Engin bænastund enn þá hjá íslenska landsliðinu Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 24. júní 2018 10:00 Emil Hallfreðsson ásamt fjölskyldunni eftir jafnteflið gegn Argentínu. Emil átti frábæran leik á miðjunni en þurfti að sætta sig við það hlutskipti að verma bekkinn gegn Nígeríu. Vísir/Vilhelm Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. Hann sagði í viðtali við Vísi eftir leikinn, þar sem hann þurfti að sitja á varamannabekknum, að jákvæða orku og trú þyrfti til að leikmenn ættu möguleika á að ná sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudaginn. Emil er trúaður maður, er í Fíladelfíu, og var spurður að því á blaðamannafundi þeirra Kára Árnasonar fyrir hönd íslenska landsliðsins í morgun hvort trú hans hefði eitthvað nýst í undirbúningnum fyrir Króatíuleikinn. „Við höfum allavega ekki tekið bænastund saman enn þá, hópurinn,“ sagði Emil við spurningu blaðamanns og sló á létta strengi. Trú hans skipti ekki máli, heldur trúin á verkefnið bætti Hafnfirðingurinn við. Emil Hallfreðsson á blaðamannafundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Emil fékk þau skilaboð frá Heimi Hallgrímssyni í aðdraganda leiksins gegn Nígeríu að hann yrði á bekknum. Spilað yrði með tvo framherja í leikkerfinu 4-4-2. Því væri bara pláss fyrir tvo miðjumenn, Aron Einar Gunnarsson og Gylfa Þór Sigurðsson. Emil hitaði að vísu vel upp í hálfleik í Volgograd þar sem Aron Einar fékk högg á síðuna. Fyrirliðinn hristi það af sér og spilaði nánast allt til enda. „Við þekkjum hann, hann náði að komast í gegnum þennan leik.“ Emil Hallfreðsson í baráttunni gegn Luka Modric á Laugardalsvelli í fyrra.Fréttablaðið/Ernir Emil er bjartsýnn fyrir lokaleikinn gegn Króatíu. Telur okkar menn vel geta unnið þann leik og komist áfram. „Við ætlum að trúa því að það gerist,“ sagði Emil. Lykilatriði í því hafi verið að gera upp Nígeríuleikinn sem fyrst. „Það þýðir ekkert að staldra við þann leik. Það er bara strax næsta verkefni,“ segir Emil. Það þurfi jákvæðni og jákvæða orku allt í kringum liðið í aðdragandanum fyrir Króatíu. „Til að við fáum enn þá meiri fíling og trú á verkefninu. Það er það sem getur skipt sköpum.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. Hann sagði í viðtali við Vísi eftir leikinn, þar sem hann þurfti að sitja á varamannabekknum, að jákvæða orku og trú þyrfti til að leikmenn ættu möguleika á að ná sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudaginn. Emil er trúaður maður, er í Fíladelfíu, og var spurður að því á blaðamannafundi þeirra Kára Árnasonar fyrir hönd íslenska landsliðsins í morgun hvort trú hans hefði eitthvað nýst í undirbúningnum fyrir Króatíuleikinn. „Við höfum allavega ekki tekið bænastund saman enn þá, hópurinn,“ sagði Emil við spurningu blaðamanns og sló á létta strengi. Trú hans skipti ekki máli, heldur trúin á verkefnið bætti Hafnfirðingurinn við. Emil Hallfreðsson á blaðamannafundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Emil fékk þau skilaboð frá Heimi Hallgrímssyni í aðdraganda leiksins gegn Nígeríu að hann yrði á bekknum. Spilað yrði með tvo framherja í leikkerfinu 4-4-2. Því væri bara pláss fyrir tvo miðjumenn, Aron Einar Gunnarsson og Gylfa Þór Sigurðsson. Emil hitaði að vísu vel upp í hálfleik í Volgograd þar sem Aron Einar fékk högg á síðuna. Fyrirliðinn hristi það af sér og spilaði nánast allt til enda. „Við þekkjum hann, hann náði að komast í gegnum þennan leik.“ Emil Hallfreðsson í baráttunni gegn Luka Modric á Laugardalsvelli í fyrra.Fréttablaðið/Ernir Emil er bjartsýnn fyrir lokaleikinn gegn Króatíu. Telur okkar menn vel geta unnið þann leik og komist áfram. „Við ætlum að trúa því að það gerist,“ sagði Emil. Lykilatriði í því hafi verið að gera upp Nígeríuleikinn sem fyrst. „Það þýðir ekkert að staldra við þann leik. Það er bara strax næsta verkefni,“ segir Emil. Það þurfi jákvæðni og jákvæða orku allt í kringum liðið í aðdragandanum fyrir Króatíu. „Til að við fáum enn þá meiri fíling og trú á verkefninu. Það er það sem getur skipt sköpum.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira