Langdýrasta HM sögunnar? Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. júní 2018 07:00 Getur verið að 2,6 milljóna manna þjóð ætli að eyða 20.000 milljörðum króna í að halda heimsmeistaramót í fótbolta? Þannig líta að minnsta kosti áætlanir Katara út við fyrstu sýn, en þeir hýsa næsta mót árið 2022. Standist þessi upphæð skoðun er um að ræða hærri upphæð en sem nemur samanlögðum kostnaði allra heimsmeistaramóta sögunnar. Svo við setjum umfangið í eitthvert samhengi hefði fyrir sömu upphæð verið hægt að halda Eurovision frá því á tímum Babýlons og eiga enn helminginn í afgang. En er þetta satt? Eins og faðir Lovejoy sagði eitt sinn er stutta svarið „já, ef“ og langa svarið „nei, en“. Þetta fer eftir því hvað við teljum beinan kostnað við mótið og hvaða framkvæmdir hefði verið ráðist í óháð því. Samþykki FIFA að einungis verði leikið á 8 völlum, eins og gestgjafarnir leggja til, er áætlaður kostnaður við leikvanga mótsins og æfingaaðstöðu um 1.000 milljarðar króna, sem er nokkuð undir framkvæmdakostnaði í Rússlandi, en þar er leikið á 12 leikvöngum. Hinum 19.000 milljörðunum verður ráðstafað í hin ýmsu innviðaverkefni. Meðal annars verður úrslitaleikur mótsins haldinn í borginni Lusail, en sú borg er ekki til í dag. Sjúkrahús, neðanjarðarlestarkerfi, vegaframkvæmdir og fleira kosta sitt og segir fjármálaráðherra landsins útgjöldin þegar orðin um 50 milljarðar króna á viku vegna verkefna sem sögð eru tengjast heimsmeistaramótinu. Til viðbótar við fjárhagslegan kostnað áætlar Human rights watch að hundruð verkamanna frá Suður-Asíu hafi látist við byggingu leikvanga. HM er ekki að fara að kosta 20.000 milljarða. 1.000 milljarðar er nær lagi, en það er heilmikið samt sem áður. Ef við færum þá upphæð sem hlutfall landsframleiðslu á mann yfir á okkur Íslendinga væri það sambærilegt og að hér væri haldið íþróttamót fyrir 130 milljarða króna. Þá yrði nú hugsanlega eitthvað sagt.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Fótbolti Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Getur verið að 2,6 milljóna manna þjóð ætli að eyða 20.000 milljörðum króna í að halda heimsmeistaramót í fótbolta? Þannig líta að minnsta kosti áætlanir Katara út við fyrstu sýn, en þeir hýsa næsta mót árið 2022. Standist þessi upphæð skoðun er um að ræða hærri upphæð en sem nemur samanlögðum kostnaði allra heimsmeistaramóta sögunnar. Svo við setjum umfangið í eitthvert samhengi hefði fyrir sömu upphæð verið hægt að halda Eurovision frá því á tímum Babýlons og eiga enn helminginn í afgang. En er þetta satt? Eins og faðir Lovejoy sagði eitt sinn er stutta svarið „já, ef“ og langa svarið „nei, en“. Þetta fer eftir því hvað við teljum beinan kostnað við mótið og hvaða framkvæmdir hefði verið ráðist í óháð því. Samþykki FIFA að einungis verði leikið á 8 völlum, eins og gestgjafarnir leggja til, er áætlaður kostnaður við leikvanga mótsins og æfingaaðstöðu um 1.000 milljarðar króna, sem er nokkuð undir framkvæmdakostnaði í Rússlandi, en þar er leikið á 12 leikvöngum. Hinum 19.000 milljörðunum verður ráðstafað í hin ýmsu innviðaverkefni. Meðal annars verður úrslitaleikur mótsins haldinn í borginni Lusail, en sú borg er ekki til í dag. Sjúkrahús, neðanjarðarlestarkerfi, vegaframkvæmdir og fleira kosta sitt og segir fjármálaráðherra landsins útgjöldin þegar orðin um 50 milljarðar króna á viku vegna verkefna sem sögð eru tengjast heimsmeistaramótinu. Til viðbótar við fjárhagslegan kostnað áætlar Human rights watch að hundruð verkamanna frá Suður-Asíu hafi látist við byggingu leikvanga. HM er ekki að fara að kosta 20.000 milljarða. 1.000 milljarðar er nær lagi, en það er heilmikið samt sem áður. Ef við færum þá upphæð sem hlutfall landsframleiðslu á mann yfir á okkur Íslendinga væri það sambærilegt og að hér væri haldið íþróttamót fyrir 130 milljarða króna. Þá yrði nú hugsanlega eitthvað sagt.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar