Sjálfbært heilbrigðiskerfi Reynir Arngrímsson skrifar 21. júní 2018 07:00 Ísland gengur í gegnum þrengingar í heilbrigðiskerfinu, þar sem uppsafnaður langvarandi vandi og óánægja hefur brotist upp á yfirborðið af fullum þunga. Læknar hafa bent á þessa þróun um alllangt skeið og varað við. Við allt skipulag þarf að setja sjúklinginn í forgrunn. Það öndvegissæti eiga ekki biðlistar, reiknilíkön og pólitískar dægursveiflur að skipa. Gott aðgengi sjúklinga að læknum og annarri stoðþjónustu er það sem málið snýst um. Það virðist stundum gleymast að menntun og áralöng þjálfun starfsfólksins er grundvöllur góðs heilbrigðiskerfis. Á Íslandi verja stjórnvöld lægra hlutfalli til heilbrigðismála en aðrar þjóðir okkur skyldar að menningu og þjóðfélagsgerð. Það er hættuleg pólitísk afstaða að hægt sé að leysa þann vanda sem við blasir í dag, biðlista og langvarandi skort á heilbrigðisstarfsfólki ásamt yfirvofandi þjónustuskerðingu, með aðgangshindrunum og millifærsluleið fjármuna innan kerfisins. Fjárveitingar til heilbrigðismála í heild sinni eru of lágar. Bara að stjórnvöld viðurkenndu það væri stórt skref fram á við í raunveruleikaáttun Alþingis. Lýðfræðilegar breytingar verða ekki umflúnar, tækniframfarir þarf að innleiða og samkeppnisfær launaþróun verður að eiga sér stað. Úttektir og skýrslur sýna að framleiðni lækna á Íslandi og samstarfsfólks þeirra er umtalsvert meiri en víðast annars staðar. Læknar hafa kallað eftir langtímastefnu í heilbrigðismálum sem litast ekki af pólitískum sveiflum heldur af ábyrgð og með þarfir sjúklinga í huga.Stefnumótun Í janúar 2015 undirrituðu forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og starfandi fjármála- og efnahagsráðherra ásamt formönnum Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands yfirlýsingu þar sem kveðið var á um að ráðist yrði í átak til mótunar heilbrigðisstefnu. Sitjandi heilbrigðisráðherra sem telur daga sína í embætti, er sá níundi í röðinni frá aldamótum og þriðji frá undirrituninni 2015. Núverandi áhersla ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, að móta stefnu í heilbrigðismálum án aðkomu heilbrigðistétta og fulltrúa sjúklingasamtaka, er óheillaskref og pólitísk þvingunaraðgerð sem gengur gegn lýðræðisvakningu í þjóðfélaginu. Hvorki er leitað álits lækna og samtaka þeirra né annarra heilbrigðisstétta þegar kemur að yfirlýstri endurskoðun á heilbrigðisstefnu, endurskoðun gæðakvarða eða framtíðarskipulagi heilbrigðiskerfisins í heild sinni sem á að liggja fyrir í haust. Á nýlegri málstofu um heilbrigðisþjónustu fámennra ríkja í Evrópu sem haldin var m.a. fyrir tilstuðlan velferðarráðuneytisins í Þjóðminjasafninu kom fram að helsta ógn við heilbrigðiskerfi þessara landa (þar voru m.a. fulltrúar Íslands, Möltu, Slóveníu og fleiri fámennra ríkja) væri aðgengi að sérhæfðu starfsfólki og hlutfallslega kostnaðarsöm yfirbygging kerfisins í þessum fámennu löndum. M.a. væri stefna Evrópusambandsins að tryggja réttindi sjúkratryggðra til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri þjóðríkja til að mæta þessari þörf um sérhæfingu. Sjálfbært kerfi Hér á Íslandi höfum við átt því láni að fagna að hafa aðgengi að læknum með mikla sérhæfingu og þjálfun í undirsérgreinum læknisfræðinnar þannig að við höfum getað tryggt þetta að mestu leyti og verið sjálfbær. Þetta hefur tekist með tiltölulega litlum tilkostnaði fyrir ríkið, en miklu álagi og afköstum sem og framleiðni lækna sem m.a. hafa rekið sínar eigin læknastofur við góðan orðstír og aðgengi að breiðri þekkingu þeirra sem spannar nútíma læknisfræði. Hins vegar má finna að skipulagi, óraunhæfum kröfum og takmörkuðum skilningi stjórnmálaleiðtoga, þjóðfélagslegu umróti undanfarinna ára og niðursveiflu efnahags á tímabili sem reynt hefur á alla innviði, en ekki hvað síst má gagnrýna þá stefnu stjórnvalda að telja að tilfærsla fjármuna innan kerfisins fremur en að jafna útgjöld til samræmis við reynslu nágrannaþjóða okkar sé leiðin upp á við og út úr þeim vanda sem við blasir. Það er ekki sjálfgefið að gott aðgengi að íslenskum læknum hér heima haldi áfram ef ógætilega er farið að viðkvæmu kerfi og því snúið á hvolf í einni andrá. Nýliðun í hópi lækna er grundvöllur áframhaldandi uppbyggingar og framþróunar læknisþjónustu landsins. Því er mikilvægt að ráðherra heilbrigðismála stígi varlega til jarðar og jaðarsetji ekki lækna meira en orðið er.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland gengur í gegnum þrengingar í heilbrigðiskerfinu, þar sem uppsafnaður langvarandi vandi og óánægja hefur brotist upp á yfirborðið af fullum þunga. Læknar hafa bent á þessa þróun um alllangt skeið og varað við. Við allt skipulag þarf að setja sjúklinginn í forgrunn. Það öndvegissæti eiga ekki biðlistar, reiknilíkön og pólitískar dægursveiflur að skipa. Gott aðgengi sjúklinga að læknum og annarri stoðþjónustu er það sem málið snýst um. Það virðist stundum gleymast að menntun og áralöng þjálfun starfsfólksins er grundvöllur góðs heilbrigðiskerfis. Á Íslandi verja stjórnvöld lægra hlutfalli til heilbrigðismála en aðrar þjóðir okkur skyldar að menningu og þjóðfélagsgerð. Það er hættuleg pólitísk afstaða að hægt sé að leysa þann vanda sem við blasir í dag, biðlista og langvarandi skort á heilbrigðisstarfsfólki ásamt yfirvofandi þjónustuskerðingu, með aðgangshindrunum og millifærsluleið fjármuna innan kerfisins. Fjárveitingar til heilbrigðismála í heild sinni eru of lágar. Bara að stjórnvöld viðurkenndu það væri stórt skref fram á við í raunveruleikaáttun Alþingis. Lýðfræðilegar breytingar verða ekki umflúnar, tækniframfarir þarf að innleiða og samkeppnisfær launaþróun verður að eiga sér stað. Úttektir og skýrslur sýna að framleiðni lækna á Íslandi og samstarfsfólks þeirra er umtalsvert meiri en víðast annars staðar. Læknar hafa kallað eftir langtímastefnu í heilbrigðismálum sem litast ekki af pólitískum sveiflum heldur af ábyrgð og með þarfir sjúklinga í huga.Stefnumótun Í janúar 2015 undirrituðu forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og starfandi fjármála- og efnahagsráðherra ásamt formönnum Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands yfirlýsingu þar sem kveðið var á um að ráðist yrði í átak til mótunar heilbrigðisstefnu. Sitjandi heilbrigðisráðherra sem telur daga sína í embætti, er sá níundi í röðinni frá aldamótum og þriðji frá undirrituninni 2015. Núverandi áhersla ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, að móta stefnu í heilbrigðismálum án aðkomu heilbrigðistétta og fulltrúa sjúklingasamtaka, er óheillaskref og pólitísk þvingunaraðgerð sem gengur gegn lýðræðisvakningu í þjóðfélaginu. Hvorki er leitað álits lækna og samtaka þeirra né annarra heilbrigðisstétta þegar kemur að yfirlýstri endurskoðun á heilbrigðisstefnu, endurskoðun gæðakvarða eða framtíðarskipulagi heilbrigðiskerfisins í heild sinni sem á að liggja fyrir í haust. Á nýlegri málstofu um heilbrigðisþjónustu fámennra ríkja í Evrópu sem haldin var m.a. fyrir tilstuðlan velferðarráðuneytisins í Þjóðminjasafninu kom fram að helsta ógn við heilbrigðiskerfi þessara landa (þar voru m.a. fulltrúar Íslands, Möltu, Slóveníu og fleiri fámennra ríkja) væri aðgengi að sérhæfðu starfsfólki og hlutfallslega kostnaðarsöm yfirbygging kerfisins í þessum fámennu löndum. M.a. væri stefna Evrópusambandsins að tryggja réttindi sjúkratryggðra til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri þjóðríkja til að mæta þessari þörf um sérhæfingu. Sjálfbært kerfi Hér á Íslandi höfum við átt því láni að fagna að hafa aðgengi að læknum með mikla sérhæfingu og þjálfun í undirsérgreinum læknisfræðinnar þannig að við höfum getað tryggt þetta að mestu leyti og verið sjálfbær. Þetta hefur tekist með tiltölulega litlum tilkostnaði fyrir ríkið, en miklu álagi og afköstum sem og framleiðni lækna sem m.a. hafa rekið sínar eigin læknastofur við góðan orðstír og aðgengi að breiðri þekkingu þeirra sem spannar nútíma læknisfræði. Hins vegar má finna að skipulagi, óraunhæfum kröfum og takmörkuðum skilningi stjórnmálaleiðtoga, þjóðfélagslegu umróti undanfarinna ára og niðursveiflu efnahags á tímabili sem reynt hefur á alla innviði, en ekki hvað síst má gagnrýna þá stefnu stjórnvalda að telja að tilfærsla fjármuna innan kerfisins fremur en að jafna útgjöld til samræmis við reynslu nágrannaþjóða okkar sé leiðin upp á við og út úr þeim vanda sem við blasir. Það er ekki sjálfgefið að gott aðgengi að íslenskum læknum hér heima haldi áfram ef ógætilega er farið að viðkvæmu kerfi og því snúið á hvolf í einni andrá. Nýliðun í hópi lækna er grundvöllur áframhaldandi uppbyggingar og framþróunar læknisþjónustu landsins. Því er mikilvægt að ráðherra heilbrigðismála stígi varlega til jarðar og jaðarsetji ekki lækna meira en orðið er.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar