Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Benedikt Bóas skrifar 30. júní 2018 07:00 Mjaldrar eru gríðarlega vinsælir í Japan en dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir frelsun þeirra. Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur gert leigusamning við fyrirtækið The Beluga Building Company sem er stofnað til að halda utan um fasteignarekstur Merlin í Vestmannaeyjum. Merlin er er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Á blaðamannafundi sem haldinn var í London í vikunni kom fram að Litla-Hvít væri mjög feimin á meðan Litla Grá er mun opnari og oft mikil læti í kringum hana. Þar kom einnig fram að takmarkað verður fyrir hinn almenna borgara að sjá hvalina í sínum nýju heimkynnum. Í samningnum sem er til 20 ára er gert ráð fyrir að The Beluga Building Company leigi tæplega 800 fermetra jarðhæð Fiskiðjunnar að Ægisgötu 2 af Vestmannaeyjabæ. Til viðbótar er gert ráð fyrir að fyrirtækið byggi annað 800 fermetra hús þar sunnan við og tengi við hið leigða rými með tengibyggingu. Í leigusamningnum er gert ráð fyrir að fyrirtækið komi upp nýju og glæsilegu fiska- og náttúrugripasafni í Fiskiðjunni þar sem lunda og hvölum verður gert sérstaklega hátt undir höfði. Áætlaður stofnkostnaður gæti legið nærri 500 milljónum króna og hefur Vestmannaeyjabær enga aðkomu að fjármögnun verkefnisins. Velji fyrirtækið að hætta starfsemi mun Vestmannaeyjabær eignast safnið og allt tilheyrandi sér að kostnaðarlausu, segir í samningnum. Leigusamningurinn hljómar upp á að fyrirtækið greiði 190 þúsund krónur á mánuði og er veittur 50 prósenta afsláttur í fimm ár, auk hluta af tekjum fari þær yfir 125 milljónir á ári. Fréttablaðið skoðaði nokkra mjaldra um allan heim og hver veit hvort þetta verði upphafið að því að mjaldrar endi við strendur Vestmannaeyja. Vísir/Getty Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur gert leigusamning við fyrirtækið The Beluga Building Company sem er stofnað til að halda utan um fasteignarekstur Merlin í Vestmannaeyjum. Merlin er er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Á blaðamannafundi sem haldinn var í London í vikunni kom fram að Litla-Hvít væri mjög feimin á meðan Litla Grá er mun opnari og oft mikil læti í kringum hana. Þar kom einnig fram að takmarkað verður fyrir hinn almenna borgara að sjá hvalina í sínum nýju heimkynnum. Í samningnum sem er til 20 ára er gert ráð fyrir að The Beluga Building Company leigi tæplega 800 fermetra jarðhæð Fiskiðjunnar að Ægisgötu 2 af Vestmannaeyjabæ. Til viðbótar er gert ráð fyrir að fyrirtækið byggi annað 800 fermetra hús þar sunnan við og tengi við hið leigða rými með tengibyggingu. Í leigusamningnum er gert ráð fyrir að fyrirtækið komi upp nýju og glæsilegu fiska- og náttúrugripasafni í Fiskiðjunni þar sem lunda og hvölum verður gert sérstaklega hátt undir höfði. Áætlaður stofnkostnaður gæti legið nærri 500 milljónum króna og hefur Vestmannaeyjabær enga aðkomu að fjármögnun verkefnisins. Velji fyrirtækið að hætta starfsemi mun Vestmannaeyjabær eignast safnið og allt tilheyrandi sér að kostnaðarlausu, segir í samningnum. Leigusamningurinn hljómar upp á að fyrirtækið greiði 190 þúsund krónur á mánuði og er veittur 50 prósenta afsláttur í fimm ár, auk hluta af tekjum fari þær yfir 125 milljónir á ári. Fréttablaðið skoðaði nokkra mjaldra um allan heim og hver veit hvort þetta verði upphafið að því að mjaldrar endi við strendur Vestmannaeyja. Vísir/Getty
Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira