Ríkisstyrktar misþyrmingar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. júní 2018 10:00 Á síðustu vikum hafa bandarísk yfirvöld aðskilið rúmlega 2.300 börn frá foreldrum sínum og fangelsað. Þessar fjölskyldur héldu yfir landamærin í leit að framtíð í landi tækifæranna. Landi sem byggt var á grunni hinnar einu sönnu mannlegu viðleitni; leitarinnar að öryggi, framtíð og friði. Landi sem lengi vel minntist uppruna síns, þar sem frelsisgyðjan Libertis sagði við hinn gamla, fáfróða heim að í framtíðarlandinu væru hinir uppgefnu, þreyttu og frelsisþyrstu velkomnir. Þetta göfuga viðhorf var framan af leiðarstef leiðtoga á heimssviðinu. En um leið er boðskapurinn djúpstæður og mikilvægur vitnisburður um uppruna allra þjóða og samfélaga frá örófi alda – þau eiga uppruna sinn og menningu að rekja til fólksflutninga, blöndunar mismunandi hópa og sífelldrar innleiðingar nýrra hugmynda, gilda og viðmiða. Villimennskan sem bandarísk yfirvöld hafa sýnt í garð þeirra sem þangað leita í von um öruggt athvarf er viðurstyggileg, en þó ekki óvænt miðað við það sem Bandaríkjaforseti lofaði í kosningabaráttu sinni. Forsetinn og handbendi hans vísa í lög máli sínu til stuðnings, en allir sjá að óþarfi er að beita þeim með þessum hætti. Forsetinn kennir minnihluta Demókrata á Bandaríkjaþingi um stöðuna, sem er auðvitað fásinna. Að mati bandarískra yfirvalda glatar einstaklingurinn mannréttindum sínum þegar hann kemur til landsins án vegabréfsáritunar. Og nú er svo komið að börn eru geymd í hundraðatali bak við lás og slá, fjarri foreldrum sínum. En þessi þjóðernisrembingur einskorðast auðvitað ekki við Bandaríkin. Við höfum séð slíkt spretta fram víða um heim á undanförnum árum, þar á meðal í Evrópu. Oft eru þetta leiðtogar sem hafa tilhneigingu til að dást að einveldistilburðum, líkt og í tilfelli Bandaríkjaforseta sem opinberlega hefur lýst aðdáun sinni á kollegum sínum í Rússlandi og Norður-Kóreu. Það ætti að vera markmið okkar sem vitum betur, okkar einstaklinganna og þeirra sem við höfum valið til að tala fyrir okkar hönd, að mótmæla þjóðrembingi og þeim hörmungum sem hljótast af honum. Þessari meinsemd verður að mæta með andófi, og leiðtogar okkar eru meðsekir þeim, sem hirða ekki um mannlega reisn og þverbrjóta á mannréttindum þeirra sem minna mega sín, láti þeir ekki í sér heyra. Sem aðili að Atlantshafsbandalaginu og Sameinuðu þjóðunum eigum við að láta í okkur heyra, ekki bara til að mótmæla mannfyrirlitningunni í Bandaríkjunum, heldur einnig til að segja hingað og ekki lengra við þá sem telja landamærin æðri mannskepnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa bandarísk yfirvöld aðskilið rúmlega 2.300 börn frá foreldrum sínum og fangelsað. Þessar fjölskyldur héldu yfir landamærin í leit að framtíð í landi tækifæranna. Landi sem byggt var á grunni hinnar einu sönnu mannlegu viðleitni; leitarinnar að öryggi, framtíð og friði. Landi sem lengi vel minntist uppruna síns, þar sem frelsisgyðjan Libertis sagði við hinn gamla, fáfróða heim að í framtíðarlandinu væru hinir uppgefnu, þreyttu og frelsisþyrstu velkomnir. Þetta göfuga viðhorf var framan af leiðarstef leiðtoga á heimssviðinu. En um leið er boðskapurinn djúpstæður og mikilvægur vitnisburður um uppruna allra þjóða og samfélaga frá örófi alda – þau eiga uppruna sinn og menningu að rekja til fólksflutninga, blöndunar mismunandi hópa og sífelldrar innleiðingar nýrra hugmynda, gilda og viðmiða. Villimennskan sem bandarísk yfirvöld hafa sýnt í garð þeirra sem þangað leita í von um öruggt athvarf er viðurstyggileg, en þó ekki óvænt miðað við það sem Bandaríkjaforseti lofaði í kosningabaráttu sinni. Forsetinn og handbendi hans vísa í lög máli sínu til stuðnings, en allir sjá að óþarfi er að beita þeim með þessum hætti. Forsetinn kennir minnihluta Demókrata á Bandaríkjaþingi um stöðuna, sem er auðvitað fásinna. Að mati bandarískra yfirvalda glatar einstaklingurinn mannréttindum sínum þegar hann kemur til landsins án vegabréfsáritunar. Og nú er svo komið að börn eru geymd í hundraðatali bak við lás og slá, fjarri foreldrum sínum. En þessi þjóðernisrembingur einskorðast auðvitað ekki við Bandaríkin. Við höfum séð slíkt spretta fram víða um heim á undanförnum árum, þar á meðal í Evrópu. Oft eru þetta leiðtogar sem hafa tilhneigingu til að dást að einveldistilburðum, líkt og í tilfelli Bandaríkjaforseta sem opinberlega hefur lýst aðdáun sinni á kollegum sínum í Rússlandi og Norður-Kóreu. Það ætti að vera markmið okkar sem vitum betur, okkar einstaklinganna og þeirra sem við höfum valið til að tala fyrir okkar hönd, að mótmæla þjóðrembingi og þeim hörmungum sem hljótast af honum. Þessari meinsemd verður að mæta með andófi, og leiðtogar okkar eru meðsekir þeim, sem hirða ekki um mannlega reisn og þverbrjóta á mannréttindum þeirra sem minna mega sín, láti þeir ekki í sér heyra. Sem aðili að Atlantshafsbandalaginu og Sameinuðu þjóðunum eigum við að láta í okkur heyra, ekki bara til að mótmæla mannfyrirlitningunni í Bandaríkjunum, heldur einnig til að segja hingað og ekki lengra við þá sem telja landamærin æðri mannskepnunni.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar