Detta mér allar dauðar lýs úr höfði – Vangaveltur um fréttaflutning af umsóknartölum háskólanna Dr. Sigrún Stefánsdóttir skrifar 14. júní 2018 07:00 Gamla orðtækið „detta mér allar dauðar lýs úr höfði“ notaði mamma mín oft þegar eitthvað gekk alveg fram af henni. Þetta orðtæki kom skyndilega upp í huga minn, þegar ég las fréttaflutning Fréttablaðsins og Morgunblaðsins í vikunni sem leið af gríðarlegri aukningu í umsóknum um nám í háskólum landsins. Ég hef unnið um árabil sem fréttamaður og enn lengur sem kennari í fjölmiðlafræði á háskólastigi, bæði við Háskóla Íslands og nú síðast við Háskólann á Akureyri. Í þessum fræðum er lögð áhersla á jafnvægi í fréttaflutningi og nemendur læra snemma að sýnileiki í fjölmiðlum er mikilvægur, bæði þegar vel gengur og eins þegar á móti blæs. Háskólinn á Akureyri hefur ekki farið varhluta af sýnileika þegar á móti hefur blásið, en eitthvað virðist þrengra um pláss á síðum blaðanna þegar vel gengur. Rýr umfjöllun um sívaxandi vinsældir skólans staðfestir þetta enn einu sinni. Í frétt Fréttablaðsins þann 8. júni um umsóknir í háskólanám fær HÍ ítarlega umfjöllun um 12 prósenta aukningu í umsóknum í skólann. Það sama gilti um Háskólann í Reykjavík vegna 11 prósenta aukningar en Háskólinn á Akureyri fékk fjórar línur um 30 prósenta aukningu í umsóknum milli ára. Þessum fjórum línum var snyrtilega komið fyrir í lok fréttarinnar. Rektorar höfuðborgarskólanna fengu að tjá sig og hrósa sér af hinni stórkostlegu aukningu en umsögnin um skólann á Akureyri var svona: „Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári“. Ég hefði ekki getað orðið meira undrandi. Hvar er fréttamatið – kæru kollegar? Fréttin í Morgunblaðinu daginn eftir, 9. júni, var í svipuðum dúr, nema þar fékk Háskólinn á Bifröst að fljóta með og fékk sína greinargóðu umfjöllum á síðunni án þess þó að geta gert grein fyrir hvort aukning hefði orðið í aðsóknartölum. Rætt var við rektorana þrjá í HÍ, HR og Bifröst um þennan flotta árangur. Aðsóknartölur í HA náðu ekki einu sinni á blað, hvað þá að rætt væri við rektor skólans! Einu sinni sagði vel þekktur prestur í Borgarfirði við mig að það væri eins og fréttamenn héldu að Ísland endaði við Elliðaárbrúna. Það sem gerðist utan höfuðborgarsvæðisins væri ekki til. Á sínum tíma mótmælti ég þessu sem fréttamaður en ég er því miður að verða nokkuð sammála klerki. Þrjátíu prósenta aukning er meiri frétt en 10 prósenta aukning. Ég hefði sagt nemendum mínum að byrja fréttina á því sem er stærst eða mest, þ.e.a.s byrja fréttina á aukningunni fyrir norðan. Hins vegar er annar þáttur sem ræður líka fréttamati en það er nálægð. Hún er greinilega að blinda fjölmiðlafólkið fyrir sunnan. Nær allir starfandi blaðamenn á landinu búa á höfuðborgarsvæðinu. Sennilega aka margir þeirra daglega framhjá bæði HÍ og HR. Það er því auðvelt að gleyma því að á Akureyri er starfandi öflugur háskóli sem nýtur sívaxandi vinsælda. Out of sight – out of mind, segir einhvers staðar á ensku. Sem betur fer virðist unga fólkið í landinu betur upplýst en fjölmiðlafólk höfuðborgarsvæðisins og sækir í hulduskólann fyrir norðan, þrátt fyrir línurnar fjórar og fjarveru rektors HA í jákvæðu fréttunum um aukna sókn í háskólanám hér á landi.Höfundu er fjölmiðlafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Gamla orðtækið „detta mér allar dauðar lýs úr höfði“ notaði mamma mín oft þegar eitthvað gekk alveg fram af henni. Þetta orðtæki kom skyndilega upp í huga minn, þegar ég las fréttaflutning Fréttablaðsins og Morgunblaðsins í vikunni sem leið af gríðarlegri aukningu í umsóknum um nám í háskólum landsins. Ég hef unnið um árabil sem fréttamaður og enn lengur sem kennari í fjölmiðlafræði á háskólastigi, bæði við Háskóla Íslands og nú síðast við Háskólann á Akureyri. Í þessum fræðum er lögð áhersla á jafnvægi í fréttaflutningi og nemendur læra snemma að sýnileiki í fjölmiðlum er mikilvægur, bæði þegar vel gengur og eins þegar á móti blæs. Háskólinn á Akureyri hefur ekki farið varhluta af sýnileika þegar á móti hefur blásið, en eitthvað virðist þrengra um pláss á síðum blaðanna þegar vel gengur. Rýr umfjöllun um sívaxandi vinsældir skólans staðfestir þetta enn einu sinni. Í frétt Fréttablaðsins þann 8. júni um umsóknir í háskólanám fær HÍ ítarlega umfjöllun um 12 prósenta aukningu í umsóknum í skólann. Það sama gilti um Háskólann í Reykjavík vegna 11 prósenta aukningar en Háskólinn á Akureyri fékk fjórar línur um 30 prósenta aukningu í umsóknum milli ára. Þessum fjórum línum var snyrtilega komið fyrir í lok fréttarinnar. Rektorar höfuðborgarskólanna fengu að tjá sig og hrósa sér af hinni stórkostlegu aukningu en umsögnin um skólann á Akureyri var svona: „Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári“. Ég hefði ekki getað orðið meira undrandi. Hvar er fréttamatið – kæru kollegar? Fréttin í Morgunblaðinu daginn eftir, 9. júni, var í svipuðum dúr, nema þar fékk Háskólinn á Bifröst að fljóta með og fékk sína greinargóðu umfjöllum á síðunni án þess þó að geta gert grein fyrir hvort aukning hefði orðið í aðsóknartölum. Rætt var við rektorana þrjá í HÍ, HR og Bifröst um þennan flotta árangur. Aðsóknartölur í HA náðu ekki einu sinni á blað, hvað þá að rætt væri við rektor skólans! Einu sinni sagði vel þekktur prestur í Borgarfirði við mig að það væri eins og fréttamenn héldu að Ísland endaði við Elliðaárbrúna. Það sem gerðist utan höfuðborgarsvæðisins væri ekki til. Á sínum tíma mótmælti ég þessu sem fréttamaður en ég er því miður að verða nokkuð sammála klerki. Þrjátíu prósenta aukning er meiri frétt en 10 prósenta aukning. Ég hefði sagt nemendum mínum að byrja fréttina á því sem er stærst eða mest, þ.e.a.s byrja fréttina á aukningunni fyrir norðan. Hins vegar er annar þáttur sem ræður líka fréttamati en það er nálægð. Hún er greinilega að blinda fjölmiðlafólkið fyrir sunnan. Nær allir starfandi blaðamenn á landinu búa á höfuðborgarsvæðinu. Sennilega aka margir þeirra daglega framhjá bæði HÍ og HR. Það er því auðvelt að gleyma því að á Akureyri er starfandi öflugur háskóli sem nýtur sívaxandi vinsælda. Out of sight – out of mind, segir einhvers staðar á ensku. Sem betur fer virðist unga fólkið í landinu betur upplýst en fjölmiðlafólk höfuðborgarsvæðisins og sækir í hulduskólann fyrir norðan, þrátt fyrir línurnar fjórar og fjarveru rektors HA í jákvæðu fréttunum um aukna sókn í háskólanám hér á landi.Höfundu er fjölmiðlafræðingur
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun