„Þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi“ Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 13. júní 2018 11:30 Albert gæti orðið leiðtogi í íslenska landsliðinu einn daginn en miklar vonir eru bundnar við hann í framtíðinni. Vísir/Vilhelm Albert Guðmundsson er einn efnilegasti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þetta er niðustaða Goal.com sem setti KR-inginn uppalda í áttunda sæti listans sem franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe leiðir. Albert segir lífið í Rússlandi rólegt en skemmtilegt. Það sé gott að vera kominn út, hér sé einbeitingin alfarið á verkefnið frekar en heima fyrir brottför þar sem áreitið var mikið. Á hótelinu sé allt til alls. „Staffið er að gera allt sitt besta svo við þurfum ekki að gera handtak,“ segir Albert. Ekkert hafi komið á óvart en sem komið en Albert á von á að það breytist þegar nær dregur leikjunum. „Þetta verður augljóslega stórt en þetta verður bara gaman.“Strákarnir á æfingu í Kabardinka í Gelendzhik þar sem sólin er alltaf í heimsókn.Vísir/VilhelmHann telur auðveldara fyrir íslenska liðið að undirbúa sig fyrir að mæta Argentínu en öfugt. „Við höfum séð þessa gæja spila í bestu liðum í Evrópu. Við vitum hvernig týpur þeir eru,“ segir Albert. Þeir séu kandídatar í að verða heimsmeistarar. „Já, þess vegna en ef þú hefðir spurt hvort við værum það hefði ég sagt það um okkur.“ Hann segist gera sér vonir um að spila í öllum leikjum. Þannig vilji hann undirbúa sig fyrir leiki og vera klár, ef og þegar kallið kemur. Frekar en að reikna ekki með mínútum og vera ekki klár á því augnabliki sem hans krafta er þörf.Þorgrímur Þráinsson og Ríkharður Daðason eru strákunum til halds og trausts.Vísir/VilhelmÁ hótelinu stytta strákarnir sér stundir í „players lounge“. „Þar erum við að chilla nokkrir saman. Þar erum við með pool borð, borðtennisborð, pílukast og bíósal,“ segir framherjinn og þar drepi þeir tíma. Svo er einhver rússneskur pool leikur sem fáir sklja nokkuð í. Kristinn V. Jóhannsson búningastjóri hefur sagt vandamálið það að kúlurnar séu stærri en vasarnir sem þær eigi að fara ofan í. „Það er mjög erfitt að ná tökum á þessum leik, mjög erfitt að skora,“ segir Albert. Leikmennirnir þrír sem búa og spila fótbolta í Rússlandi geti lítið hjálpað þeim. „Þeir hafa ekki kynnt sér þetta nógu vel því það leit ekkert sérstaklega út þegar þeir voru að reyna að kenna okkur þetta,“ segir Albert. Björn Bergmann, Ragnar og Sverrir Ingi spila með liði Rostov í samnefndri borg.Blaðamaður Goal.com bendir réttilega á að Albert verður 21 árs þann 15. júní.Goal.comAlbert var í áttunda sæti á lista Goal.com á dögunum yfir efnilegustu leikmenn á HM. „Það er auðvitað mikill heiður að vera í þessum flotta hóp. Ég sá hann einmitt en þetta er ekkert sem er að fara að slá mig útaf laginu. Ég held mínum fókus og einbeiti mér að verkefninu,“ segir Albert. Í landsliðinu er grínast um allt og ekkert en Albert segir ekkert hafa verið skotið á hann útaf listanum góða. „Nei, ekki þannig. Ég held að þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi. Það er samt banter allan daginn en ekki beint um þetta,“ segir Albert. Honum líður vel í Rússlandi og til marks um það sefur hann afar vel. „Ég sef bara eins og barnið sem ég kannski er.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Albert Guðmundsson er einn efnilegasti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þetta er niðustaða Goal.com sem setti KR-inginn uppalda í áttunda sæti listans sem franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe leiðir. Albert segir lífið í Rússlandi rólegt en skemmtilegt. Það sé gott að vera kominn út, hér sé einbeitingin alfarið á verkefnið frekar en heima fyrir brottför þar sem áreitið var mikið. Á hótelinu sé allt til alls. „Staffið er að gera allt sitt besta svo við þurfum ekki að gera handtak,“ segir Albert. Ekkert hafi komið á óvart en sem komið en Albert á von á að það breytist þegar nær dregur leikjunum. „Þetta verður augljóslega stórt en þetta verður bara gaman.“Strákarnir á æfingu í Kabardinka í Gelendzhik þar sem sólin er alltaf í heimsókn.Vísir/VilhelmHann telur auðveldara fyrir íslenska liðið að undirbúa sig fyrir að mæta Argentínu en öfugt. „Við höfum séð þessa gæja spila í bestu liðum í Evrópu. Við vitum hvernig týpur þeir eru,“ segir Albert. Þeir séu kandídatar í að verða heimsmeistarar. „Já, þess vegna en ef þú hefðir spurt hvort við værum það hefði ég sagt það um okkur.“ Hann segist gera sér vonir um að spila í öllum leikjum. Þannig vilji hann undirbúa sig fyrir leiki og vera klár, ef og þegar kallið kemur. Frekar en að reikna ekki með mínútum og vera ekki klár á því augnabliki sem hans krafta er þörf.Þorgrímur Þráinsson og Ríkharður Daðason eru strákunum til halds og trausts.Vísir/VilhelmÁ hótelinu stytta strákarnir sér stundir í „players lounge“. „Þar erum við að chilla nokkrir saman. Þar erum við með pool borð, borðtennisborð, pílukast og bíósal,“ segir framherjinn og þar drepi þeir tíma. Svo er einhver rússneskur pool leikur sem fáir sklja nokkuð í. Kristinn V. Jóhannsson búningastjóri hefur sagt vandamálið það að kúlurnar séu stærri en vasarnir sem þær eigi að fara ofan í. „Það er mjög erfitt að ná tökum á þessum leik, mjög erfitt að skora,“ segir Albert. Leikmennirnir þrír sem búa og spila fótbolta í Rússlandi geti lítið hjálpað þeim. „Þeir hafa ekki kynnt sér þetta nógu vel því það leit ekkert sérstaklega út þegar þeir voru að reyna að kenna okkur þetta,“ segir Albert. Björn Bergmann, Ragnar og Sverrir Ingi spila með liði Rostov í samnefndri borg.Blaðamaður Goal.com bendir réttilega á að Albert verður 21 árs þann 15. júní.Goal.comAlbert var í áttunda sæti á lista Goal.com á dögunum yfir efnilegustu leikmenn á HM. „Það er auðvitað mikill heiður að vera í þessum flotta hóp. Ég sá hann einmitt en þetta er ekkert sem er að fara að slá mig útaf laginu. Ég held mínum fókus og einbeiti mér að verkefninu,“ segir Albert. Í landsliðinu er grínast um allt og ekkert en Albert segir ekkert hafa verið skotið á hann útaf listanum góða. „Nei, ekki þannig. Ég held að þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi. Það er samt banter allan daginn en ekki beint um þetta,“ segir Albert. Honum líður vel í Rússlandi og til marks um það sefur hann afar vel. „Ég sef bara eins og barnið sem ég kannski er.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira