Þrælalán á Íslandi Þorsteinn Sæmundsson skrifar 29. júní 2018 09:37 Fasteignalán á Íslandi, vaxtakjör þeirra og verðtrygging er mörgum ráðgáta, ekki síst ferðalöngum frá þróuðum og siðuðum þjóðum. Það er erfitt að útskýra fyrir fólki sem býr við þróaðan fasteignamarkað og stöðug vaxtakjör hvernig lánveitendur á Íslandi hafa öll spil a hendi gagnvart lántakendum. Það er heldur ekki hægt að útskýra fyrir sama fólki hvernig lán heimila og fyrirtækja hækka um milljarðatugi á ári þegar verðbólga er lág og stöðug og sömu milljarðatugir flæða úr vösum heimila og fyrirtækja í hirzlur fjármálastofnana. Góður félagi minn rekur ferðaþjónustu og tekur á móti gestum hvaðanæva að. Hann á góðar samræður við marga þeirra og reynir eftir getu að upplýsa gesti sína um hvaðeina sem snertir Ísland og Íslendinga. Nýverið bar að garði hjá honum svissneskan hagfræðing sem var forvitinn um samskipti Íslendinga og fjármálakerfisins. Félagi minn reyndi að útskýra fyrir gestinum frá Sviss hvernig lánakjörum húsnæðiskaupenda er háttað. Gesturinn spurði: „Borgið þið semsagt verðbætur ofan á vexti sem eru 3-5%?“ Svarið var að sjálfsögðu já. „Og þið borgið höfuðstól 40 ára húsnæðisláns u.þ.b. fjórum sinnum á lánstímanum?“ Svarið var einnig já. „Og fjármálastofnunin tekur enga áhættu. Áhættan er öll hjá lántaka?“ spurði svissneski gesturinn. Svarið var enn já. „En þetta eru þrælalán“ sagði sá svissneski. „Þeir sem búa við slík lánakjör eru þrælar lánveitendanna.“ Félagi minn gat ekki þrætt fyrir það. „Ef svona kjör byðust í Sviss yrðu uppþot á götum úti“ sagði gesturinn. Ekki gat félagi minn þrætt fyrir það. Næst barst talið að vaxtakjörum og ég vitna orðrétt í frásögn félaga míns: Eftir að hann hafði áttað sig á verðtryggðum lánum til almennings hér, sem hann kallaði „Slave loans“ þá fór hann að velta fyrir sér vöxtum og vaxtastigi hér. Þá hófst kafli tvö í að gera manninn enn þá meir undrandi. „Stýrivextir 5%?“ og hann gapti af undrun. Það gat hann engan vegin skilið eftir að ég hafði útskýrt fyrir honum hver verðbólgan væri og það sérstaklega að það væri verðhjöðnun án húsnæðisliðar neysluverðs vísitölunnar. „Í Sviss væru stýrivextir í mínus og yrðu í svona aðstæðum.“ Þá komum við inn á tilgang stýrivaxta og stýringu gagnvart verðbólgu. Hann gat engan vegið séð hvernig stýrivextir eiga að virka á verðtryggðu lánin (Við vorum 100% sammála um að þeir gera það ekki) Þá leiddist talið út í hvernig þetta hefur áhrif á gengið og hvernig það hefur styrkst gríðarlega eftir stýrivaxtahækkunina haustið 2015. Hann sagði þá „En fjármagn hlýtur að leita í þennan gríðarlega vaxtamun, það fæst hvergi svona há og örugg ávöxtun?“ Mitt svar var einfaldlega „Já að sjálfsögðu leitar fjármagn í þetta“ „Og þið borgið bara með bros á vör sagði hann þá og glotti“ (árlega miljarðatuga færsla frá heimilum og fyrirtækjum til fjármagnseigenda) því næst sagði hann „Og styrkja menn gengið til að halda niðri verðbólgu sem er ekki til í raun og drepa um leið tekjuöflunina“ Í stuttu máli þá sagði hann þetta er ekki í lagi að neinu leiti og við vorum algerlega sammála um það. Algjört vaxtaokur, þrælalán og tekjuöflun drepin... „Til hvers er eiginlega þessi Seðlabanki ykkar, það gengur aldrei svona að reka þjóðfélag svo að hlutirnir virki“ voru síðustu orða hans um leið og við kvöddumst. Nei það er nú heila málið - Svona getur rekstur þjóðfélags og heimila aldrei gengið Svo mörg voru þau orð. Greinarhöfundur reyndi sjálfur nýlega að útskýra sömu hluti fyrir Finna sem hann hitti á fundi en Finnar hafa upplifað þó nokkrar hremmingar í efnahagsmálum undanfarin tuttugu ár eða svo. Það var að sjálfsögðu ekki nokkur vegur að útskýra þetta ástand fyrir viðkomandi. Spurningin sem íslenskir stjórmálamenn þurfa að spyrja sig er hinsvegar þessi: „Hvernig getum við fengið ungt fólk til að setjast að á Íslandi við þessar aðstæður? Sá tími er skammt undan að við verðum spurð: Hvers vegna í ósköpunum eru þið ekki búin að breyta þessu?“ Svari nú hver fyrir sig.Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Fasteignalán á Íslandi, vaxtakjör þeirra og verðtrygging er mörgum ráðgáta, ekki síst ferðalöngum frá þróuðum og siðuðum þjóðum. Það er erfitt að útskýra fyrir fólki sem býr við þróaðan fasteignamarkað og stöðug vaxtakjör hvernig lánveitendur á Íslandi hafa öll spil a hendi gagnvart lántakendum. Það er heldur ekki hægt að útskýra fyrir sama fólki hvernig lán heimila og fyrirtækja hækka um milljarðatugi á ári þegar verðbólga er lág og stöðug og sömu milljarðatugir flæða úr vösum heimila og fyrirtækja í hirzlur fjármálastofnana. Góður félagi minn rekur ferðaþjónustu og tekur á móti gestum hvaðanæva að. Hann á góðar samræður við marga þeirra og reynir eftir getu að upplýsa gesti sína um hvaðeina sem snertir Ísland og Íslendinga. Nýverið bar að garði hjá honum svissneskan hagfræðing sem var forvitinn um samskipti Íslendinga og fjármálakerfisins. Félagi minn reyndi að útskýra fyrir gestinum frá Sviss hvernig lánakjörum húsnæðiskaupenda er háttað. Gesturinn spurði: „Borgið þið semsagt verðbætur ofan á vexti sem eru 3-5%?“ Svarið var að sjálfsögðu já. „Og þið borgið höfuðstól 40 ára húsnæðisláns u.þ.b. fjórum sinnum á lánstímanum?“ Svarið var einnig já. „Og fjármálastofnunin tekur enga áhættu. Áhættan er öll hjá lántaka?“ spurði svissneski gesturinn. Svarið var enn já. „En þetta eru þrælalán“ sagði sá svissneski. „Þeir sem búa við slík lánakjör eru þrælar lánveitendanna.“ Félagi minn gat ekki þrætt fyrir það. „Ef svona kjör byðust í Sviss yrðu uppþot á götum úti“ sagði gesturinn. Ekki gat félagi minn þrætt fyrir það. Næst barst talið að vaxtakjörum og ég vitna orðrétt í frásögn félaga míns: Eftir að hann hafði áttað sig á verðtryggðum lánum til almennings hér, sem hann kallaði „Slave loans“ þá fór hann að velta fyrir sér vöxtum og vaxtastigi hér. Þá hófst kafli tvö í að gera manninn enn þá meir undrandi. „Stýrivextir 5%?“ og hann gapti af undrun. Það gat hann engan vegin skilið eftir að ég hafði útskýrt fyrir honum hver verðbólgan væri og það sérstaklega að það væri verðhjöðnun án húsnæðisliðar neysluverðs vísitölunnar. „Í Sviss væru stýrivextir í mínus og yrðu í svona aðstæðum.“ Þá komum við inn á tilgang stýrivaxta og stýringu gagnvart verðbólgu. Hann gat engan vegið séð hvernig stýrivextir eiga að virka á verðtryggðu lánin (Við vorum 100% sammála um að þeir gera það ekki) Þá leiddist talið út í hvernig þetta hefur áhrif á gengið og hvernig það hefur styrkst gríðarlega eftir stýrivaxtahækkunina haustið 2015. Hann sagði þá „En fjármagn hlýtur að leita í þennan gríðarlega vaxtamun, það fæst hvergi svona há og örugg ávöxtun?“ Mitt svar var einfaldlega „Já að sjálfsögðu leitar fjármagn í þetta“ „Og þið borgið bara með bros á vör sagði hann þá og glotti“ (árlega miljarðatuga færsla frá heimilum og fyrirtækjum til fjármagnseigenda) því næst sagði hann „Og styrkja menn gengið til að halda niðri verðbólgu sem er ekki til í raun og drepa um leið tekjuöflunina“ Í stuttu máli þá sagði hann þetta er ekki í lagi að neinu leiti og við vorum algerlega sammála um það. Algjört vaxtaokur, þrælalán og tekjuöflun drepin... „Til hvers er eiginlega þessi Seðlabanki ykkar, það gengur aldrei svona að reka þjóðfélag svo að hlutirnir virki“ voru síðustu orða hans um leið og við kvöddumst. Nei það er nú heila málið - Svona getur rekstur þjóðfélags og heimila aldrei gengið Svo mörg voru þau orð. Greinarhöfundur reyndi sjálfur nýlega að útskýra sömu hluti fyrir Finna sem hann hitti á fundi en Finnar hafa upplifað þó nokkrar hremmingar í efnahagsmálum undanfarin tuttugu ár eða svo. Það var að sjálfsögðu ekki nokkur vegur að útskýra þetta ástand fyrir viðkomandi. Spurningin sem íslenskir stjórmálamenn þurfa að spyrja sig er hinsvegar þessi: „Hvernig getum við fengið ungt fólk til að setjast að á Íslandi við þessar aðstæður? Sá tími er skammt undan að við verðum spurð: Hvers vegna í ósköpunum eru þið ekki búin að breyta þessu?“ Svari nú hver fyrir sig.Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun