Stóri bróðir fastur heima í 1. deildinni og sér ekki Hörð spila á HM Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 15. júní 2018 14:00 Hörður Björgvin er uppalinn Framari en hefur spilað bæði á Ítalíu og Englandi. Vísir/Vilhelm Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist ekki hafa hugmynd um hvort hann byrji gegn Argentínu á morgun eða ekki. Hann var í hlutverki ungrar varaskeifu á EM 2016 þegar Ari Freyr Skúlason átti stöðuna með húð og hári. Í undankeppni HM 2018 snerist dæmið að mestu við. „Þetta er aðeins öðruvísi núna,“ segir Hörður Björgvin. „Maður vill spila alla leiki. Ég er reynslunni ríkari eftir að hafa verið í hópnum á EM og auðvitað var ég einn af þeim sem fékk ekki að spila.“ Hann undirstrikar að íslenska liðið sé 23 manna lið, þar sem menn styðji hver annan óháð því hverjir fái ósk sína uppfyllt að spila. „Auðvitað kitlar í puttana að fá tækifæri á móti Argentínu. Það er undir þjálfaranum komið. Það er enginn lélegri en annar. Alir á sama striki. Maður vonast til að fá tækifærið gegn Argentínu. Það væri draumur í dós.“Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið gegn Króatíu í undankeppninni.vísir/ernirFjölskylda Harðar Björgvins stendur þétt við bakið á honum. „Ég held að það séu 14 manns sem koma út, ekki á alla leikina, en þau skipta sér niður á þessa þrjá leiki. Ég fæ einhvern á alla leikina,“ segir Hörður. Hann kann vel að meta hrós og stuðning frá sínu nánasta en saknar þó Hlyns Atla bróður síns sem spilar í næstefstu deild heima á Íslandi með Fram og kemst því ekki út að sjá litla bróður spila á stærsta sviði fótboltans. „Ég heyri í honum á Facetime, þetta er auðvitað svekkjandi fyrir hann að geta ekki komist út. Hann þarf að upplifa þetta í sjónvarpinu að sjá litla bróður sinn spila.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist ekki hafa hugmynd um hvort hann byrji gegn Argentínu á morgun eða ekki. Hann var í hlutverki ungrar varaskeifu á EM 2016 þegar Ari Freyr Skúlason átti stöðuna með húð og hári. Í undankeppni HM 2018 snerist dæmið að mestu við. „Þetta er aðeins öðruvísi núna,“ segir Hörður Björgvin. „Maður vill spila alla leiki. Ég er reynslunni ríkari eftir að hafa verið í hópnum á EM og auðvitað var ég einn af þeim sem fékk ekki að spila.“ Hann undirstrikar að íslenska liðið sé 23 manna lið, þar sem menn styðji hver annan óháð því hverjir fái ósk sína uppfyllt að spila. „Auðvitað kitlar í puttana að fá tækifæri á móti Argentínu. Það er undir þjálfaranum komið. Það er enginn lélegri en annar. Alir á sama striki. Maður vonast til að fá tækifærið gegn Argentínu. Það væri draumur í dós.“Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið gegn Króatíu í undankeppninni.vísir/ernirFjölskylda Harðar Björgvins stendur þétt við bakið á honum. „Ég held að það séu 14 manns sem koma út, ekki á alla leikina, en þau skipta sér niður á þessa þrjá leiki. Ég fæ einhvern á alla leikina,“ segir Hörður. Hann kann vel að meta hrós og stuðning frá sínu nánasta en saknar þó Hlyns Atla bróður síns sem spilar í næstefstu deild heima á Íslandi með Fram og kemst því ekki út að sjá litla bróður spila á stærsta sviði fótboltans. „Ég heyri í honum á Facetime, þetta er auðvitað svekkjandi fyrir hann að geta ekki komist út. Hann þarf að upplifa þetta í sjónvarpinu að sjá litla bróður sinn spila.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira