Má bjóða þér meiri árangur? Eða ertu bara góð(ur)? Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 25. júní 2018 08:28 Hvernig gengur, alltaf brjálað að gera? Þú mætir kannski þörfum markaðarins með þinni vöru eða þjónustu, viðskiptavinirnir eru ánægðir, eða hvað? Kannski er ekki gott svar. „Þeir eru allavega enn að kaupa af okkur, þeir kvarta ekki en það er orðið svolítið langt síðan við heyrðum í þeim.“ Það að vera með „kannski“ ánægða viðskiptavini á ekki að teljast ásættanlegt en er ekki verri byrjunarreitur en hver annar til að reima á sig takkaskóna og hefja alvöru sókn. Getur þú gert betur, tengst viðskiptavinum þínum sterkari böndum? Er viðskiptasambandið sterkt og mun það halda þegar nýr samkeppnisaðili mætir á svæðið? Langflest fyrirtæki geta gert betur og flest okkar sækjast eftir meiri árangri, hvernig svo sem árangurinn er skilgreindur. Meiri sala, aukin markaðshlutdeild, hærri framlegð, minni starfsmannavelta, betra orðspor? Góður grunnur er að vera með það á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur, því lykilatriði er að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúinn í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess, og þaðan sambandið við viðskiptavininn.Og þú ert? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina sitt vörumerki frá öðrum, það er tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum. Stendur þitt merki fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir einkennum með keppinautum? Reynir vörumerkið að vera allt í öllu, hresst, vinalegt, töff, fyndið, alvarlegt, formfast? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljósið í gegnum öll samskipti við markaðinn.Hefur þú tíma fyrir þetta? Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir og ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir þig mestu máli? Þú þarft ekki að vera allt fyrir alla. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Mörg íslensk vörumerki eiga mikið inni og geta náð því fram með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað. Hver er ástæðan fyrir því að þínir viðskiptavinir kjósa að skipta við þig?Er þetta ekki bara allt eins? Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem þinn markhópur skilgreinir sem mikilvæga eða verðmæta. Við sem lifum og hrærumst í heimi viðskipta höfum flest það markmið að ná til okkar markhóps (þú veist hver hann er, er það ekki?) og tryggja það að hann eigi við okkur viðskipti – ekki samkeppnisaðilann. Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Hann er grunnurinn að öllu samtali. Ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur og hvaða gildi standa að baki er auðveldara fyrir alla að hlaupa í sömu átt og spila sama leik. Þú skalt því vinna heimavinnuna þína og nálgast viðskiptavini þína með þeirri vissu að þú hafir eitthvað einstakt og aðlaðandi fram að færa. Bjóddu markhópnum þínum á stefnumót og sjáðu hvort úr því verði ekki gott langtímasamband. En eins og í tilhugalífinu í raunheimum er ekki nóg að vera bara töfrandi á fyrsta stefnumóti, sambandið þarf áfram að vera gott þegar brúðkaupsafmælunum fjölgar. Því þegar kemur að ánægju í viðskiptasamböndum, er „kannski“ ekki gott svar.Höfundur er markaðsstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig gengur, alltaf brjálað að gera? Þú mætir kannski þörfum markaðarins með þinni vöru eða þjónustu, viðskiptavinirnir eru ánægðir, eða hvað? Kannski er ekki gott svar. „Þeir eru allavega enn að kaupa af okkur, þeir kvarta ekki en það er orðið svolítið langt síðan við heyrðum í þeim.“ Það að vera með „kannski“ ánægða viðskiptavini á ekki að teljast ásættanlegt en er ekki verri byrjunarreitur en hver annar til að reima á sig takkaskóna og hefja alvöru sókn. Getur þú gert betur, tengst viðskiptavinum þínum sterkari böndum? Er viðskiptasambandið sterkt og mun það halda þegar nýr samkeppnisaðili mætir á svæðið? Langflest fyrirtæki geta gert betur og flest okkar sækjast eftir meiri árangri, hvernig svo sem árangurinn er skilgreindur. Meiri sala, aukin markaðshlutdeild, hærri framlegð, minni starfsmannavelta, betra orðspor? Góður grunnur er að vera með það á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur, því lykilatriði er að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúinn í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess, og þaðan sambandið við viðskiptavininn.Og þú ert? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina sitt vörumerki frá öðrum, það er tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum. Stendur þitt merki fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir einkennum með keppinautum? Reynir vörumerkið að vera allt í öllu, hresst, vinalegt, töff, fyndið, alvarlegt, formfast? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljósið í gegnum öll samskipti við markaðinn.Hefur þú tíma fyrir þetta? Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir og ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir þig mestu máli? Þú þarft ekki að vera allt fyrir alla. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Mörg íslensk vörumerki eiga mikið inni og geta náð því fram með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað. Hver er ástæðan fyrir því að þínir viðskiptavinir kjósa að skipta við þig?Er þetta ekki bara allt eins? Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem þinn markhópur skilgreinir sem mikilvæga eða verðmæta. Við sem lifum og hrærumst í heimi viðskipta höfum flest það markmið að ná til okkar markhóps (þú veist hver hann er, er það ekki?) og tryggja það að hann eigi við okkur viðskipti – ekki samkeppnisaðilann. Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Hann er grunnurinn að öllu samtali. Ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur og hvaða gildi standa að baki er auðveldara fyrir alla að hlaupa í sömu átt og spila sama leik. Þú skalt því vinna heimavinnuna þína og nálgast viðskiptavini þína með þeirri vissu að þú hafir eitthvað einstakt og aðlaðandi fram að færa. Bjóddu markhópnum þínum á stefnumót og sjáðu hvort úr því verði ekki gott langtímasamband. En eins og í tilhugalífinu í raunheimum er ekki nóg að vera bara töfrandi á fyrsta stefnumóti, sambandið þarf áfram að vera gott þegar brúðkaupsafmælunum fjölgar. Því þegar kemur að ánægju í viðskiptasamböndum, er „kannski“ ekki gott svar.Höfundur er markaðsstjóri
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun