Íslenska landsliðið til Volgograd í dag með nóg af skordýrafælu í för Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júní 2018 06:00 Strákarnir láta ekki nokkrar flugur, ekki frekar en Messi, stoppa sig. VÍSIR/VILHELM Íslenska landsliðið er á faraldsfæti í dag en það flýgur til hinnar sögufrægu borgar Volgograd í dag þar sem það mætir Nígeríu í öðrum leik liðsins í D-riðli heimsmeistaramótsins á föstudaginn. Líkt og fyrir leikinn gegn Argentínu í Moskvu á dögunum mun landsliðið taka æfingu á æfingasvæði liðsins í Kabardinka fyrr um daginn og síðan munu Hannes Halldórsson og Alfreð Finnbogason sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Áætlað er að landsliðið fari í loftið klukkan 17.00 að staðartíma, um 14.00 að íslenskum tíma, en flugið er ekki langt og á vélin að lenda um klukkustund síðar í Volgograd. Það er von á miklum hita í borginni, við lendingu er spáð 32 gráðu hita en á meðan strákarnir okkar dvelja í borginni er spáð um þrjátíu stiga hita. Aðeins á næturnar mun hitinn fara nær tuttugu gráðunum. Munu þeir taka æfingu á keppnisvellinum, Volgograd Arena, sem rúmar 45.000 manns, í hádeginu á morgun, áður en Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson mæta á blaðamannafund. Fyrsti leikur mótsins á Volgograd-vellinum fór fram í fyrrakvöld þegar England vann 2-1 sigur á Túnis en það var annað en úrslit leiksins sem vakti mikla athygli. Þar sem Volgograd-völlurinn stendur á bakka Volgu voru skordýr að trufla liðin við undirbúning og á meðan á leik stóð. Sást til leikmanna, stuðningsmanna og starfsmanna slá frá sér moskítóflugur á meðan leikurinn stóð yfir þrátt fyrir að þeir hefðu borið á sig skordýrafælu. Harry Kane, fyrirliði Englands, sagði að það hefði litlu skilað er hann ræddi við blaðamenn eftir leik. „Þetta var mun verra en við bjuggumst við, við settum á okkur fælu fyrir leik og í hálfleik en samt fékk ég flugur í augun, nefið og upp í mig á meðan leikurinn stóð yfir.“ Starfsteymi KSÍ var búið að huga að þessu og tók nóg af fælu með sér til Rússlands en það er spurning hvort það bjargi íslenska landsliðinu þegar á hólminn er komið. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni. 18. júní 2018 12:00 Vanur mýflugunum á Þingvallavatni Á morgun færa strákarnir okkar sig yfir til Volgograd þar sem þeir mæta Nígeríu. Í þeirri borg taka á móti þeim erfiðar aðstæður. Mikill hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 19:30 Flugufaraldurinn hafði truflandi áhrif á leikmenn Englands Leikmenn enska landsliðsins kvörtuðu sáran yfir moskítóflugum eftir leik liðsins gegn Túnis. 19. júní 2018 07:00 Flugnasprey ágætt vopn viðkvæmra Íslendinga á vellinum í Volgograd Gríðarmikill flugnasveimur vakti athygli áhorfenda sem fylgdust með leik Englands og Túnis á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Ísland spilar næsta leik sinn á mótinu gegn Nígeríu á sama velli, leikvanginum í rússnesku borginni Volgograd við bakka árinnar Volgu. 19. júní 2018 11:00 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Íslenska landsliðið er á faraldsfæti í dag en það flýgur til hinnar sögufrægu borgar Volgograd í dag þar sem það mætir Nígeríu í öðrum leik liðsins í D-riðli heimsmeistaramótsins á föstudaginn. Líkt og fyrir leikinn gegn Argentínu í Moskvu á dögunum mun landsliðið taka æfingu á æfingasvæði liðsins í Kabardinka fyrr um daginn og síðan munu Hannes Halldórsson og Alfreð Finnbogason sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Áætlað er að landsliðið fari í loftið klukkan 17.00 að staðartíma, um 14.00 að íslenskum tíma, en flugið er ekki langt og á vélin að lenda um klukkustund síðar í Volgograd. Það er von á miklum hita í borginni, við lendingu er spáð 32 gráðu hita en á meðan strákarnir okkar dvelja í borginni er spáð um þrjátíu stiga hita. Aðeins á næturnar mun hitinn fara nær tuttugu gráðunum. Munu þeir taka æfingu á keppnisvellinum, Volgograd Arena, sem rúmar 45.000 manns, í hádeginu á morgun, áður en Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson mæta á blaðamannafund. Fyrsti leikur mótsins á Volgograd-vellinum fór fram í fyrrakvöld þegar England vann 2-1 sigur á Túnis en það var annað en úrslit leiksins sem vakti mikla athygli. Þar sem Volgograd-völlurinn stendur á bakka Volgu voru skordýr að trufla liðin við undirbúning og á meðan á leik stóð. Sást til leikmanna, stuðningsmanna og starfsmanna slá frá sér moskítóflugur á meðan leikurinn stóð yfir þrátt fyrir að þeir hefðu borið á sig skordýrafælu. Harry Kane, fyrirliði Englands, sagði að það hefði litlu skilað er hann ræddi við blaðamenn eftir leik. „Þetta var mun verra en við bjuggumst við, við settum á okkur fælu fyrir leik og í hálfleik en samt fékk ég flugur í augun, nefið og upp í mig á meðan leikurinn stóð yfir.“ Starfsteymi KSÍ var búið að huga að þessu og tók nóg af fælu með sér til Rússlands en það er spurning hvort það bjargi íslenska landsliðinu þegar á hólminn er komið.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni. 18. júní 2018 12:00 Vanur mýflugunum á Þingvallavatni Á morgun færa strákarnir okkar sig yfir til Volgograd þar sem þeir mæta Nígeríu. Í þeirri borg taka á móti þeim erfiðar aðstæður. Mikill hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 19:30 Flugufaraldurinn hafði truflandi áhrif á leikmenn Englands Leikmenn enska landsliðsins kvörtuðu sáran yfir moskítóflugum eftir leik liðsins gegn Túnis. 19. júní 2018 07:00 Flugnasprey ágætt vopn viðkvæmra Íslendinga á vellinum í Volgograd Gríðarmikill flugnasveimur vakti athygli áhorfenda sem fylgdust með leik Englands og Túnis á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Ísland spilar næsta leik sinn á mótinu gegn Nígeríu á sama velli, leikvanginum í rússnesku borginni Volgograd við bakka árinnar Volgu. 19. júní 2018 11:00 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni. 18. júní 2018 12:00
Vanur mýflugunum á Þingvallavatni Á morgun færa strákarnir okkar sig yfir til Volgograd þar sem þeir mæta Nígeríu. Í þeirri borg taka á móti þeim erfiðar aðstæður. Mikill hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 19:30
Flugufaraldurinn hafði truflandi áhrif á leikmenn Englands Leikmenn enska landsliðsins kvörtuðu sáran yfir moskítóflugum eftir leik liðsins gegn Túnis. 19. júní 2018 07:00
Flugnasprey ágætt vopn viðkvæmra Íslendinga á vellinum í Volgograd Gríðarmikill flugnasveimur vakti athygli áhorfenda sem fylgdust með leik Englands og Túnis á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Ísland spilar næsta leik sinn á mótinu gegn Nígeríu á sama velli, leikvanginum í rússnesku borginni Volgograd við bakka árinnar Volgu. 19. júní 2018 11:00