Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Benedikt Bóas skrifar 30. júní 2018 07:00 Mjaldrar eru gríðarlega vinsælir í Japan en dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir frelsun þeirra. Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur gert leigusamning við fyrirtækið The Beluga Building Company sem er stofnað til að halda utan um fasteignarekstur Merlin í Vestmannaeyjum. Merlin er er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Á blaðamannafundi sem haldinn var í London í vikunni kom fram að Litla-Hvít væri mjög feimin á meðan Litla Grá er mun opnari og oft mikil læti í kringum hana. Þar kom einnig fram að takmarkað verður fyrir hinn almenna borgara að sjá hvalina í sínum nýju heimkynnum. Í samningnum sem er til 20 ára er gert ráð fyrir að The Beluga Building Company leigi tæplega 800 fermetra jarðhæð Fiskiðjunnar að Ægisgötu 2 af Vestmannaeyjabæ. Til viðbótar er gert ráð fyrir að fyrirtækið byggi annað 800 fermetra hús þar sunnan við og tengi við hið leigða rými með tengibyggingu. Í leigusamningnum er gert ráð fyrir að fyrirtækið komi upp nýju og glæsilegu fiska- og náttúrugripasafni í Fiskiðjunni þar sem lunda og hvölum verður gert sérstaklega hátt undir höfði. Áætlaður stofnkostnaður gæti legið nærri 500 milljónum króna og hefur Vestmannaeyjabær enga aðkomu að fjármögnun verkefnisins. Velji fyrirtækið að hætta starfsemi mun Vestmannaeyjabær eignast safnið og allt tilheyrandi sér að kostnaðarlausu, segir í samningnum. Leigusamningurinn hljómar upp á að fyrirtækið greiði 190 þúsund krónur á mánuði og er veittur 50 prósenta afsláttur í fimm ár, auk hluta af tekjum fari þær yfir 125 milljónir á ári. Fréttablaðið skoðaði nokkra mjaldra um allan heim og hver veit hvort þetta verði upphafið að því að mjaldrar endi við strendur Vestmannaeyja. Vísir/Getty Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur gert leigusamning við fyrirtækið The Beluga Building Company sem er stofnað til að halda utan um fasteignarekstur Merlin í Vestmannaeyjum. Merlin er er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Á blaðamannafundi sem haldinn var í London í vikunni kom fram að Litla-Hvít væri mjög feimin á meðan Litla Grá er mun opnari og oft mikil læti í kringum hana. Þar kom einnig fram að takmarkað verður fyrir hinn almenna borgara að sjá hvalina í sínum nýju heimkynnum. Í samningnum sem er til 20 ára er gert ráð fyrir að The Beluga Building Company leigi tæplega 800 fermetra jarðhæð Fiskiðjunnar að Ægisgötu 2 af Vestmannaeyjabæ. Til viðbótar er gert ráð fyrir að fyrirtækið byggi annað 800 fermetra hús þar sunnan við og tengi við hið leigða rými með tengibyggingu. Í leigusamningnum er gert ráð fyrir að fyrirtækið komi upp nýju og glæsilegu fiska- og náttúrugripasafni í Fiskiðjunni þar sem lunda og hvölum verður gert sérstaklega hátt undir höfði. Áætlaður stofnkostnaður gæti legið nærri 500 milljónum króna og hefur Vestmannaeyjabær enga aðkomu að fjármögnun verkefnisins. Velji fyrirtækið að hætta starfsemi mun Vestmannaeyjabær eignast safnið og allt tilheyrandi sér að kostnaðarlausu, segir í samningnum. Leigusamningurinn hljómar upp á að fyrirtækið greiði 190 þúsund krónur á mánuði og er veittur 50 prósenta afsláttur í fimm ár, auk hluta af tekjum fari þær yfir 125 milljónir á ári. Fréttablaðið skoðaði nokkra mjaldra um allan heim og hver veit hvort þetta verði upphafið að því að mjaldrar endi við strendur Vestmannaeyja. Vísir/Getty
Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira