Stórfelld tækifæri við friðlýsingar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. júní 2018 07:00 Náttúra Íslands er stórbrotin og það er sameiginlegt verkefni okkar að gæta hennar vel. Þótt náttúruvernd hljóti alltaf að verða náttúrunnar vegna er einnig mikilvægt að nálgast hana út frá hagrænum og samfélagslegum þáttum. Hvaða tækifæri felast til dæmis í friðlýsingu svæða fyrir byggðir landsins? Fyrir ferðaþjónustuna, bændur, landeigendur og okkur öll sem samfélag? Náttúruvernd og efnahagsmálum hefur gjarnan verið stillt upp sem andstæðum, en svo er ekki. Ég vil nálgast málið á annan hátt. Síðastliðinn föstudag kynnti ég í ríkisstjórn áform um átak í friðlýsingum en í stjórnarsáttmálanum er kveðið á það. Átakið felur í sér að friðlýsa svæði sem njóta eiga verndar gegn orkunýtingu (verndarflokkur rammaáætlunar), sem og svæði á eldri náttúruverndaráætlunum sem ályktað hefur verið um að friðlýsa en hefur ekki verið lokið. Í stjórnarsáttmála er einnig tilgreint að stofna beri þjóðgarð á miðhálendinu og að beita friðlýsingum á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi vegna ferðamanna. Aukið fjármagn hefur þegar verið sett í þetta, sem er lykilatriði.Gildir það sama um Geysi og Hornstrandir? Á Íslandi eru nú þegar vel yfir 100 friðlýst svæði. Friðlýsingar eru þannig ekki nýjar af nálinni en áherslan nú er að nálgast þær út frá þeim margvíslegu tækifærum sem þær fela í sér. Sú mýta hefur verið lífseig að allt sé bannað á öllum friðlýstum svæðum. Það er þó ekki raunin. Á sumum svæðum eru einhverjar takmarkanir, t.d. á Hornströndum þar sem markmiðið er að halda byggingum og innviðum í lágmarki til að náttúran haldist villt og lítt snortin. Annars staðar getur hins vegar einmitt verið um uppbyggingu innviða að ræða til að vernda náttúruna, svo sem á Þingvöllum og Geysi, þar sem svæðin lægju að öðrum kosti undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Á enn öðrum náttúruverndarsvæðum eru flestar hefðbundnar nytjar leyfðar svo framarlega að þær uppfylli markmið um sjálfbærni. Hver eru áhrifin? Náttúruvernd getur haft mikil jákvæð efnahagsleg áhrif, ekki síst vegna þeirra möguleika sem snúa að ferðaþjónustu. Líkt og við þekkjum vel nefna langflestir ferðamenn sem hingað koma náttúruna sem helstu ástæðu Íslandsfarar. Tímamótarannsókn innan Háskóla Íslands leiddi í ljós að fyrir hverja krónu sem ríkið lagði til Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls komu 58 krónur til baka til samfélagsins. Nærri helmingur af því sem garðurinn skilaði þjóðarbúinu varð eftir á Snæfellsnesinu. Þetta eru frábærar fréttir en ein rannsókn er ekki nóg. Við þurfum að skilja betur þau efnahagslegu áhrif sem friðlýsing hefur, ekki síst á byggðirnar í kring. Af þeim sökum hef ég ákveðið að láta mæla efnahagsleg áhrif náttúruverndarsvæða víða um land, alls á ellefu stöðum. Hagfræðistofnun HÍ hefur þegar hafið þessa vinnu. Sóknarfæri fyrir dreifðar byggðir Annað spennandi verkefni sem er framundan er svokölluð sviðsmyndagreining fyrir nokkur tiltekin svæði sem hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar, þar með talið stór víðernissvæði. Valin verða þrjú til fimm svæði til að kanna þau tækifæri sem friðlýsing þessara svæða gæti falið í sér. Markmiðið er að líta sérstaklega til dreifðra byggða. Ég vil einnig horfa til aukins samstarfs við bændur og aðra landeigendur um náttúruvernd, enda eru mörg svæði sem skipta miklu fyrir náttúruvernd í einkaeigu. Ég hlakka til þessarar vinnu með samstarfsfólki mínu í ráðuneytinu, Umhverfisstofnun og síðast en ekki síst fólkinu í landinu.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er stórbrotin og það er sameiginlegt verkefni okkar að gæta hennar vel. Þótt náttúruvernd hljóti alltaf að verða náttúrunnar vegna er einnig mikilvægt að nálgast hana út frá hagrænum og samfélagslegum þáttum. Hvaða tækifæri felast til dæmis í friðlýsingu svæða fyrir byggðir landsins? Fyrir ferðaþjónustuna, bændur, landeigendur og okkur öll sem samfélag? Náttúruvernd og efnahagsmálum hefur gjarnan verið stillt upp sem andstæðum, en svo er ekki. Ég vil nálgast málið á annan hátt. Síðastliðinn föstudag kynnti ég í ríkisstjórn áform um átak í friðlýsingum en í stjórnarsáttmálanum er kveðið á það. Átakið felur í sér að friðlýsa svæði sem njóta eiga verndar gegn orkunýtingu (verndarflokkur rammaáætlunar), sem og svæði á eldri náttúruverndaráætlunum sem ályktað hefur verið um að friðlýsa en hefur ekki verið lokið. Í stjórnarsáttmála er einnig tilgreint að stofna beri þjóðgarð á miðhálendinu og að beita friðlýsingum á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi vegna ferðamanna. Aukið fjármagn hefur þegar verið sett í þetta, sem er lykilatriði.Gildir það sama um Geysi og Hornstrandir? Á Íslandi eru nú þegar vel yfir 100 friðlýst svæði. Friðlýsingar eru þannig ekki nýjar af nálinni en áherslan nú er að nálgast þær út frá þeim margvíslegu tækifærum sem þær fela í sér. Sú mýta hefur verið lífseig að allt sé bannað á öllum friðlýstum svæðum. Það er þó ekki raunin. Á sumum svæðum eru einhverjar takmarkanir, t.d. á Hornströndum þar sem markmiðið er að halda byggingum og innviðum í lágmarki til að náttúran haldist villt og lítt snortin. Annars staðar getur hins vegar einmitt verið um uppbyggingu innviða að ræða til að vernda náttúruna, svo sem á Þingvöllum og Geysi, þar sem svæðin lægju að öðrum kosti undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Á enn öðrum náttúruverndarsvæðum eru flestar hefðbundnar nytjar leyfðar svo framarlega að þær uppfylli markmið um sjálfbærni. Hver eru áhrifin? Náttúruvernd getur haft mikil jákvæð efnahagsleg áhrif, ekki síst vegna þeirra möguleika sem snúa að ferðaþjónustu. Líkt og við þekkjum vel nefna langflestir ferðamenn sem hingað koma náttúruna sem helstu ástæðu Íslandsfarar. Tímamótarannsókn innan Háskóla Íslands leiddi í ljós að fyrir hverja krónu sem ríkið lagði til Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls komu 58 krónur til baka til samfélagsins. Nærri helmingur af því sem garðurinn skilaði þjóðarbúinu varð eftir á Snæfellsnesinu. Þetta eru frábærar fréttir en ein rannsókn er ekki nóg. Við þurfum að skilja betur þau efnahagslegu áhrif sem friðlýsing hefur, ekki síst á byggðirnar í kring. Af þeim sökum hef ég ákveðið að láta mæla efnahagsleg áhrif náttúruverndarsvæða víða um land, alls á ellefu stöðum. Hagfræðistofnun HÍ hefur þegar hafið þessa vinnu. Sóknarfæri fyrir dreifðar byggðir Annað spennandi verkefni sem er framundan er svokölluð sviðsmyndagreining fyrir nokkur tiltekin svæði sem hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar, þar með talið stór víðernissvæði. Valin verða þrjú til fimm svæði til að kanna þau tækifæri sem friðlýsing þessara svæða gæti falið í sér. Markmiðið er að líta sérstaklega til dreifðra byggða. Ég vil einnig horfa til aukins samstarfs við bændur og aðra landeigendur um náttúruvernd, enda eru mörg svæði sem skipta miklu fyrir náttúruvernd í einkaeigu. Ég hlakka til þessarar vinnu með samstarfsfólki mínu í ráðuneytinu, Umhverfisstofnun og síðast en ekki síst fólkinu í landinu.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar