Sjálfbært heilbrigðiskerfi Reynir Arngrímsson skrifar 21. júní 2018 07:00 Ísland gengur í gegnum þrengingar í heilbrigðiskerfinu, þar sem uppsafnaður langvarandi vandi og óánægja hefur brotist upp á yfirborðið af fullum þunga. Læknar hafa bent á þessa þróun um alllangt skeið og varað við. Við allt skipulag þarf að setja sjúklinginn í forgrunn. Það öndvegissæti eiga ekki biðlistar, reiknilíkön og pólitískar dægursveiflur að skipa. Gott aðgengi sjúklinga að læknum og annarri stoðþjónustu er það sem málið snýst um. Það virðist stundum gleymast að menntun og áralöng þjálfun starfsfólksins er grundvöllur góðs heilbrigðiskerfis. Á Íslandi verja stjórnvöld lægra hlutfalli til heilbrigðismála en aðrar þjóðir okkur skyldar að menningu og þjóðfélagsgerð. Það er hættuleg pólitísk afstaða að hægt sé að leysa þann vanda sem við blasir í dag, biðlista og langvarandi skort á heilbrigðisstarfsfólki ásamt yfirvofandi þjónustuskerðingu, með aðgangshindrunum og millifærsluleið fjármuna innan kerfisins. Fjárveitingar til heilbrigðismála í heild sinni eru of lágar. Bara að stjórnvöld viðurkenndu það væri stórt skref fram á við í raunveruleikaáttun Alþingis. Lýðfræðilegar breytingar verða ekki umflúnar, tækniframfarir þarf að innleiða og samkeppnisfær launaþróun verður að eiga sér stað. Úttektir og skýrslur sýna að framleiðni lækna á Íslandi og samstarfsfólks þeirra er umtalsvert meiri en víðast annars staðar. Læknar hafa kallað eftir langtímastefnu í heilbrigðismálum sem litast ekki af pólitískum sveiflum heldur af ábyrgð og með þarfir sjúklinga í huga.Stefnumótun Í janúar 2015 undirrituðu forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og starfandi fjármála- og efnahagsráðherra ásamt formönnum Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands yfirlýsingu þar sem kveðið var á um að ráðist yrði í átak til mótunar heilbrigðisstefnu. Sitjandi heilbrigðisráðherra sem telur daga sína í embætti, er sá níundi í röðinni frá aldamótum og þriðji frá undirrituninni 2015. Núverandi áhersla ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, að móta stefnu í heilbrigðismálum án aðkomu heilbrigðistétta og fulltrúa sjúklingasamtaka, er óheillaskref og pólitísk þvingunaraðgerð sem gengur gegn lýðræðisvakningu í þjóðfélaginu. Hvorki er leitað álits lækna og samtaka þeirra né annarra heilbrigðisstétta þegar kemur að yfirlýstri endurskoðun á heilbrigðisstefnu, endurskoðun gæðakvarða eða framtíðarskipulagi heilbrigðiskerfisins í heild sinni sem á að liggja fyrir í haust. Á nýlegri málstofu um heilbrigðisþjónustu fámennra ríkja í Evrópu sem haldin var m.a. fyrir tilstuðlan velferðarráðuneytisins í Þjóðminjasafninu kom fram að helsta ógn við heilbrigðiskerfi þessara landa (þar voru m.a. fulltrúar Íslands, Möltu, Slóveníu og fleiri fámennra ríkja) væri aðgengi að sérhæfðu starfsfólki og hlutfallslega kostnaðarsöm yfirbygging kerfisins í þessum fámennu löndum. M.a. væri stefna Evrópusambandsins að tryggja réttindi sjúkratryggðra til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri þjóðríkja til að mæta þessari þörf um sérhæfingu. Sjálfbært kerfi Hér á Íslandi höfum við átt því láni að fagna að hafa aðgengi að læknum með mikla sérhæfingu og þjálfun í undirsérgreinum læknisfræðinnar þannig að við höfum getað tryggt þetta að mestu leyti og verið sjálfbær. Þetta hefur tekist með tiltölulega litlum tilkostnaði fyrir ríkið, en miklu álagi og afköstum sem og framleiðni lækna sem m.a. hafa rekið sínar eigin læknastofur við góðan orðstír og aðgengi að breiðri þekkingu þeirra sem spannar nútíma læknisfræði. Hins vegar má finna að skipulagi, óraunhæfum kröfum og takmörkuðum skilningi stjórnmálaleiðtoga, þjóðfélagslegu umróti undanfarinna ára og niðursveiflu efnahags á tímabili sem reynt hefur á alla innviði, en ekki hvað síst má gagnrýna þá stefnu stjórnvalda að telja að tilfærsla fjármuna innan kerfisins fremur en að jafna útgjöld til samræmis við reynslu nágrannaþjóða okkar sé leiðin upp á við og út úr þeim vanda sem við blasir. Það er ekki sjálfgefið að gott aðgengi að íslenskum læknum hér heima haldi áfram ef ógætilega er farið að viðkvæmu kerfi og því snúið á hvolf í einni andrá. Nýliðun í hópi lækna er grundvöllur áframhaldandi uppbyggingar og framþróunar læknisþjónustu landsins. Því er mikilvægt að ráðherra heilbrigðismála stígi varlega til jarðar og jaðarsetji ekki lækna meira en orðið er.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Ísland gengur í gegnum þrengingar í heilbrigðiskerfinu, þar sem uppsafnaður langvarandi vandi og óánægja hefur brotist upp á yfirborðið af fullum þunga. Læknar hafa bent á þessa þróun um alllangt skeið og varað við. Við allt skipulag þarf að setja sjúklinginn í forgrunn. Það öndvegissæti eiga ekki biðlistar, reiknilíkön og pólitískar dægursveiflur að skipa. Gott aðgengi sjúklinga að læknum og annarri stoðþjónustu er það sem málið snýst um. Það virðist stundum gleymast að menntun og áralöng þjálfun starfsfólksins er grundvöllur góðs heilbrigðiskerfis. Á Íslandi verja stjórnvöld lægra hlutfalli til heilbrigðismála en aðrar þjóðir okkur skyldar að menningu og þjóðfélagsgerð. Það er hættuleg pólitísk afstaða að hægt sé að leysa þann vanda sem við blasir í dag, biðlista og langvarandi skort á heilbrigðisstarfsfólki ásamt yfirvofandi þjónustuskerðingu, með aðgangshindrunum og millifærsluleið fjármuna innan kerfisins. Fjárveitingar til heilbrigðismála í heild sinni eru of lágar. Bara að stjórnvöld viðurkenndu það væri stórt skref fram á við í raunveruleikaáttun Alþingis. Lýðfræðilegar breytingar verða ekki umflúnar, tækniframfarir þarf að innleiða og samkeppnisfær launaþróun verður að eiga sér stað. Úttektir og skýrslur sýna að framleiðni lækna á Íslandi og samstarfsfólks þeirra er umtalsvert meiri en víðast annars staðar. Læknar hafa kallað eftir langtímastefnu í heilbrigðismálum sem litast ekki af pólitískum sveiflum heldur af ábyrgð og með þarfir sjúklinga í huga.Stefnumótun Í janúar 2015 undirrituðu forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og starfandi fjármála- og efnahagsráðherra ásamt formönnum Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands yfirlýsingu þar sem kveðið var á um að ráðist yrði í átak til mótunar heilbrigðisstefnu. Sitjandi heilbrigðisráðherra sem telur daga sína í embætti, er sá níundi í röðinni frá aldamótum og þriðji frá undirrituninni 2015. Núverandi áhersla ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, að móta stefnu í heilbrigðismálum án aðkomu heilbrigðistétta og fulltrúa sjúklingasamtaka, er óheillaskref og pólitísk þvingunaraðgerð sem gengur gegn lýðræðisvakningu í þjóðfélaginu. Hvorki er leitað álits lækna og samtaka þeirra né annarra heilbrigðisstétta þegar kemur að yfirlýstri endurskoðun á heilbrigðisstefnu, endurskoðun gæðakvarða eða framtíðarskipulagi heilbrigðiskerfisins í heild sinni sem á að liggja fyrir í haust. Á nýlegri málstofu um heilbrigðisþjónustu fámennra ríkja í Evrópu sem haldin var m.a. fyrir tilstuðlan velferðarráðuneytisins í Þjóðminjasafninu kom fram að helsta ógn við heilbrigðiskerfi þessara landa (þar voru m.a. fulltrúar Íslands, Möltu, Slóveníu og fleiri fámennra ríkja) væri aðgengi að sérhæfðu starfsfólki og hlutfallslega kostnaðarsöm yfirbygging kerfisins í þessum fámennu löndum. M.a. væri stefna Evrópusambandsins að tryggja réttindi sjúkratryggðra til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri þjóðríkja til að mæta þessari þörf um sérhæfingu. Sjálfbært kerfi Hér á Íslandi höfum við átt því láni að fagna að hafa aðgengi að læknum með mikla sérhæfingu og þjálfun í undirsérgreinum læknisfræðinnar þannig að við höfum getað tryggt þetta að mestu leyti og verið sjálfbær. Þetta hefur tekist með tiltölulega litlum tilkostnaði fyrir ríkið, en miklu álagi og afköstum sem og framleiðni lækna sem m.a. hafa rekið sínar eigin læknastofur við góðan orðstír og aðgengi að breiðri þekkingu þeirra sem spannar nútíma læknisfræði. Hins vegar má finna að skipulagi, óraunhæfum kröfum og takmörkuðum skilningi stjórnmálaleiðtoga, þjóðfélagslegu umróti undanfarinna ára og niðursveiflu efnahags á tímabili sem reynt hefur á alla innviði, en ekki hvað síst má gagnrýna þá stefnu stjórnvalda að telja að tilfærsla fjármuna innan kerfisins fremur en að jafna útgjöld til samræmis við reynslu nágrannaþjóða okkar sé leiðin upp á við og út úr þeim vanda sem við blasir. Það er ekki sjálfgefið að gott aðgengi að íslenskum læknum hér heima haldi áfram ef ógætilega er farið að viðkvæmu kerfi og því snúið á hvolf í einni andrá. Nýliðun í hópi lækna er grundvöllur áframhaldandi uppbyggingar og framþróunar læknisþjónustu landsins. Því er mikilvægt að ráðherra heilbrigðismála stígi varlega til jarðar og jaðarsetji ekki lækna meira en orðið er.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun