Byssumaðurinn áreitti konu svo mánuðum skipti Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2018 14:46 Jarrod Warren Ramos. Hann var ákærður fyrir fimmfalt morð í dag. Vísir/AP Svo virðist sem mannskæð skotárás í borginni Annapolis í Maryland í gær hafi átt sér langan aðdraganda. Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir verknaðinn áreitti starfsmenn blaðsins í mörg ár áður en hann lét til skarar skríða. Hinn 38 ára Jarrod Warren Ramos var ákærður fyrir fimmfalt morð í dag en hann er sagður hafa ráðist inn á skrifstofu dagblaðsins The Capital Gazette og hafið þar skothríð. Greint hefur verið frá því að Ramos hafi stefnt dagblaðinu The Capital Gazette fyrir meiðyrði árið 2012. Stefnan grundvallaðist á umfjöllun blaðsins um dóm sem Ramos hlaut fyrir áreitni en fimm dögum eftir að hann var sakfelldur birtist frásögn eins þolanda hans í blaðinu.Sjá einnig: Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Í umfjölluninni lýsir konan því að Ramos hafi haft samband við sig á Facebook en þau hafi gengið í sama framhaldsskóla. Hann hafi þakkað henni fyrir að hafa verið eini nemandinn í skólanum sem heilsaði honum á göngunum og var vinaleg við hann. Konan sagðist hafa svarað Ramos, þar eð henni virtist hann eiga við vandamál að stríða, og lagði til að hann leitaði sér hjálpar. Í kjölfarið hafi Ramos byrjað að senda henni tölvpósta þar sem hann ýmist bað hana um hjálp eða kallaði hana öllum illum nöfnum. Konan sagði Ramos ekki hafa hætt sendingunum, sem stóðu yfir í marga mánuði, fyrr en hún hringdi á lögreglu. Nokkrum mánuðum síðar hóf Ramos aftur að senda henni tölvupósta, sem konan segir hafa verið enn andstyggilegri en hinir fyrri.NEW: The Capital Gazette shooter, Jarrod Ramos, was the subject of a Capital article in which he's described threatening and harassing a woman on Facebook. According to the article, he had pleaded guilty in 2011 to a misdemeanor harassment charge. pic.twitter.com/NFSuuiycRx— dell cameron (@dellcam) June 29, 2018 Þá áreitti Ramos blaðamenn The Capital Gazette reglulega á Twitter. Í einni færslunni sagðist hann myndu hafa ánægju af því að dagblaðið legði upp laupana en að það yrði „betra“ ef tveir af blaðamönnum þess „hættu að anda.“ Í annarri færslu beindi hann spjótum sínum að blaðamanninum Rob Hiaasen sem lést í árásinni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn ákærður fyrir fimm morð Ramos er talinn hafa hafið skothríð á skrifstofu The Capital Gazette í gær og notaðist við skammbyssu og reyksprengur til að fremja voðaverkið. 29. júní 2018 09:47 Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46 Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Svo virðist sem mannskæð skotárás í borginni Annapolis í Maryland í gær hafi átt sér langan aðdraganda. Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir verknaðinn áreitti starfsmenn blaðsins í mörg ár áður en hann lét til skarar skríða. Hinn 38 ára Jarrod Warren Ramos var ákærður fyrir fimmfalt morð í dag en hann er sagður hafa ráðist inn á skrifstofu dagblaðsins The Capital Gazette og hafið þar skothríð. Greint hefur verið frá því að Ramos hafi stefnt dagblaðinu The Capital Gazette fyrir meiðyrði árið 2012. Stefnan grundvallaðist á umfjöllun blaðsins um dóm sem Ramos hlaut fyrir áreitni en fimm dögum eftir að hann var sakfelldur birtist frásögn eins þolanda hans í blaðinu.Sjá einnig: Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Í umfjölluninni lýsir konan því að Ramos hafi haft samband við sig á Facebook en þau hafi gengið í sama framhaldsskóla. Hann hafi þakkað henni fyrir að hafa verið eini nemandinn í skólanum sem heilsaði honum á göngunum og var vinaleg við hann. Konan sagðist hafa svarað Ramos, þar eð henni virtist hann eiga við vandamál að stríða, og lagði til að hann leitaði sér hjálpar. Í kjölfarið hafi Ramos byrjað að senda henni tölvpósta þar sem hann ýmist bað hana um hjálp eða kallaði hana öllum illum nöfnum. Konan sagði Ramos ekki hafa hætt sendingunum, sem stóðu yfir í marga mánuði, fyrr en hún hringdi á lögreglu. Nokkrum mánuðum síðar hóf Ramos aftur að senda henni tölvupósta, sem konan segir hafa verið enn andstyggilegri en hinir fyrri.NEW: The Capital Gazette shooter, Jarrod Ramos, was the subject of a Capital article in which he's described threatening and harassing a woman on Facebook. According to the article, he had pleaded guilty in 2011 to a misdemeanor harassment charge. pic.twitter.com/NFSuuiycRx— dell cameron (@dellcam) June 29, 2018 Þá áreitti Ramos blaðamenn The Capital Gazette reglulega á Twitter. Í einni færslunni sagðist hann myndu hafa ánægju af því að dagblaðið legði upp laupana en að það yrði „betra“ ef tveir af blaðamönnum þess „hættu að anda.“ Í annarri færslu beindi hann spjótum sínum að blaðamanninum Rob Hiaasen sem lést í árásinni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn ákærður fyrir fimm morð Ramos er talinn hafa hafið skothríð á skrifstofu The Capital Gazette í gær og notaðist við skammbyssu og reyksprengur til að fremja voðaverkið. 29. júní 2018 09:47 Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46 Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Árásarmaðurinn ákærður fyrir fimm morð Ramos er talinn hafa hafið skothríð á skrifstofu The Capital Gazette í gær og notaðist við skammbyssu og reyksprengur til að fremja voðaverkið. 29. júní 2018 09:47
Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46
Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35