Ungir skurðlæknar fengu fyrsta flokks kennslu Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2018 06:00 Alexandra Aldís fræddi börnin um líffærin og hvað skurðlæknisfræðin gengur út á. Kristinn Ingvarsson „Við vorum með fyrirlestra og vorum að fræða þau um líffærin og hvað skurðlæknisfræðin gengur út á, hvaða undirsérgreinar eru til. Hvað það tekur langan tíma að verða skurðlæknir og hvað maður þarf að læra og kunna,“ segir Alexandra Aldís Heimisdóttir, sem var ásamt Tómasi Guðbjartssyni kennari í skurðlækningum við Háskóla unga fólksins sem fram fór í síðustu viku. „Við sýndum þeim nokkur myndbönd af alvöru aðgerðum. Við sýndum þeim botnlangatöku, gallblöðrutöku, hjartaskurðaðgerð og svo heilaaðgerð,“ segir Alexandra Aldís og bætir við að viðbrögðin hjá krökkunum hafi verið mjög mismunandi. Sumir hafi hreinlega ekki getað hugsað sér að horfa en aðrir hafi fylgst með af miklum áhuga. Háskóli unga fólksins fór fram í fimmtánda sinn í síðustu viku og lauk á föstudag. Þar gefst krökkum á aldrinum 12-16 ára færi á að kynnast ýmsum fræðum. Alexandra Aldís, sem var að ljúka þriðja ári í læknisfræði, hefur lengi þekkt skólann. Hún var nemandi þar, síðan aðstoðarmaður og svo loks kennari. „Ég man eftir því að þetta var alveg rosalega skemmtilegt. Ég hef haft mjög gaman af því að læra og ég var að ákveða mig í því hvað ég vildi verða og hvað ég vildi læra. Ég fór í spænsku, kínversku, efnafræði, stjörnufræði, jarðfræði og alls konar,“ segir hún um nám sitt við skólann. Þegar hún var nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð fór hún svo að vinna sem aðstoðarmaður við skólann. „Þá var ég að hugsa um að byrja í Háskólanum og vildi kynnast honum betur og var enn að ákveða mig hvað ég vildi verða,“ segir hún. Starfið sem aðstoðarmaður hafi verið kjörið tækifæri til að kynnast Háskólanum betur. Hún prófaði fyrst eðlisfræði í Háskólanum en átti erfitt með að sjá framtíð fyrir sér í því, þó það væri skemmtilegt. Móðir hennar, Rúna Guðmundsdóttir, kennir sögu læknisfræðinnar og segir Alexandra Aldís hana hafa lengi reynt að ýta sér út í læknisfræðina. Það var svo fyrir hvatningu frá pabba sínum, Heimi Karlssyni fjölmiðlamanni, að hún ákvað að skella sér í inntökupróf í læknisfræðinni. „Ég lærði í tvo mánuði eða þrjá og tók prófið og komst inn í fyrsta skipti. Núna er ég bara orðin ástfangin af þessu námi. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjá meira
„Við vorum með fyrirlestra og vorum að fræða þau um líffærin og hvað skurðlæknisfræðin gengur út á, hvaða undirsérgreinar eru til. Hvað það tekur langan tíma að verða skurðlæknir og hvað maður þarf að læra og kunna,“ segir Alexandra Aldís Heimisdóttir, sem var ásamt Tómasi Guðbjartssyni kennari í skurðlækningum við Háskóla unga fólksins sem fram fór í síðustu viku. „Við sýndum þeim nokkur myndbönd af alvöru aðgerðum. Við sýndum þeim botnlangatöku, gallblöðrutöku, hjartaskurðaðgerð og svo heilaaðgerð,“ segir Alexandra Aldís og bætir við að viðbrögðin hjá krökkunum hafi verið mjög mismunandi. Sumir hafi hreinlega ekki getað hugsað sér að horfa en aðrir hafi fylgst með af miklum áhuga. Háskóli unga fólksins fór fram í fimmtánda sinn í síðustu viku og lauk á föstudag. Þar gefst krökkum á aldrinum 12-16 ára færi á að kynnast ýmsum fræðum. Alexandra Aldís, sem var að ljúka þriðja ári í læknisfræði, hefur lengi þekkt skólann. Hún var nemandi þar, síðan aðstoðarmaður og svo loks kennari. „Ég man eftir því að þetta var alveg rosalega skemmtilegt. Ég hef haft mjög gaman af því að læra og ég var að ákveða mig í því hvað ég vildi verða og hvað ég vildi læra. Ég fór í spænsku, kínversku, efnafræði, stjörnufræði, jarðfræði og alls konar,“ segir hún um nám sitt við skólann. Þegar hún var nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð fór hún svo að vinna sem aðstoðarmaður við skólann. „Þá var ég að hugsa um að byrja í Háskólanum og vildi kynnast honum betur og var enn að ákveða mig hvað ég vildi verða,“ segir hún. Starfið sem aðstoðarmaður hafi verið kjörið tækifæri til að kynnast Háskólanum betur. Hún prófaði fyrst eðlisfræði í Háskólanum en átti erfitt með að sjá framtíð fyrir sér í því, þó það væri skemmtilegt. Móðir hennar, Rúna Guðmundsdóttir, kennir sögu læknisfræðinnar og segir Alexandra Aldís hana hafa lengi reynt að ýta sér út í læknisfræðina. Það var svo fyrir hvatningu frá pabba sínum, Heimi Karlssyni fjölmiðlamanni, að hún ákvað að skella sér í inntökupróf í læknisfræðinni. „Ég lærði í tvo mánuði eða þrjá og tók prófið og komst inn í fyrsta skipti. Núna er ég bara orðin ástfangin af þessu námi. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði