Lokaúrskurður kjararáðs Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. júní 2018 10:00 Ritstjórn Fréttablaðsins hefur kært ákvörðun kjararáðs um að synja henni um afrit af fundargerðum ráðsins frá ársbyrjun 2013 til dagsins í dag til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þetta er staðan eins og hún er í dag. Aðdragandinn er sá að á síðustu misserum, eða frá því í nóvember árið 2017, hefur Fréttablaðið freistað þess að fá afrit af fundargerðum ráðsins, einfaldlega vegna þess að ritstjórn blaðsins telur efni þeirra eiga erindi við almenning. Kjararáð tekur ekki undir þetta. Allt frá því að formleg fyrirspurn barst frá ritstjórninni á síðasta ári hefur ráðið bæði dregið það að svara fyrirspurninni og gefið skít í störf blaðamanna Fréttablaðsins með því að segja að afstaða verði tekin til hennar „á nýju ári“. Kjararáð hefur tvisvar hafnað fyrirspurnum ritstjórnarinnar á þessu tímabili. Fyrst var fyrirspurnin of víðtæk, og var hún því þrengd og lögð fyrir aftur. Þann 14. mars síðastliðinn var breyttri fyrirspurn hafnað. Fréttablaðið hefur tvisvar leitað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna framgöngu kjararáðs. Ráðið hefur ítrekað dregið það að svara nefndinni. Í fyrradag barst loks umsögn kjararáðs til nefndarinnar vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins. Þar endurspeglast sú fastmótaða, og á sama tíma afvegaleidda, niðurstaða ráðsins að ekki komi til greina að afhenda Fréttablaðinu afrit af fundargerðunum. Rökstuðningur kjararáðs byggist fyrst og fremst á þeirri fullyrðingu að ráðið heyri ekki undir framkvæmdarvaldið, sé í raun ekki stjórnvald og starfi fyrir alla þrjá arma ríkisvaldsins. Umbeðnar fundargerðir hafi orðið til í tíð eldri laga en þá hafi ráðið verið undanþegið upplýsingalögum í ljósi sérstakrar stöðu sinnar. Kjararáð hyggst ekki afhenda úrskurðarnefndinni gögnin fyrr en niðurstaða liggur fyrir um hvort það falli undir upplýsingalög. Í þessu máli öllu leynast verðug viðfangsefni löglærðra einstaklinga, og umræðurnar hér á ritstjórn Fréttablaðsins hafa sannarlega verið líflegar um málið. Hér takast á sjónarmið sem taka til stöðu kjararáðs sem lögbundins gerðardóms eða stjórnsýslunefndar með úrskurðarvald; hvort fyrirspurn fjölmiðils sé gild nái hún til tíma þegar ráðið var undanþegið upplýsingalögum; og hvers vegna endanleg ákvörðun um stjórnskipulega stöðu ráðsins hafi ekki verið tekin með lagabreytingum árið 2006 en í greinargerð þess lagafrumvarps kom fram að „þarflaust“ væri að taka afstöðu til málsins. Hvað sem lagatæknilegum álitamálum líður er hin raunverulega staðreynd málsins sú að kjararáð hefur beitt sér af miklu afli til að hindra það að ritstjórn Fréttablaðsins fái afrit af fundargerðum þess. Gögn sem vafalaust munu varpa nýju ljósi á störf ráðsins. Lokaúrskurður kjararáðs virðist ætla að vera sá að gefa fjölmiðlum, og þar með almenningi, langt nef. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Ritstjórn Fréttablaðsins hefur kært ákvörðun kjararáðs um að synja henni um afrit af fundargerðum ráðsins frá ársbyrjun 2013 til dagsins í dag til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þetta er staðan eins og hún er í dag. Aðdragandinn er sá að á síðustu misserum, eða frá því í nóvember árið 2017, hefur Fréttablaðið freistað þess að fá afrit af fundargerðum ráðsins, einfaldlega vegna þess að ritstjórn blaðsins telur efni þeirra eiga erindi við almenning. Kjararáð tekur ekki undir þetta. Allt frá því að formleg fyrirspurn barst frá ritstjórninni á síðasta ári hefur ráðið bæði dregið það að svara fyrirspurninni og gefið skít í störf blaðamanna Fréttablaðsins með því að segja að afstaða verði tekin til hennar „á nýju ári“. Kjararáð hefur tvisvar hafnað fyrirspurnum ritstjórnarinnar á þessu tímabili. Fyrst var fyrirspurnin of víðtæk, og var hún því þrengd og lögð fyrir aftur. Þann 14. mars síðastliðinn var breyttri fyrirspurn hafnað. Fréttablaðið hefur tvisvar leitað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna framgöngu kjararáðs. Ráðið hefur ítrekað dregið það að svara nefndinni. Í fyrradag barst loks umsögn kjararáðs til nefndarinnar vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins. Þar endurspeglast sú fastmótaða, og á sama tíma afvegaleidda, niðurstaða ráðsins að ekki komi til greina að afhenda Fréttablaðinu afrit af fundargerðunum. Rökstuðningur kjararáðs byggist fyrst og fremst á þeirri fullyrðingu að ráðið heyri ekki undir framkvæmdarvaldið, sé í raun ekki stjórnvald og starfi fyrir alla þrjá arma ríkisvaldsins. Umbeðnar fundargerðir hafi orðið til í tíð eldri laga en þá hafi ráðið verið undanþegið upplýsingalögum í ljósi sérstakrar stöðu sinnar. Kjararáð hyggst ekki afhenda úrskurðarnefndinni gögnin fyrr en niðurstaða liggur fyrir um hvort það falli undir upplýsingalög. Í þessu máli öllu leynast verðug viðfangsefni löglærðra einstaklinga, og umræðurnar hér á ritstjórn Fréttablaðsins hafa sannarlega verið líflegar um málið. Hér takast á sjónarmið sem taka til stöðu kjararáðs sem lögbundins gerðardóms eða stjórnsýslunefndar með úrskurðarvald; hvort fyrirspurn fjölmiðils sé gild nái hún til tíma þegar ráðið var undanþegið upplýsingalögum; og hvers vegna endanleg ákvörðun um stjórnskipulega stöðu ráðsins hafi ekki verið tekin með lagabreytingum árið 2006 en í greinargerð þess lagafrumvarps kom fram að „þarflaust“ væri að taka afstöðu til málsins. Hvað sem lagatæknilegum álitamálum líður er hin raunverulega staðreynd málsins sú að kjararáð hefur beitt sér af miklu afli til að hindra það að ritstjórn Fréttablaðsins fái afrit af fundargerðum þess. Gögn sem vafalaust munu varpa nýju ljósi á störf ráðsins. Lokaúrskurður kjararáðs virðist ætla að vera sá að gefa fjölmiðlum, og þar með almenningi, langt nef.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar