Lokaúrskurður kjararáðs Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. júní 2018 10:00 Ritstjórn Fréttablaðsins hefur kært ákvörðun kjararáðs um að synja henni um afrit af fundargerðum ráðsins frá ársbyrjun 2013 til dagsins í dag til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þetta er staðan eins og hún er í dag. Aðdragandinn er sá að á síðustu misserum, eða frá því í nóvember árið 2017, hefur Fréttablaðið freistað þess að fá afrit af fundargerðum ráðsins, einfaldlega vegna þess að ritstjórn blaðsins telur efni þeirra eiga erindi við almenning. Kjararáð tekur ekki undir þetta. Allt frá því að formleg fyrirspurn barst frá ritstjórninni á síðasta ári hefur ráðið bæði dregið það að svara fyrirspurninni og gefið skít í störf blaðamanna Fréttablaðsins með því að segja að afstaða verði tekin til hennar „á nýju ári“. Kjararáð hefur tvisvar hafnað fyrirspurnum ritstjórnarinnar á þessu tímabili. Fyrst var fyrirspurnin of víðtæk, og var hún því þrengd og lögð fyrir aftur. Þann 14. mars síðastliðinn var breyttri fyrirspurn hafnað. Fréttablaðið hefur tvisvar leitað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna framgöngu kjararáðs. Ráðið hefur ítrekað dregið það að svara nefndinni. Í fyrradag barst loks umsögn kjararáðs til nefndarinnar vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins. Þar endurspeglast sú fastmótaða, og á sama tíma afvegaleidda, niðurstaða ráðsins að ekki komi til greina að afhenda Fréttablaðinu afrit af fundargerðunum. Rökstuðningur kjararáðs byggist fyrst og fremst á þeirri fullyrðingu að ráðið heyri ekki undir framkvæmdarvaldið, sé í raun ekki stjórnvald og starfi fyrir alla þrjá arma ríkisvaldsins. Umbeðnar fundargerðir hafi orðið til í tíð eldri laga en þá hafi ráðið verið undanþegið upplýsingalögum í ljósi sérstakrar stöðu sinnar. Kjararáð hyggst ekki afhenda úrskurðarnefndinni gögnin fyrr en niðurstaða liggur fyrir um hvort það falli undir upplýsingalög. Í þessu máli öllu leynast verðug viðfangsefni löglærðra einstaklinga, og umræðurnar hér á ritstjórn Fréttablaðsins hafa sannarlega verið líflegar um málið. Hér takast á sjónarmið sem taka til stöðu kjararáðs sem lögbundins gerðardóms eða stjórnsýslunefndar með úrskurðarvald; hvort fyrirspurn fjölmiðils sé gild nái hún til tíma þegar ráðið var undanþegið upplýsingalögum; og hvers vegna endanleg ákvörðun um stjórnskipulega stöðu ráðsins hafi ekki verið tekin með lagabreytingum árið 2006 en í greinargerð þess lagafrumvarps kom fram að „þarflaust“ væri að taka afstöðu til málsins. Hvað sem lagatæknilegum álitamálum líður er hin raunverulega staðreynd málsins sú að kjararáð hefur beitt sér af miklu afli til að hindra það að ritstjórn Fréttablaðsins fái afrit af fundargerðum þess. Gögn sem vafalaust munu varpa nýju ljósi á störf ráðsins. Lokaúrskurður kjararáðs virðist ætla að vera sá að gefa fjölmiðlum, og þar með almenningi, langt nef. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Ritstjórn Fréttablaðsins hefur kært ákvörðun kjararáðs um að synja henni um afrit af fundargerðum ráðsins frá ársbyrjun 2013 til dagsins í dag til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þetta er staðan eins og hún er í dag. Aðdragandinn er sá að á síðustu misserum, eða frá því í nóvember árið 2017, hefur Fréttablaðið freistað þess að fá afrit af fundargerðum ráðsins, einfaldlega vegna þess að ritstjórn blaðsins telur efni þeirra eiga erindi við almenning. Kjararáð tekur ekki undir þetta. Allt frá því að formleg fyrirspurn barst frá ritstjórninni á síðasta ári hefur ráðið bæði dregið það að svara fyrirspurninni og gefið skít í störf blaðamanna Fréttablaðsins með því að segja að afstaða verði tekin til hennar „á nýju ári“. Kjararáð hefur tvisvar hafnað fyrirspurnum ritstjórnarinnar á þessu tímabili. Fyrst var fyrirspurnin of víðtæk, og var hún því þrengd og lögð fyrir aftur. Þann 14. mars síðastliðinn var breyttri fyrirspurn hafnað. Fréttablaðið hefur tvisvar leitað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna framgöngu kjararáðs. Ráðið hefur ítrekað dregið það að svara nefndinni. Í fyrradag barst loks umsögn kjararáðs til nefndarinnar vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins. Þar endurspeglast sú fastmótaða, og á sama tíma afvegaleidda, niðurstaða ráðsins að ekki komi til greina að afhenda Fréttablaðinu afrit af fundargerðunum. Rökstuðningur kjararáðs byggist fyrst og fremst á þeirri fullyrðingu að ráðið heyri ekki undir framkvæmdarvaldið, sé í raun ekki stjórnvald og starfi fyrir alla þrjá arma ríkisvaldsins. Umbeðnar fundargerðir hafi orðið til í tíð eldri laga en þá hafi ráðið verið undanþegið upplýsingalögum í ljósi sérstakrar stöðu sinnar. Kjararáð hyggst ekki afhenda úrskurðarnefndinni gögnin fyrr en niðurstaða liggur fyrir um hvort það falli undir upplýsingalög. Í þessu máli öllu leynast verðug viðfangsefni löglærðra einstaklinga, og umræðurnar hér á ritstjórn Fréttablaðsins hafa sannarlega verið líflegar um málið. Hér takast á sjónarmið sem taka til stöðu kjararáðs sem lögbundins gerðardóms eða stjórnsýslunefndar með úrskurðarvald; hvort fyrirspurn fjölmiðils sé gild nái hún til tíma þegar ráðið var undanþegið upplýsingalögum; og hvers vegna endanleg ákvörðun um stjórnskipulega stöðu ráðsins hafi ekki verið tekin með lagabreytingum árið 2006 en í greinargerð þess lagafrumvarps kom fram að „þarflaust“ væri að taka afstöðu til málsins. Hvað sem lagatæknilegum álitamálum líður er hin raunverulega staðreynd málsins sú að kjararáð hefur beitt sér af miklu afli til að hindra það að ritstjórn Fréttablaðsins fái afrit af fundargerðum þess. Gögn sem vafalaust munu varpa nýju ljósi á störf ráðsins. Lokaúrskurður kjararáðs virðist ætla að vera sá að gefa fjölmiðlum, og þar með almenningi, langt nef.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar