Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2018 17:42 Rosenstein (t.h.) og Wray (t.v.) sátu báðir fyrir svörum hjá dómsmálanefndinni í dag. Þeir fullyrtu báðir að stofnanir þeirra ynnu að því að svara kröfum þingmanna um gögn úr Rússarannsókninni. Vísir/EPA Fulltrúar repúblikana í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings byrstu sig við Rod Rosenstein, aðstoðardómsrmálaráðherra sem hefur umsjón með Rússarannsókninni, þegar hann kom fyrir nefndina í dag. Einn leiðtoga flokksins krafðist þess að Rosenstein lyki rannsókninni hið snarasta. Rosenstein hefur umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa í kringum kosningarnar árið 2016. Það féll í hans skaut eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði sig frá málum sem tengdust rannsókninni vegna þess að hann starfaði fyrir framboðið. Trump og bandamenn hans hafa gert Rosenstein að skotspóni sínum um margra mánaða skeið. Þeir hafa sakað dómsmálaráðuneytið og alríkislögregluna FBI um óeðlileg vinnubrögð í tengslum við rannsóknina og krafist gagna um hana. Þrátt fyrir að Rosenstein og Christopher Wray, forstjóri FBI, hafi ítrekað fundað með leiðtogum repúblikana og veitt þeim aðgang að hundruð þúsunda blaðsíðna af gögnum úr rannsókninni hafa repúblikanar sakað þá um um halda gögnum frá þingmönnum. Meirihluti repúblikana í fulltrúadeildinni samþykkti ályktun þar sem þeir gagnrýndu dómsmálaráðuneytið fyrir að verða ekki við kröfum þeirra um gögn úr Rússarannsókninni. Það er jafnvel talið forleikurinn að því að repúblikanar reyni að ákæra Rosenstein.„Andskotist til að ljúka því“ Í brýnu sló á milli Rosenstein og nokkurra repúblikana sem gengu á hann á nefndarfundinum í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rosenstein benti þingmönnunum á að hann ynni ekki einn í ráðuneytinu þegar hann taldi að þeir væru að saka hann um að halda upplýsingum persónulega frá þeim. „Þú ert yfirmaðurinn, herra Rosenstein,“ greip Jim Jordan, einarður stuðningsmaður Trump, fram í fyrir aðstoðarráðherranum. Hann hafði spurt Rosenstein hvers vegna hann héldi gögnum frá þinginu og sakaði hann um að ritskoða skjöl til að halda vandræðalegum upplýsingum leyndum. „Það er rétt og mitt starf er að tryggja að við bregðumst við áhyggjum ykkar. Við höfum gert það, herra,“ svaraði Rosenstein að bragði byrstur. Trey Gowdy, þingmaður repúblikana sem einnig á sæti í leyniþjónustnefnd þingsins sem hefur gagnrýnt störf dómsmálaráðuneytisins og FBI, krafðist þess að Rosenstein lyki rannsókninni. „Ef þið hafið sönnunargögn um einhverja glæpi af hálfu Trump-framboðsins, leggið þau fyrir fjandans ákærudómstólinn. Ef þið hafið sönnunargögn um að þessi forseti hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt, kynnið þau fyrir bandarísku þjóðinni. Hvað sem þið hafið, andskotist þið að ljúka því,“ sagði Gowdy. Mueller hefur þegar ákært fyrrverandi kosningarstjóra og aðstoðarkosningarstjóra Trump, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans og fjölda annarra í tengslum við rannsóknina. Bæði Rosenstein og Wray, forstjóri FBI, eru repúblikanar sem voru skipaðir af Trump forseta.Rep. @Jim_Jordan: "Did you threaten to subpoena their calls and emails?"Deputy Attorney General Rosenstein: "No sir, and there's no way to subpoena phone calls."Jordan: "I'm reading what the press said."Rosenstein: "I would suggest that you not rely on what the press said." pic.twitter.com/kgsxhHTOlo— CSPAN (@cspan) June 28, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Comey gagnrýndur fyrir óhlýðni Í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gefin út, er Comey gagnrýndur sérstaklega fyrir meðhöndlun sína á rannsókn FBI varðandi tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. 6. júní 2018 15:57 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Fulltrúar repúblikana í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings byrstu sig við Rod Rosenstein, aðstoðardómsrmálaráðherra sem hefur umsjón með Rússarannsókninni, þegar hann kom fyrir nefndina í dag. Einn leiðtoga flokksins krafðist þess að Rosenstein lyki rannsókninni hið snarasta. Rosenstein hefur umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa í kringum kosningarnar árið 2016. Það féll í hans skaut eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði sig frá málum sem tengdust rannsókninni vegna þess að hann starfaði fyrir framboðið. Trump og bandamenn hans hafa gert Rosenstein að skotspóni sínum um margra mánaða skeið. Þeir hafa sakað dómsmálaráðuneytið og alríkislögregluna FBI um óeðlileg vinnubrögð í tengslum við rannsóknina og krafist gagna um hana. Þrátt fyrir að Rosenstein og Christopher Wray, forstjóri FBI, hafi ítrekað fundað með leiðtogum repúblikana og veitt þeim aðgang að hundruð þúsunda blaðsíðna af gögnum úr rannsókninni hafa repúblikanar sakað þá um um halda gögnum frá þingmönnum. Meirihluti repúblikana í fulltrúadeildinni samþykkti ályktun þar sem þeir gagnrýndu dómsmálaráðuneytið fyrir að verða ekki við kröfum þeirra um gögn úr Rússarannsókninni. Það er jafnvel talið forleikurinn að því að repúblikanar reyni að ákæra Rosenstein.„Andskotist til að ljúka því“ Í brýnu sló á milli Rosenstein og nokkurra repúblikana sem gengu á hann á nefndarfundinum í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rosenstein benti þingmönnunum á að hann ynni ekki einn í ráðuneytinu þegar hann taldi að þeir væru að saka hann um að halda upplýsingum persónulega frá þeim. „Þú ert yfirmaðurinn, herra Rosenstein,“ greip Jim Jordan, einarður stuðningsmaður Trump, fram í fyrir aðstoðarráðherranum. Hann hafði spurt Rosenstein hvers vegna hann héldi gögnum frá þinginu og sakaði hann um að ritskoða skjöl til að halda vandræðalegum upplýsingum leyndum. „Það er rétt og mitt starf er að tryggja að við bregðumst við áhyggjum ykkar. Við höfum gert það, herra,“ svaraði Rosenstein að bragði byrstur. Trey Gowdy, þingmaður repúblikana sem einnig á sæti í leyniþjónustnefnd þingsins sem hefur gagnrýnt störf dómsmálaráðuneytisins og FBI, krafðist þess að Rosenstein lyki rannsókninni. „Ef þið hafið sönnunargögn um einhverja glæpi af hálfu Trump-framboðsins, leggið þau fyrir fjandans ákærudómstólinn. Ef þið hafið sönnunargögn um að þessi forseti hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt, kynnið þau fyrir bandarísku þjóðinni. Hvað sem þið hafið, andskotist þið að ljúka því,“ sagði Gowdy. Mueller hefur þegar ákært fyrrverandi kosningarstjóra og aðstoðarkosningarstjóra Trump, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans og fjölda annarra í tengslum við rannsóknina. Bæði Rosenstein og Wray, forstjóri FBI, eru repúblikanar sem voru skipaðir af Trump forseta.Rep. @Jim_Jordan: "Did you threaten to subpoena their calls and emails?"Deputy Attorney General Rosenstein: "No sir, and there's no way to subpoena phone calls."Jordan: "I'm reading what the press said."Rosenstein: "I would suggest that you not rely on what the press said." pic.twitter.com/kgsxhHTOlo— CSPAN (@cspan) June 28, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Comey gagnrýndur fyrir óhlýðni Í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gefin út, er Comey gagnrýndur sérstaklega fyrir meðhöndlun sína á rannsókn FBI varðandi tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. 6. júní 2018 15:57 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48
Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00
Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52
Comey gagnrýndur fyrir óhlýðni Í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gefin út, er Comey gagnrýndur sérstaklega fyrir meðhöndlun sína á rannsókn FBI varðandi tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. 6. júní 2018 15:57