Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2018 21:35 Á þriðja þúsund barna hafa verið tekin af foreldrum sínum eftir að ríkisstjórn Trump ákvað að ákæra alla þá sem koma ólöglega yfir landamærin frá Mexíkó. Vísir/Getty Yfirmaður landamæraeftirlits Bandaríkjanna segist hafa skipað landamæravörðum sínum að hætta að vísa málum fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna með börn sín til ákærumeðferðar hjá saksóknurum. Skipunin er tímabundin á meðan stofnunin stillir saman strengi sína við dómsmálaráðuneytið. Sú aðgerð bandarískra yfirvalda að skilja að fjölskyldur sem koma ólöglega yfir suðurlandamærin hefur vakið harða gagnrýni innanlands og utan síðustu daga. Orsök aðskilnaðarins er nýleg stefnubreyting ríkisstjórnar Donalds Trump forseta um að nú skili ákæra alla sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. Í ljósi gríðarlegs þrýstings gaf Trump út tilskipun í síðustu viku um að hætta aðskilnaðinum þannig að börn verði nú haldið með foreldrum sínum á meðan mál þeirra er til umfjöllunar. Hún olli hins vegar glundroða þar sem ólíkar alríkisstofnanir sem koma að málunum túlkuðu tilskipunina á ólíkan hátt. Nú segir Kevin McAleenan, forstjóri Tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna, að hann hafi mælt fyrir um að fólki sem kemur ólöglega inn í landið með börn verði ekki vísað til saksóknara þar til stofnun hans og dómsmálaráðuneytið geta komið sér saman um stefnu sem gerir þeim kleift að ákæra foreldrana án þess að taka af þeim börnin.New York Times segir að ákvörðunin þýði að mörgum fjölskyldum verði brátt sleppt gegn loforði um að fólk mæti fyrir dóm seinna. Það væri í reynd svipuð stefna og rekin var í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, sem Trump hefur gagnrýnt harðlega. Ástæðan er sú að landamæraeftirlitið skortir húsnæði til að vista þann fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir landamærin. Margir fulltrúar Trump-stjórnarinnar hafa engu að síður fullyrt að hún reki ennþá harðlínustefnu á landamærunum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir enga breytingu hafa orðið á stefnunni. Raunveruleikinn sé hins vegar að ekki sé til húsrúm til að hýsa fólkið. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Yfirmaður landamæraeftirlits Bandaríkjanna segist hafa skipað landamæravörðum sínum að hætta að vísa málum fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna með börn sín til ákærumeðferðar hjá saksóknurum. Skipunin er tímabundin á meðan stofnunin stillir saman strengi sína við dómsmálaráðuneytið. Sú aðgerð bandarískra yfirvalda að skilja að fjölskyldur sem koma ólöglega yfir suðurlandamærin hefur vakið harða gagnrýni innanlands og utan síðustu daga. Orsök aðskilnaðarins er nýleg stefnubreyting ríkisstjórnar Donalds Trump forseta um að nú skili ákæra alla sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. Í ljósi gríðarlegs þrýstings gaf Trump út tilskipun í síðustu viku um að hætta aðskilnaðinum þannig að börn verði nú haldið með foreldrum sínum á meðan mál þeirra er til umfjöllunar. Hún olli hins vegar glundroða þar sem ólíkar alríkisstofnanir sem koma að málunum túlkuðu tilskipunina á ólíkan hátt. Nú segir Kevin McAleenan, forstjóri Tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna, að hann hafi mælt fyrir um að fólki sem kemur ólöglega inn í landið með börn verði ekki vísað til saksóknara þar til stofnun hans og dómsmálaráðuneytið geta komið sér saman um stefnu sem gerir þeim kleift að ákæra foreldrana án þess að taka af þeim börnin.New York Times segir að ákvörðunin þýði að mörgum fjölskyldum verði brátt sleppt gegn loforði um að fólk mæti fyrir dóm seinna. Það væri í reynd svipuð stefna og rekin var í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, sem Trump hefur gagnrýnt harðlega. Ástæðan er sú að landamæraeftirlitið skortir húsnæði til að vista þann fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir landamærin. Margir fulltrúar Trump-stjórnarinnar hafa engu að síður fullyrt að hún reki ennþá harðlínustefnu á landamærunum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir enga breytingu hafa orðið á stefnunni. Raunveruleikinn sé hins vegar að ekki sé til húsrúm til að hýsa fólkið.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira