Byssumaðurinn áreitti konu svo mánuðum skipti Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2018 14:46 Jarrod Warren Ramos. Hann var ákærður fyrir fimmfalt morð í dag. Vísir/AP Svo virðist sem mannskæð skotárás í borginni Annapolis í Maryland í gær hafi átt sér langan aðdraganda. Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir verknaðinn áreitti starfsmenn blaðsins í mörg ár áður en hann lét til skarar skríða. Hinn 38 ára Jarrod Warren Ramos var ákærður fyrir fimmfalt morð í dag en hann er sagður hafa ráðist inn á skrifstofu dagblaðsins The Capital Gazette og hafið þar skothríð. Greint hefur verið frá því að Ramos hafi stefnt dagblaðinu The Capital Gazette fyrir meiðyrði árið 2012. Stefnan grundvallaðist á umfjöllun blaðsins um dóm sem Ramos hlaut fyrir áreitni en fimm dögum eftir að hann var sakfelldur birtist frásögn eins þolanda hans í blaðinu.Sjá einnig: Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Í umfjölluninni lýsir konan því að Ramos hafi haft samband við sig á Facebook en þau hafi gengið í sama framhaldsskóla. Hann hafi þakkað henni fyrir að hafa verið eini nemandinn í skólanum sem heilsaði honum á göngunum og var vinaleg við hann. Konan sagðist hafa svarað Ramos, þar eð henni virtist hann eiga við vandamál að stríða, og lagði til að hann leitaði sér hjálpar. Í kjölfarið hafi Ramos byrjað að senda henni tölvpósta þar sem hann ýmist bað hana um hjálp eða kallaði hana öllum illum nöfnum. Konan sagði Ramos ekki hafa hætt sendingunum, sem stóðu yfir í marga mánuði, fyrr en hún hringdi á lögreglu. Nokkrum mánuðum síðar hóf Ramos aftur að senda henni tölvupósta, sem konan segir hafa verið enn andstyggilegri en hinir fyrri.NEW: The Capital Gazette shooter, Jarrod Ramos, was the subject of a Capital article in which he's described threatening and harassing a woman on Facebook. According to the article, he had pleaded guilty in 2011 to a misdemeanor harassment charge. pic.twitter.com/NFSuuiycRx— dell cameron (@dellcam) June 29, 2018 Þá áreitti Ramos blaðamenn The Capital Gazette reglulega á Twitter. Í einni færslunni sagðist hann myndu hafa ánægju af því að dagblaðið legði upp laupana en að það yrði „betra“ ef tveir af blaðamönnum þess „hættu að anda.“ Í annarri færslu beindi hann spjótum sínum að blaðamanninum Rob Hiaasen sem lést í árásinni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn ákærður fyrir fimm morð Ramos er talinn hafa hafið skothríð á skrifstofu The Capital Gazette í gær og notaðist við skammbyssu og reyksprengur til að fremja voðaverkið. 29. júní 2018 09:47 Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46 Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Svo virðist sem mannskæð skotárás í borginni Annapolis í Maryland í gær hafi átt sér langan aðdraganda. Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir verknaðinn áreitti starfsmenn blaðsins í mörg ár áður en hann lét til skarar skríða. Hinn 38 ára Jarrod Warren Ramos var ákærður fyrir fimmfalt morð í dag en hann er sagður hafa ráðist inn á skrifstofu dagblaðsins The Capital Gazette og hafið þar skothríð. Greint hefur verið frá því að Ramos hafi stefnt dagblaðinu The Capital Gazette fyrir meiðyrði árið 2012. Stefnan grundvallaðist á umfjöllun blaðsins um dóm sem Ramos hlaut fyrir áreitni en fimm dögum eftir að hann var sakfelldur birtist frásögn eins þolanda hans í blaðinu.Sjá einnig: Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Í umfjölluninni lýsir konan því að Ramos hafi haft samband við sig á Facebook en þau hafi gengið í sama framhaldsskóla. Hann hafi þakkað henni fyrir að hafa verið eini nemandinn í skólanum sem heilsaði honum á göngunum og var vinaleg við hann. Konan sagðist hafa svarað Ramos, þar eð henni virtist hann eiga við vandamál að stríða, og lagði til að hann leitaði sér hjálpar. Í kjölfarið hafi Ramos byrjað að senda henni tölvpósta þar sem hann ýmist bað hana um hjálp eða kallaði hana öllum illum nöfnum. Konan sagði Ramos ekki hafa hætt sendingunum, sem stóðu yfir í marga mánuði, fyrr en hún hringdi á lögreglu. Nokkrum mánuðum síðar hóf Ramos aftur að senda henni tölvupósta, sem konan segir hafa verið enn andstyggilegri en hinir fyrri.NEW: The Capital Gazette shooter, Jarrod Ramos, was the subject of a Capital article in which he's described threatening and harassing a woman on Facebook. According to the article, he had pleaded guilty in 2011 to a misdemeanor harassment charge. pic.twitter.com/NFSuuiycRx— dell cameron (@dellcam) June 29, 2018 Þá áreitti Ramos blaðamenn The Capital Gazette reglulega á Twitter. Í einni færslunni sagðist hann myndu hafa ánægju af því að dagblaðið legði upp laupana en að það yrði „betra“ ef tveir af blaðamönnum þess „hættu að anda.“ Í annarri færslu beindi hann spjótum sínum að blaðamanninum Rob Hiaasen sem lést í árásinni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn ákærður fyrir fimm morð Ramos er talinn hafa hafið skothríð á skrifstofu The Capital Gazette í gær og notaðist við skammbyssu og reyksprengur til að fremja voðaverkið. 29. júní 2018 09:47 Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46 Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Árásarmaðurinn ákærður fyrir fimm morð Ramos er talinn hafa hafið skothríð á skrifstofu The Capital Gazette í gær og notaðist við skammbyssu og reyksprengur til að fremja voðaverkið. 29. júní 2018 09:47
Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46
Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35