Engin bænastund enn þá hjá íslenska landsliðinu Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 24. júní 2018 10:00 Emil Hallfreðsson ásamt fjölskyldunni eftir jafnteflið gegn Argentínu. Emil átti frábæran leik á miðjunni en þurfti að sætta sig við það hlutskipti að verma bekkinn gegn Nígeríu. Vísir/Vilhelm Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. Hann sagði í viðtali við Vísi eftir leikinn, þar sem hann þurfti að sitja á varamannabekknum, að jákvæða orku og trú þyrfti til að leikmenn ættu möguleika á að ná sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudaginn. Emil er trúaður maður, er í Fíladelfíu, og var spurður að því á blaðamannafundi þeirra Kára Árnasonar fyrir hönd íslenska landsliðsins í morgun hvort trú hans hefði eitthvað nýst í undirbúningnum fyrir Króatíuleikinn. „Við höfum allavega ekki tekið bænastund saman enn þá, hópurinn,“ sagði Emil við spurningu blaðamanns og sló á létta strengi. Trú hans skipti ekki máli, heldur trúin á verkefnið bætti Hafnfirðingurinn við. Emil Hallfreðsson á blaðamannafundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Emil fékk þau skilaboð frá Heimi Hallgrímssyni í aðdraganda leiksins gegn Nígeríu að hann yrði á bekknum. Spilað yrði með tvo framherja í leikkerfinu 4-4-2. Því væri bara pláss fyrir tvo miðjumenn, Aron Einar Gunnarsson og Gylfa Þór Sigurðsson. Emil hitaði að vísu vel upp í hálfleik í Volgograd þar sem Aron Einar fékk högg á síðuna. Fyrirliðinn hristi það af sér og spilaði nánast allt til enda. „Við þekkjum hann, hann náði að komast í gegnum þennan leik.“ Emil Hallfreðsson í baráttunni gegn Luka Modric á Laugardalsvelli í fyrra.Fréttablaðið/Ernir Emil er bjartsýnn fyrir lokaleikinn gegn Króatíu. Telur okkar menn vel geta unnið þann leik og komist áfram. „Við ætlum að trúa því að það gerist,“ sagði Emil. Lykilatriði í því hafi verið að gera upp Nígeríuleikinn sem fyrst. „Það þýðir ekkert að staldra við þann leik. Það er bara strax næsta verkefni,“ segir Emil. Það þurfi jákvæðni og jákvæða orku allt í kringum liðið í aðdragandanum fyrir Króatíu. „Til að við fáum enn þá meiri fíling og trú á verkefninu. Það er það sem getur skipt sköpum.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Sjá meira
Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. Hann sagði í viðtali við Vísi eftir leikinn, þar sem hann þurfti að sitja á varamannabekknum, að jákvæða orku og trú þyrfti til að leikmenn ættu möguleika á að ná sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudaginn. Emil er trúaður maður, er í Fíladelfíu, og var spurður að því á blaðamannafundi þeirra Kára Árnasonar fyrir hönd íslenska landsliðsins í morgun hvort trú hans hefði eitthvað nýst í undirbúningnum fyrir Króatíuleikinn. „Við höfum allavega ekki tekið bænastund saman enn þá, hópurinn,“ sagði Emil við spurningu blaðamanns og sló á létta strengi. Trú hans skipti ekki máli, heldur trúin á verkefnið bætti Hafnfirðingurinn við. Emil Hallfreðsson á blaðamannafundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Emil fékk þau skilaboð frá Heimi Hallgrímssyni í aðdraganda leiksins gegn Nígeríu að hann yrði á bekknum. Spilað yrði með tvo framherja í leikkerfinu 4-4-2. Því væri bara pláss fyrir tvo miðjumenn, Aron Einar Gunnarsson og Gylfa Þór Sigurðsson. Emil hitaði að vísu vel upp í hálfleik í Volgograd þar sem Aron Einar fékk högg á síðuna. Fyrirliðinn hristi það af sér og spilaði nánast allt til enda. „Við þekkjum hann, hann náði að komast í gegnum þennan leik.“ Emil Hallfreðsson í baráttunni gegn Luka Modric á Laugardalsvelli í fyrra.Fréttablaðið/Ernir Emil er bjartsýnn fyrir lokaleikinn gegn Króatíu. Telur okkar menn vel geta unnið þann leik og komist áfram. „Við ætlum að trúa því að það gerist,“ sagði Emil. Lykilatriði í því hafi verið að gera upp Nígeríuleikinn sem fyrst. „Það þýðir ekkert að staldra við þann leik. Það er bara strax næsta verkefni,“ segir Emil. Það þurfi jákvæðni og jákvæða orku allt í kringum liðið í aðdragandanum fyrir Króatíu. „Til að við fáum enn þá meiri fíling og trú á verkefninu. Það er það sem getur skipt sköpum.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Sjá meira