Almenningssamgöngur fötluðum vart valkostur Sveinn Arnarsson skrifar 29. júní 2018 08:00 Svo virðist vera sem almenningssamöngur frá höfuðborginni suður til Keflavíkurflugvallar séu ekki gerðar fyrir fatlað fólk. Fréttablaðið/Stefán Sjálfsbjörg og Öryrkjabandalag Íslands krefjast þess að samgönguráðuneytið, Vegagerðin og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum geri hreyfihömluðum kleift að nota almenningssamgöngur frá Reykjavík að Keflavíkurflugvelli. Nú sé sú leið ófær og benda félögin á að þetta samrýmist ekki lögum um farþegaflutninga. „Út frá samningi SÞ og réttindum fatlaðs fólks eigum við að hafa jafna möguleika. Það er því eðlilegt að við getum einnig komist milli Reykjavíkur og Keflavíkur eins og aðrir. Rekstraraðilinn verður að sjá til þess. Hann verður að gera ráð fyrir að allir geti notað þetta,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖryrkjabandalagsinsUm mitt ár 2017 voru sett ný lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Þau lög fólu í sér innleiðingu Evróputilskipunar um réttindi farþega í hópbifreiðum. Með gildistökunni jukust kröfur til sérleyfishafa og rekstraraðila almenningssamgangna um aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða. Þessi breyting felur einnig í sér að tryggja skuli aðgengi fatlaðra að stoppistöðvum og þjónustumiðstöðvum fyrir almenningssamgöngur. „Nauðsynlegt er að gera allar almenningssamgöngur aðgengilegri öllum. Fólk með hreyfihömlun má ekki verða útundan í uppbyggingu góðra almenningssamgangna,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra.Bergur Þorri Benjamínsson varaformaður Sjálfsbjargar.Fyrir gildistöku þessara laga var hvergi að finna í löggjöf hér á landi skýr ákvæði um rétt fólks með fötlun til aðgengis almenningssamgangna. Að mati þessara félaga var afleiðingin sú að aðgengi fólks með fötlun sat á hakanum þar sem um kostnaðarsamt úrræði væri að ræða og hagsmuna þeirra til að nýta sér almenningssamgöngur ekki gætt. „Flutningsaðilum er gert skylt að taka tillit til þarfa hreyfihamlaðra þar sem því verður við komið. Þegar teknar eru ákvarðanir um búnað í nýjum eða nýlegum ökutækjum,“ bætir Bergur Þorri við. „Þetta felur hreinlega í sér að frá og með 1. júní í fyrra, þegar lögin tóku gildi, er aðilum sem reka almenningssamgöngur óheimilt að kaupa inn ný ökutæki án þess að þau séu þannig búin að aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða sé tryggt.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Sjálfsbjörg og Öryrkjabandalag Íslands krefjast þess að samgönguráðuneytið, Vegagerðin og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum geri hreyfihömluðum kleift að nota almenningssamgöngur frá Reykjavík að Keflavíkurflugvelli. Nú sé sú leið ófær og benda félögin á að þetta samrýmist ekki lögum um farþegaflutninga. „Út frá samningi SÞ og réttindum fatlaðs fólks eigum við að hafa jafna möguleika. Það er því eðlilegt að við getum einnig komist milli Reykjavíkur og Keflavíkur eins og aðrir. Rekstraraðilinn verður að sjá til þess. Hann verður að gera ráð fyrir að allir geti notað þetta,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖryrkjabandalagsinsUm mitt ár 2017 voru sett ný lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Þau lög fólu í sér innleiðingu Evróputilskipunar um réttindi farþega í hópbifreiðum. Með gildistökunni jukust kröfur til sérleyfishafa og rekstraraðila almenningssamgangna um aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða. Þessi breyting felur einnig í sér að tryggja skuli aðgengi fatlaðra að stoppistöðvum og þjónustumiðstöðvum fyrir almenningssamgöngur. „Nauðsynlegt er að gera allar almenningssamgöngur aðgengilegri öllum. Fólk með hreyfihömlun má ekki verða útundan í uppbyggingu góðra almenningssamgangna,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra.Bergur Þorri Benjamínsson varaformaður Sjálfsbjargar.Fyrir gildistöku þessara laga var hvergi að finna í löggjöf hér á landi skýr ákvæði um rétt fólks með fötlun til aðgengis almenningssamgangna. Að mati þessara félaga var afleiðingin sú að aðgengi fólks með fötlun sat á hakanum þar sem um kostnaðarsamt úrræði væri að ræða og hagsmuna þeirra til að nýta sér almenningssamgöngur ekki gætt. „Flutningsaðilum er gert skylt að taka tillit til þarfa hreyfihamlaðra þar sem því verður við komið. Þegar teknar eru ákvarðanir um búnað í nýjum eða nýlegum ökutækjum,“ bætir Bergur Þorri við. „Þetta felur hreinlega í sér að frá og með 1. júní í fyrra, þegar lögin tóku gildi, er aðilum sem reka almenningssamgöngur óheimilt að kaupa inn ný ökutæki án þess að þau séu þannig búin að aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða sé tryggt.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira