Innlent

Himbrimi flæktist í girni og drukknaði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Himbriminn fannst á bökkum Þingvallavatns.
Himbriminn fannst á bökkum Þingvallavatns. þjóðgaðurinn á þingvöllum
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum segir frá því á Facebook-síðu sinni að himbrimi hafi á dögunum flækt sig í girni og á endanum drukknað en fuglinn er annars vanur kafari. Fit fuglsins flæktust í girninu.

Í færslu þjóðgarðsins segir að himbriminn, þessi einkennisfugl Þingvallavatns, eigi sér fá óvini. Það sé þá helst óvarkárni og slakur frágangur manna sem geti orðið til þess að fuglinn flækist í afgangs rusli sem liggi eftir óhirt.

Færsluna má sjá hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×