Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2018 17:42 Rosenstein (t.h.) og Wray (t.v.) sátu báðir fyrir svörum hjá dómsmálanefndinni í dag. Þeir fullyrtu báðir að stofnanir þeirra ynnu að því að svara kröfum þingmanna um gögn úr Rússarannsókninni. Vísir/EPA Fulltrúar repúblikana í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings byrstu sig við Rod Rosenstein, aðstoðardómsrmálaráðherra sem hefur umsjón með Rússarannsókninni, þegar hann kom fyrir nefndina í dag. Einn leiðtoga flokksins krafðist þess að Rosenstein lyki rannsókninni hið snarasta. Rosenstein hefur umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa í kringum kosningarnar árið 2016. Það féll í hans skaut eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði sig frá málum sem tengdust rannsókninni vegna þess að hann starfaði fyrir framboðið. Trump og bandamenn hans hafa gert Rosenstein að skotspóni sínum um margra mánaða skeið. Þeir hafa sakað dómsmálaráðuneytið og alríkislögregluna FBI um óeðlileg vinnubrögð í tengslum við rannsóknina og krafist gagna um hana. Þrátt fyrir að Rosenstein og Christopher Wray, forstjóri FBI, hafi ítrekað fundað með leiðtogum repúblikana og veitt þeim aðgang að hundruð þúsunda blaðsíðna af gögnum úr rannsókninni hafa repúblikanar sakað þá um um halda gögnum frá þingmönnum. Meirihluti repúblikana í fulltrúadeildinni samþykkti ályktun þar sem þeir gagnrýndu dómsmálaráðuneytið fyrir að verða ekki við kröfum þeirra um gögn úr Rússarannsókninni. Það er jafnvel talið forleikurinn að því að repúblikanar reyni að ákæra Rosenstein.„Andskotist til að ljúka því“ Í brýnu sló á milli Rosenstein og nokkurra repúblikana sem gengu á hann á nefndarfundinum í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rosenstein benti þingmönnunum á að hann ynni ekki einn í ráðuneytinu þegar hann taldi að þeir væru að saka hann um að halda upplýsingum persónulega frá þeim. „Þú ert yfirmaðurinn, herra Rosenstein,“ greip Jim Jordan, einarður stuðningsmaður Trump, fram í fyrir aðstoðarráðherranum. Hann hafði spurt Rosenstein hvers vegna hann héldi gögnum frá þinginu og sakaði hann um að ritskoða skjöl til að halda vandræðalegum upplýsingum leyndum. „Það er rétt og mitt starf er að tryggja að við bregðumst við áhyggjum ykkar. Við höfum gert það, herra,“ svaraði Rosenstein að bragði byrstur. Trey Gowdy, þingmaður repúblikana sem einnig á sæti í leyniþjónustnefnd þingsins sem hefur gagnrýnt störf dómsmálaráðuneytisins og FBI, krafðist þess að Rosenstein lyki rannsókninni. „Ef þið hafið sönnunargögn um einhverja glæpi af hálfu Trump-framboðsins, leggið þau fyrir fjandans ákærudómstólinn. Ef þið hafið sönnunargögn um að þessi forseti hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt, kynnið þau fyrir bandarísku þjóðinni. Hvað sem þið hafið, andskotist þið að ljúka því,“ sagði Gowdy. Mueller hefur þegar ákært fyrrverandi kosningarstjóra og aðstoðarkosningarstjóra Trump, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans og fjölda annarra í tengslum við rannsóknina. Bæði Rosenstein og Wray, forstjóri FBI, eru repúblikanar sem voru skipaðir af Trump forseta.Rep. @Jim_Jordan: "Did you threaten to subpoena their calls and emails?"Deputy Attorney General Rosenstein: "No sir, and there's no way to subpoena phone calls."Jordan: "I'm reading what the press said."Rosenstein: "I would suggest that you not rely on what the press said." pic.twitter.com/kgsxhHTOlo— CSPAN (@cspan) June 28, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Comey gagnrýndur fyrir óhlýðni Í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gefin út, er Comey gagnrýndur sérstaklega fyrir meðhöndlun sína á rannsókn FBI varðandi tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. 6. júní 2018 15:57 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Fulltrúar repúblikana í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings byrstu sig við Rod Rosenstein, aðstoðardómsrmálaráðherra sem hefur umsjón með Rússarannsókninni, þegar hann kom fyrir nefndina í dag. Einn leiðtoga flokksins krafðist þess að Rosenstein lyki rannsókninni hið snarasta. Rosenstein hefur umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa í kringum kosningarnar árið 2016. Það féll í hans skaut eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði sig frá málum sem tengdust rannsókninni vegna þess að hann starfaði fyrir framboðið. Trump og bandamenn hans hafa gert Rosenstein að skotspóni sínum um margra mánaða skeið. Þeir hafa sakað dómsmálaráðuneytið og alríkislögregluna FBI um óeðlileg vinnubrögð í tengslum við rannsóknina og krafist gagna um hana. Þrátt fyrir að Rosenstein og Christopher Wray, forstjóri FBI, hafi ítrekað fundað með leiðtogum repúblikana og veitt þeim aðgang að hundruð þúsunda blaðsíðna af gögnum úr rannsókninni hafa repúblikanar sakað þá um um halda gögnum frá þingmönnum. Meirihluti repúblikana í fulltrúadeildinni samþykkti ályktun þar sem þeir gagnrýndu dómsmálaráðuneytið fyrir að verða ekki við kröfum þeirra um gögn úr Rússarannsókninni. Það er jafnvel talið forleikurinn að því að repúblikanar reyni að ákæra Rosenstein.„Andskotist til að ljúka því“ Í brýnu sló á milli Rosenstein og nokkurra repúblikana sem gengu á hann á nefndarfundinum í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rosenstein benti þingmönnunum á að hann ynni ekki einn í ráðuneytinu þegar hann taldi að þeir væru að saka hann um að halda upplýsingum persónulega frá þeim. „Þú ert yfirmaðurinn, herra Rosenstein,“ greip Jim Jordan, einarður stuðningsmaður Trump, fram í fyrir aðstoðarráðherranum. Hann hafði spurt Rosenstein hvers vegna hann héldi gögnum frá þinginu og sakaði hann um að ritskoða skjöl til að halda vandræðalegum upplýsingum leyndum. „Það er rétt og mitt starf er að tryggja að við bregðumst við áhyggjum ykkar. Við höfum gert það, herra,“ svaraði Rosenstein að bragði byrstur. Trey Gowdy, þingmaður repúblikana sem einnig á sæti í leyniþjónustnefnd þingsins sem hefur gagnrýnt störf dómsmálaráðuneytisins og FBI, krafðist þess að Rosenstein lyki rannsókninni. „Ef þið hafið sönnunargögn um einhverja glæpi af hálfu Trump-framboðsins, leggið þau fyrir fjandans ákærudómstólinn. Ef þið hafið sönnunargögn um að þessi forseti hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt, kynnið þau fyrir bandarísku þjóðinni. Hvað sem þið hafið, andskotist þið að ljúka því,“ sagði Gowdy. Mueller hefur þegar ákært fyrrverandi kosningarstjóra og aðstoðarkosningarstjóra Trump, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans og fjölda annarra í tengslum við rannsóknina. Bæði Rosenstein og Wray, forstjóri FBI, eru repúblikanar sem voru skipaðir af Trump forseta.Rep. @Jim_Jordan: "Did you threaten to subpoena their calls and emails?"Deputy Attorney General Rosenstein: "No sir, and there's no way to subpoena phone calls."Jordan: "I'm reading what the press said."Rosenstein: "I would suggest that you not rely on what the press said." pic.twitter.com/kgsxhHTOlo— CSPAN (@cspan) June 28, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Comey gagnrýndur fyrir óhlýðni Í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gefin út, er Comey gagnrýndur sérstaklega fyrir meðhöndlun sína á rannsókn FBI varðandi tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. 6. júní 2018 15:57 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48
Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00
Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52
Comey gagnrýndur fyrir óhlýðni Í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gefin út, er Comey gagnrýndur sérstaklega fyrir meðhöndlun sína á rannsókn FBI varðandi tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. 6. júní 2018 15:57