Jónas Björgvin skoraði tvö í ótrúlegum endurkomusigri Dagur Lárusson skrifar 30. júní 2018 18:00 Jónas Björgvin í baráttunni. vísir/vísir Jónas Björgvin skoraði tvö mörk í ótrúlegum sigri Þórsara á Selfyssingum í Inkasso deildinni í dag en Þórsarar eru í fjórða sæti eftir leikinn með sautján stig. Það var ljóst í byrjun leiks að Selfyssingar ætluðu sér sigur en þeir sóttu mikið og sköpuðu sér mikið af færum. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljóst á 19. mínútu en þá fengu Selfyssingar aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Stefán Ragnar Guðlaugsson tók spyrnuna og hitti beint á kollinn á Þorsteini Daníel Þorsteinssyni sem kom Selfyssingum í forystu. Átta mínútum seinn var komið að Þortsteini að koma með stoðsendingu en þá tók hann horn sem endaði á kollinum á Guðmundi Hilmarssyni sem skoraði og kom sínu liði í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik. Á 64. mínútu dró til tíðinda en þá varði Stefán Logi Magnússon skot frá leikmanni Þórs, en varði boltann þó út í teig og barst boltinn til Jónas Björgvins sem setti boltann í netið og hleypti spennu í leikinn. Eftir þetta mark var mikið líf í gestunum og sóttu þeir mikið og náðu að jafna metin á 72. mínútu en þá varð markaskorarinn Guðmundur Axel fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan því jöfn þegar um tuttugu mínútur voru eftir. Dramatíkin tók við eftir þetta. Aðeins tveimur mínútum seinna slapp Alvaro Montejo einn í gegnum vörn Selfyssinga eftir frábæra sendingu frá Ignacio Gil og skoraði hann framhjá Stefáni Logi og kom sínum mönnum yfir í fyrsta sinn í leiknum. Jónas Björgvin var aftur á ferðinni á 77. mínútu en þá skoraði hann með flottu skoti fyrir utan teig. Vörn Selfyssinga var algjörlega í molum. Þórsarar voru ekki saddir en á 79. mínútu skoraði Guðni Sigþórsson fimmta mark þeirra og gerði endanlega út um leikinn. Kristófer Páll Viðarsson náði að klóra aðeins í bakkann fyrir Selfoss með marki á 89. mínútu. Ótrúlegar lokamínútur sem færðu Þórsurum stigin þrjú sem sitja nú í fjórða sæti með sautján stig á meðan Selfoss er í tíunda sæti með átta stig. Í hinum leik dagsins tóku Magnamenn á móti Njarðvík en sá leikur endaði með 2-0 sigri Magna en það var Gunnar Örvar Stefánsson sem skoraði bæði mörk Magna á lokamínútunum. Íslenski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Leik lokið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Leik lokið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Jónas Björgvin skoraði tvö mörk í ótrúlegum sigri Þórsara á Selfyssingum í Inkasso deildinni í dag en Þórsarar eru í fjórða sæti eftir leikinn með sautján stig. Það var ljóst í byrjun leiks að Selfyssingar ætluðu sér sigur en þeir sóttu mikið og sköpuðu sér mikið af færum. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljóst á 19. mínútu en þá fengu Selfyssingar aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Stefán Ragnar Guðlaugsson tók spyrnuna og hitti beint á kollinn á Þorsteini Daníel Þorsteinssyni sem kom Selfyssingum í forystu. Átta mínútum seinn var komið að Þortsteini að koma með stoðsendingu en þá tók hann horn sem endaði á kollinum á Guðmundi Hilmarssyni sem skoraði og kom sínu liði í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik. Á 64. mínútu dró til tíðinda en þá varði Stefán Logi Magnússon skot frá leikmanni Þórs, en varði boltann þó út í teig og barst boltinn til Jónas Björgvins sem setti boltann í netið og hleypti spennu í leikinn. Eftir þetta mark var mikið líf í gestunum og sóttu þeir mikið og náðu að jafna metin á 72. mínútu en þá varð markaskorarinn Guðmundur Axel fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan því jöfn þegar um tuttugu mínútur voru eftir. Dramatíkin tók við eftir þetta. Aðeins tveimur mínútum seinna slapp Alvaro Montejo einn í gegnum vörn Selfyssinga eftir frábæra sendingu frá Ignacio Gil og skoraði hann framhjá Stefáni Logi og kom sínum mönnum yfir í fyrsta sinn í leiknum. Jónas Björgvin var aftur á ferðinni á 77. mínútu en þá skoraði hann með flottu skoti fyrir utan teig. Vörn Selfyssinga var algjörlega í molum. Þórsarar voru ekki saddir en á 79. mínútu skoraði Guðni Sigþórsson fimmta mark þeirra og gerði endanlega út um leikinn. Kristófer Páll Viðarsson náði að klóra aðeins í bakkann fyrir Selfoss með marki á 89. mínútu. Ótrúlegar lokamínútur sem færðu Þórsurum stigin þrjú sem sitja nú í fjórða sæti með sautján stig á meðan Selfoss er í tíunda sæti með átta stig. Í hinum leik dagsins tóku Magnamenn á móti Njarðvík en sá leikur endaði með 2-0 sigri Magna en það var Gunnar Örvar Stefánsson sem skoraði bæði mörk Magna á lokamínútunum.
Íslenski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Leik lokið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Leik lokið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira