Almenningssamgöngur fötluðum vart valkostur Sveinn Arnarsson skrifar 29. júní 2018 08:00 Svo virðist vera sem almenningssamöngur frá höfuðborginni suður til Keflavíkurflugvallar séu ekki gerðar fyrir fatlað fólk. Fréttablaðið/Stefán Sjálfsbjörg og Öryrkjabandalag Íslands krefjast þess að samgönguráðuneytið, Vegagerðin og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum geri hreyfihömluðum kleift að nota almenningssamgöngur frá Reykjavík að Keflavíkurflugvelli. Nú sé sú leið ófær og benda félögin á að þetta samrýmist ekki lögum um farþegaflutninga. „Út frá samningi SÞ og réttindum fatlaðs fólks eigum við að hafa jafna möguleika. Það er því eðlilegt að við getum einnig komist milli Reykjavíkur og Keflavíkur eins og aðrir. Rekstraraðilinn verður að sjá til þess. Hann verður að gera ráð fyrir að allir geti notað þetta,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖryrkjabandalagsinsUm mitt ár 2017 voru sett ný lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Þau lög fólu í sér innleiðingu Evróputilskipunar um réttindi farþega í hópbifreiðum. Með gildistökunni jukust kröfur til sérleyfishafa og rekstraraðila almenningssamgangna um aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða. Þessi breyting felur einnig í sér að tryggja skuli aðgengi fatlaðra að stoppistöðvum og þjónustumiðstöðvum fyrir almenningssamgöngur. „Nauðsynlegt er að gera allar almenningssamgöngur aðgengilegri öllum. Fólk með hreyfihömlun má ekki verða útundan í uppbyggingu góðra almenningssamgangna,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra.Bergur Þorri Benjamínsson varaformaður Sjálfsbjargar.Fyrir gildistöku þessara laga var hvergi að finna í löggjöf hér á landi skýr ákvæði um rétt fólks með fötlun til aðgengis almenningssamgangna. Að mati þessara félaga var afleiðingin sú að aðgengi fólks með fötlun sat á hakanum þar sem um kostnaðarsamt úrræði væri að ræða og hagsmuna þeirra til að nýta sér almenningssamgöngur ekki gætt. „Flutningsaðilum er gert skylt að taka tillit til þarfa hreyfihamlaðra þar sem því verður við komið. Þegar teknar eru ákvarðanir um búnað í nýjum eða nýlegum ökutækjum,“ bætir Bergur Þorri við. „Þetta felur hreinlega í sér að frá og með 1. júní í fyrra, þegar lögin tóku gildi, er aðilum sem reka almenningssamgöngur óheimilt að kaupa inn ný ökutæki án þess að þau séu þannig búin að aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða sé tryggt.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira
Sjálfsbjörg og Öryrkjabandalag Íslands krefjast þess að samgönguráðuneytið, Vegagerðin og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum geri hreyfihömluðum kleift að nota almenningssamgöngur frá Reykjavík að Keflavíkurflugvelli. Nú sé sú leið ófær og benda félögin á að þetta samrýmist ekki lögum um farþegaflutninga. „Út frá samningi SÞ og réttindum fatlaðs fólks eigum við að hafa jafna möguleika. Það er því eðlilegt að við getum einnig komist milli Reykjavíkur og Keflavíkur eins og aðrir. Rekstraraðilinn verður að sjá til þess. Hann verður að gera ráð fyrir að allir geti notað þetta,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖryrkjabandalagsinsUm mitt ár 2017 voru sett ný lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Þau lög fólu í sér innleiðingu Evróputilskipunar um réttindi farþega í hópbifreiðum. Með gildistökunni jukust kröfur til sérleyfishafa og rekstraraðila almenningssamgangna um aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða. Þessi breyting felur einnig í sér að tryggja skuli aðgengi fatlaðra að stoppistöðvum og þjónustumiðstöðvum fyrir almenningssamgöngur. „Nauðsynlegt er að gera allar almenningssamgöngur aðgengilegri öllum. Fólk með hreyfihömlun má ekki verða útundan í uppbyggingu góðra almenningssamgangna,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra.Bergur Þorri Benjamínsson varaformaður Sjálfsbjargar.Fyrir gildistöku þessara laga var hvergi að finna í löggjöf hér á landi skýr ákvæði um rétt fólks með fötlun til aðgengis almenningssamgangna. Að mati þessara félaga var afleiðingin sú að aðgengi fólks með fötlun sat á hakanum þar sem um kostnaðarsamt úrræði væri að ræða og hagsmuna þeirra til að nýta sér almenningssamgöngur ekki gætt. „Flutningsaðilum er gert skylt að taka tillit til þarfa hreyfihamlaðra þar sem því verður við komið. Þegar teknar eru ákvarðanir um búnað í nýjum eða nýlegum ökutækjum,“ bætir Bergur Þorri við. „Þetta felur hreinlega í sér að frá og með 1. júní í fyrra, þegar lögin tóku gildi, er aðilum sem reka almenningssamgöngur óheimilt að kaupa inn ný ökutæki án þess að þau séu þannig búin að aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða sé tryggt.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira