Erlent

Erlendir fjölmiðlar um leik Íslands og Nígeríu: Aðeins eitt lið á vellinum

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Svekkelsið var mikið.
Svekkelsið var mikið. Vísir/Vilhelm
Erlendir miðlar hafa fjallað talsvert um leik Íslands og Nígeríu sem lauk nú fyrir skömmu. Margir beina sjónum sínum að næstu leikjum, þegar að Nígería mætir Argentínumönnum á þriðjudag og Ísland mætir Króatíu sama dag.

The Guardian talar um að íslenska liðið hafi fengið mörg góð færi á fyrstu 20 mínútum leiksins en ekki náð að fylgja því eftir. Þeir minnast einnig á það að að okkar menn hafi ekki látið 32 gráðu hitann trufla sig sem var í Volgograd í dag. The Guardian hælir Birki Má Sævarssyni fyrir hraðar og snöggar sendingar sínar. 

BBC talar ekki um mikið annað en að Gylfi Sigurðsson hafi brennt af vítinu sem hann Alfreð fékk á 80. mínútu leiksins. Þeir tala einnig um að Ísland hafi skilið eftir nokkur svæði opin og Nígeríumenn hafi nýtt sér það til hins ítrasta. 

CNN beinir augum sínum að markmanninum Hannesi Halldórssyni eftir hetjudáð hans gegn Argentínu. CNN segir jafnframt að þegar horft er til nýtingu á svæðum og hverjir voru meira með boltann þá hafi aðeins verið eitt lið á vellinum og það voru Nígeríumenn. CNn segir einnig að Íslendingar hafi byrjað vel í fyrri hálfleik en það var Nígería sem átti seinni hálfleikinn. CNN segir einnig að þrátt fyrir þetta tap þá eigi Ísland enn þá möguleika á komast áfram en róðurinn mun verða erfiður. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×