og tengi við hið leigða rými með tengibyggingu. Í leigusamningnum er gert ráð fyrir að fyrirtækið komi upp nýju og glæsilegu fiska- og náttúrugripasafni í Fiskiðjunni þar sem lunda og hvölum verður gert sérstaklega hátt undir höfði. Áætlaður stofnkostnaður gæti legið nærri 500 milljónum króna og hefur Vestmannaeyjabær enga aðkomu að fjármögnun verkefnisins. Velji fyrirtækið að hætta starfsemi mun Vestmannaeyjabær eignast safnið og allt tilheyrandi sér að kostnaðarlausu, segir í samningnum. Leigusamningurinn hljómar upp á að fyrirtækið greiði 190 þúsund krónur á mánuði og er veittur 50 prósenta afsláttur í fimm ár, auk hluta af tekjum fari þær yfir 125 milljónir á ári. Fréttablaðið skoðaði nokkra mjaldra um allan heim og hver veit hvort þetta verði upphafið að því að mjaldrar endi við strendur Vestmannaeyja. Vísir/Getty
Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira