Sófakarteflan á HM Benedikt Bóas skrifar 21. júní 2018 07:00 Ég elska HM. Hlusta á svona 12-15 podköst á dag, horfi á nánast allar fréttir sem íslenskir fjölmiðlamenn senda frá sér og les nánast allt sem sagt er frá mótinu. Allir íslenskir fjölmiðlar hafa staðið sig vel við að flytja fréttir af öllu og engu af landsliðsmönnunum. Stundum hafa þeir meira að segja farið fram úr sér. „JóiPé og Króli hljóma fyrir utan völlinn,“ var til dæmis frétt sem ekki undir nokkrum kringumstæðum hefði verið skrifuð. En á stórmóti er allt frétt. Og ég las þessa frétt og hafði gaman af. Sumir eru ekki alveg jafn hrifnir af Eurovision-stemningunni sem virðist einkenna fréttaflutninginn frá Kabardinka. Hafa séð þessar lýsingar áður og kannast við tóninn í henni. Að íslenski hópurinn hafi slegið í gegn á blaðamannafundinum og að búist sé við góðri sýningu þegar hópurinn stígur loks á stóra sviðið í Moskvu, Volgograd og Rostov. En ég er bæði Eurovision-nörd og fótboltanörd og ég elska þetta. Þegar erlendir miðlar eru að eyða plássi í dagblöðum, mínútum í sjónvarpi og útvarpi til að tala um Hannes Halldórsson og Gylfa Sigurðsson og Birki Má Sævarsson og alla þessa drengi þá tárast ég. Virtustu sparkspekingar heims eru enn að tala um vítið sem Hannes varði og ég heyrði Gumma Ben lýsa því í bestu podköstum heims. Þegar svo leikjunum er lokið tekur við HM stofan og Sumarmessan. Og þó það sé verið að fara yfir sömu hlutina horfi ég á báða þættina. Fæ einfaldlega ekki nóg. Það kemst ekkert annað að. Afmæli eldri dótturinnar á laugardag er nánast orðið aukaatriði. Ég nefnilega elska HM – nánast meira en mína eigin fjölskyldu. Gleðilega hátíð. Áfram Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég elska HM. Hlusta á svona 12-15 podköst á dag, horfi á nánast allar fréttir sem íslenskir fjölmiðlamenn senda frá sér og les nánast allt sem sagt er frá mótinu. Allir íslenskir fjölmiðlar hafa staðið sig vel við að flytja fréttir af öllu og engu af landsliðsmönnunum. Stundum hafa þeir meira að segja farið fram úr sér. „JóiPé og Króli hljóma fyrir utan völlinn,“ var til dæmis frétt sem ekki undir nokkrum kringumstæðum hefði verið skrifuð. En á stórmóti er allt frétt. Og ég las þessa frétt og hafði gaman af. Sumir eru ekki alveg jafn hrifnir af Eurovision-stemningunni sem virðist einkenna fréttaflutninginn frá Kabardinka. Hafa séð þessar lýsingar áður og kannast við tóninn í henni. Að íslenski hópurinn hafi slegið í gegn á blaðamannafundinum og að búist sé við góðri sýningu þegar hópurinn stígur loks á stóra sviðið í Moskvu, Volgograd og Rostov. En ég er bæði Eurovision-nörd og fótboltanörd og ég elska þetta. Þegar erlendir miðlar eru að eyða plássi í dagblöðum, mínútum í sjónvarpi og útvarpi til að tala um Hannes Halldórsson og Gylfa Sigurðsson og Birki Má Sævarsson og alla þessa drengi þá tárast ég. Virtustu sparkspekingar heims eru enn að tala um vítið sem Hannes varði og ég heyrði Gumma Ben lýsa því í bestu podköstum heims. Þegar svo leikjunum er lokið tekur við HM stofan og Sumarmessan. Og þó það sé verið að fara yfir sömu hlutina horfi ég á báða þættina. Fæ einfaldlega ekki nóg. Það kemst ekkert annað að. Afmæli eldri dótturinnar á laugardag er nánast orðið aukaatriði. Ég nefnilega elska HM – nánast meira en mína eigin fjölskyldu. Gleðilega hátíð. Áfram Ísland.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar