Stórfelld tækifæri við friðlýsingar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. júní 2018 07:00 Náttúra Íslands er stórbrotin og það er sameiginlegt verkefni okkar að gæta hennar vel. Þótt náttúruvernd hljóti alltaf að verða náttúrunnar vegna er einnig mikilvægt að nálgast hana út frá hagrænum og samfélagslegum þáttum. Hvaða tækifæri felast til dæmis í friðlýsingu svæða fyrir byggðir landsins? Fyrir ferðaþjónustuna, bændur, landeigendur og okkur öll sem samfélag? Náttúruvernd og efnahagsmálum hefur gjarnan verið stillt upp sem andstæðum, en svo er ekki. Ég vil nálgast málið á annan hátt. Síðastliðinn föstudag kynnti ég í ríkisstjórn áform um átak í friðlýsingum en í stjórnarsáttmálanum er kveðið á það. Átakið felur í sér að friðlýsa svæði sem njóta eiga verndar gegn orkunýtingu (verndarflokkur rammaáætlunar), sem og svæði á eldri náttúruverndaráætlunum sem ályktað hefur verið um að friðlýsa en hefur ekki verið lokið. Í stjórnarsáttmála er einnig tilgreint að stofna beri þjóðgarð á miðhálendinu og að beita friðlýsingum á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi vegna ferðamanna. Aukið fjármagn hefur þegar verið sett í þetta, sem er lykilatriði.Gildir það sama um Geysi og Hornstrandir? Á Íslandi eru nú þegar vel yfir 100 friðlýst svæði. Friðlýsingar eru þannig ekki nýjar af nálinni en áherslan nú er að nálgast þær út frá þeim margvíslegu tækifærum sem þær fela í sér. Sú mýta hefur verið lífseig að allt sé bannað á öllum friðlýstum svæðum. Það er þó ekki raunin. Á sumum svæðum eru einhverjar takmarkanir, t.d. á Hornströndum þar sem markmiðið er að halda byggingum og innviðum í lágmarki til að náttúran haldist villt og lítt snortin. Annars staðar getur hins vegar einmitt verið um uppbyggingu innviða að ræða til að vernda náttúruna, svo sem á Þingvöllum og Geysi, þar sem svæðin lægju að öðrum kosti undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Á enn öðrum náttúruverndarsvæðum eru flestar hefðbundnar nytjar leyfðar svo framarlega að þær uppfylli markmið um sjálfbærni. Hver eru áhrifin? Náttúruvernd getur haft mikil jákvæð efnahagsleg áhrif, ekki síst vegna þeirra möguleika sem snúa að ferðaþjónustu. Líkt og við þekkjum vel nefna langflestir ferðamenn sem hingað koma náttúruna sem helstu ástæðu Íslandsfarar. Tímamótarannsókn innan Háskóla Íslands leiddi í ljós að fyrir hverja krónu sem ríkið lagði til Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls komu 58 krónur til baka til samfélagsins. Nærri helmingur af því sem garðurinn skilaði þjóðarbúinu varð eftir á Snæfellsnesinu. Þetta eru frábærar fréttir en ein rannsókn er ekki nóg. Við þurfum að skilja betur þau efnahagslegu áhrif sem friðlýsing hefur, ekki síst á byggðirnar í kring. Af þeim sökum hef ég ákveðið að láta mæla efnahagsleg áhrif náttúruverndarsvæða víða um land, alls á ellefu stöðum. Hagfræðistofnun HÍ hefur þegar hafið þessa vinnu. Sóknarfæri fyrir dreifðar byggðir Annað spennandi verkefni sem er framundan er svokölluð sviðsmyndagreining fyrir nokkur tiltekin svæði sem hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar, þar með talið stór víðernissvæði. Valin verða þrjú til fimm svæði til að kanna þau tækifæri sem friðlýsing þessara svæða gæti falið í sér. Markmiðið er að líta sérstaklega til dreifðra byggða. Ég vil einnig horfa til aukins samstarfs við bændur og aðra landeigendur um náttúruvernd, enda eru mörg svæði sem skipta miklu fyrir náttúruvernd í einkaeigu. Ég hlakka til þessarar vinnu með samstarfsfólki mínu í ráðuneytinu, Umhverfisstofnun og síðast en ekki síst fólkinu í landinu.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er stórbrotin og það er sameiginlegt verkefni okkar að gæta hennar vel. Þótt náttúruvernd hljóti alltaf að verða náttúrunnar vegna er einnig mikilvægt að nálgast hana út frá hagrænum og samfélagslegum þáttum. Hvaða tækifæri felast til dæmis í friðlýsingu svæða fyrir byggðir landsins? Fyrir ferðaþjónustuna, bændur, landeigendur og okkur öll sem samfélag? Náttúruvernd og efnahagsmálum hefur gjarnan verið stillt upp sem andstæðum, en svo er ekki. Ég vil nálgast málið á annan hátt. Síðastliðinn föstudag kynnti ég í ríkisstjórn áform um átak í friðlýsingum en í stjórnarsáttmálanum er kveðið á það. Átakið felur í sér að friðlýsa svæði sem njóta eiga verndar gegn orkunýtingu (verndarflokkur rammaáætlunar), sem og svæði á eldri náttúruverndaráætlunum sem ályktað hefur verið um að friðlýsa en hefur ekki verið lokið. Í stjórnarsáttmála er einnig tilgreint að stofna beri þjóðgarð á miðhálendinu og að beita friðlýsingum á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi vegna ferðamanna. Aukið fjármagn hefur þegar verið sett í þetta, sem er lykilatriði.Gildir það sama um Geysi og Hornstrandir? Á Íslandi eru nú þegar vel yfir 100 friðlýst svæði. Friðlýsingar eru þannig ekki nýjar af nálinni en áherslan nú er að nálgast þær út frá þeim margvíslegu tækifærum sem þær fela í sér. Sú mýta hefur verið lífseig að allt sé bannað á öllum friðlýstum svæðum. Það er þó ekki raunin. Á sumum svæðum eru einhverjar takmarkanir, t.d. á Hornströndum þar sem markmiðið er að halda byggingum og innviðum í lágmarki til að náttúran haldist villt og lítt snortin. Annars staðar getur hins vegar einmitt verið um uppbyggingu innviða að ræða til að vernda náttúruna, svo sem á Þingvöllum og Geysi, þar sem svæðin lægju að öðrum kosti undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Á enn öðrum náttúruverndarsvæðum eru flestar hefðbundnar nytjar leyfðar svo framarlega að þær uppfylli markmið um sjálfbærni. Hver eru áhrifin? Náttúruvernd getur haft mikil jákvæð efnahagsleg áhrif, ekki síst vegna þeirra möguleika sem snúa að ferðaþjónustu. Líkt og við þekkjum vel nefna langflestir ferðamenn sem hingað koma náttúruna sem helstu ástæðu Íslandsfarar. Tímamótarannsókn innan Háskóla Íslands leiddi í ljós að fyrir hverja krónu sem ríkið lagði til Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls komu 58 krónur til baka til samfélagsins. Nærri helmingur af því sem garðurinn skilaði þjóðarbúinu varð eftir á Snæfellsnesinu. Þetta eru frábærar fréttir en ein rannsókn er ekki nóg. Við þurfum að skilja betur þau efnahagslegu áhrif sem friðlýsing hefur, ekki síst á byggðirnar í kring. Af þeim sökum hef ég ákveðið að láta mæla efnahagsleg áhrif náttúruverndarsvæða víða um land, alls á ellefu stöðum. Hagfræðistofnun HÍ hefur þegar hafið þessa vinnu. Sóknarfæri fyrir dreifðar byggðir Annað spennandi verkefni sem er framundan er svokölluð sviðsmyndagreining fyrir nokkur tiltekin svæði sem hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar, þar með talið stór víðernissvæði. Valin verða þrjú til fimm svæði til að kanna þau tækifæri sem friðlýsing þessara svæða gæti falið í sér. Markmiðið er að líta sérstaklega til dreifðra byggða. Ég vil einnig horfa til aukins samstarfs við bændur og aðra landeigendur um náttúruvernd, enda eru mörg svæði sem skipta miklu fyrir náttúruvernd í einkaeigu. Ég hlakka til þessarar vinnu með samstarfsfólki mínu í ráðuneytinu, Umhverfisstofnun og síðast en ekki síst fólkinu í landinu.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar