Vanda argentíska liðinu ekki kveðjurnar: „Messi var skugginn af sjálfum sér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júní 2018 11:34 Messi var ekkert rosalega glaður í leiknum í gær. vísir/getty Fótbolti er ástríða í Argentínu og pressan á argentíska liðinu fyrir HM í Rússlandi var eftir því. Messi og félagar áttu að verða heimsmeistarar, það dugði ekkert minna, en þær væntingar eru nú að öllum líkindum orðnar að engu eftir að liðið tapaði 3-0 fyrir Króatíu í gær. Argentískir fjölmiðlar voru ekki par hrifnir af frammistöðu sinna manna á móti Íslandi og það kveður svipaðan tón nú eftir Króatíuleikinn, þó ef til vill öllu harðari. „Liðið var stefnulaust á HM og það versta er að enginn virtist tilbúinn til þess að bjarga því,“ segir í fyrirsögn á vef argentíska blaðsins Clarín þar sem umfjöllunin heldur áfram á þennan veg: „Enn á ný hjálpaði Sampaoli ekki til, Messi var skugginn af sjálfum og liðsfélagar hans birtust ekki. Argentína verður að vinna Nígeríu og vona það besta varðandi önnur úrslit.“ Á vef La Nación er einnig ritað um þá staðreynd að örlög argentíska liðsins eru ekki í höndum þeirra sjálfra: „Í höndum þriðja aðila. Landsliðið þarf nú að reiða sig á úrslitin í öðrum leikjum til að komast í 16 liða úrslitin. Að í dag eftir hádegi vinni Nígería Ísland svo að það ráðist í leiknum gegn Nígeríumönnum hver fer áfram.“ Messi fær síðan sinn skerf af gagnrýni á vef La Gaceta. „Ef Messi vantaði eitthvað þá var það að leika illa. Svona illa,“ segir í grein La Gaceta sem ber titilinn „Messi var ekki á staðnum.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Markatala gæti ráðið úrslitum um hvort að Ísland komist áfram í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 21. júní 2018 21:37 Króatía komið áfram eftir stórsigur gegn Argentínu Króatía er komið áfram í 16-liða úrslit HM 2018 eftir 3-0 sigur á Argentínu í viðureign liðanna í riðli okkar Íslendinga í kvöld. 21. júní 2018 19:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Fótbolti er ástríða í Argentínu og pressan á argentíska liðinu fyrir HM í Rússlandi var eftir því. Messi og félagar áttu að verða heimsmeistarar, það dugði ekkert minna, en þær væntingar eru nú að öllum líkindum orðnar að engu eftir að liðið tapaði 3-0 fyrir Króatíu í gær. Argentískir fjölmiðlar voru ekki par hrifnir af frammistöðu sinna manna á móti Íslandi og það kveður svipaðan tón nú eftir Króatíuleikinn, þó ef til vill öllu harðari. „Liðið var stefnulaust á HM og það versta er að enginn virtist tilbúinn til þess að bjarga því,“ segir í fyrirsögn á vef argentíska blaðsins Clarín þar sem umfjöllunin heldur áfram á þennan veg: „Enn á ný hjálpaði Sampaoli ekki til, Messi var skugginn af sjálfum og liðsfélagar hans birtust ekki. Argentína verður að vinna Nígeríu og vona það besta varðandi önnur úrslit.“ Á vef La Nación er einnig ritað um þá staðreynd að örlög argentíska liðsins eru ekki í höndum þeirra sjálfra: „Í höndum þriðja aðila. Landsliðið þarf nú að reiða sig á úrslitin í öðrum leikjum til að komast í 16 liða úrslitin. Að í dag eftir hádegi vinni Nígería Ísland svo að það ráðist í leiknum gegn Nígeríumönnum hver fer áfram.“ Messi fær síðan sinn skerf af gagnrýni á vef La Gaceta. „Ef Messi vantaði eitthvað þá var það að leika illa. Svona illa,“ segir í grein La Gaceta sem ber titilinn „Messi var ekki á staðnum.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Markatala gæti ráðið úrslitum um hvort að Ísland komist áfram í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 21. júní 2018 21:37 Króatía komið áfram eftir stórsigur gegn Argentínu Króatía er komið áfram í 16-liða úrslit HM 2018 eftir 3-0 sigur á Argentínu í viðureign liðanna í riðli okkar Íslendinga í kvöld. 21. júní 2018 19:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Markatala gæti ráðið úrslitum um hvort að Ísland komist áfram í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 21. júní 2018 21:37
Króatía komið áfram eftir stórsigur gegn Argentínu Króatía er komið áfram í 16-liða úrslit HM 2018 eftir 3-0 sigur á Argentínu í viðureign liðanna í riðli okkar Íslendinga í kvöld. 21. júní 2018 19:45