Ungir skurðlæknar fengu fyrsta flokks kennslu Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2018 06:00 Alexandra Aldís fræddi börnin um líffærin og hvað skurðlæknisfræðin gengur út á. Kristinn Ingvarsson „Við vorum með fyrirlestra og vorum að fræða þau um líffærin og hvað skurðlæknisfræðin gengur út á, hvaða undirsérgreinar eru til. Hvað það tekur langan tíma að verða skurðlæknir og hvað maður þarf að læra og kunna,“ segir Alexandra Aldís Heimisdóttir, sem var ásamt Tómasi Guðbjartssyni kennari í skurðlækningum við Háskóla unga fólksins sem fram fór í síðustu viku. „Við sýndum þeim nokkur myndbönd af alvöru aðgerðum. Við sýndum þeim botnlangatöku, gallblöðrutöku, hjartaskurðaðgerð og svo heilaaðgerð,“ segir Alexandra Aldís og bætir við að viðbrögðin hjá krökkunum hafi verið mjög mismunandi. Sumir hafi hreinlega ekki getað hugsað sér að horfa en aðrir hafi fylgst með af miklum áhuga. Háskóli unga fólksins fór fram í fimmtánda sinn í síðustu viku og lauk á föstudag. Þar gefst krökkum á aldrinum 12-16 ára færi á að kynnast ýmsum fræðum. Alexandra Aldís, sem var að ljúka þriðja ári í læknisfræði, hefur lengi þekkt skólann. Hún var nemandi þar, síðan aðstoðarmaður og svo loks kennari. „Ég man eftir því að þetta var alveg rosalega skemmtilegt. Ég hef haft mjög gaman af því að læra og ég var að ákveða mig í því hvað ég vildi verða og hvað ég vildi læra. Ég fór í spænsku, kínversku, efnafræði, stjörnufræði, jarðfræði og alls konar,“ segir hún um nám sitt við skólann. Þegar hún var nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð fór hún svo að vinna sem aðstoðarmaður við skólann. „Þá var ég að hugsa um að byrja í Háskólanum og vildi kynnast honum betur og var enn að ákveða mig hvað ég vildi verða,“ segir hún. Starfið sem aðstoðarmaður hafi verið kjörið tækifæri til að kynnast Háskólanum betur. Hún prófaði fyrst eðlisfræði í Háskólanum en átti erfitt með að sjá framtíð fyrir sér í því, þó það væri skemmtilegt. Móðir hennar, Rúna Guðmundsdóttir, kennir sögu læknisfræðinnar og segir Alexandra Aldís hana hafa lengi reynt að ýta sér út í læknisfræðina. Það var svo fyrir hvatningu frá pabba sínum, Heimi Karlssyni fjölmiðlamanni, að hún ákvað að skella sér í inntökupróf í læknisfræðinni. „Ég lærði í tvo mánuði eða þrjá og tók prófið og komst inn í fyrsta skipti. Núna er ég bara orðin ástfangin af þessu námi. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Sjá meira
„Við vorum með fyrirlestra og vorum að fræða þau um líffærin og hvað skurðlæknisfræðin gengur út á, hvaða undirsérgreinar eru til. Hvað það tekur langan tíma að verða skurðlæknir og hvað maður þarf að læra og kunna,“ segir Alexandra Aldís Heimisdóttir, sem var ásamt Tómasi Guðbjartssyni kennari í skurðlækningum við Háskóla unga fólksins sem fram fór í síðustu viku. „Við sýndum þeim nokkur myndbönd af alvöru aðgerðum. Við sýndum þeim botnlangatöku, gallblöðrutöku, hjartaskurðaðgerð og svo heilaaðgerð,“ segir Alexandra Aldís og bætir við að viðbrögðin hjá krökkunum hafi verið mjög mismunandi. Sumir hafi hreinlega ekki getað hugsað sér að horfa en aðrir hafi fylgst með af miklum áhuga. Háskóli unga fólksins fór fram í fimmtánda sinn í síðustu viku og lauk á föstudag. Þar gefst krökkum á aldrinum 12-16 ára færi á að kynnast ýmsum fræðum. Alexandra Aldís, sem var að ljúka þriðja ári í læknisfræði, hefur lengi þekkt skólann. Hún var nemandi þar, síðan aðstoðarmaður og svo loks kennari. „Ég man eftir því að þetta var alveg rosalega skemmtilegt. Ég hef haft mjög gaman af því að læra og ég var að ákveða mig í því hvað ég vildi verða og hvað ég vildi læra. Ég fór í spænsku, kínversku, efnafræði, stjörnufræði, jarðfræði og alls konar,“ segir hún um nám sitt við skólann. Þegar hún var nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð fór hún svo að vinna sem aðstoðarmaður við skólann. „Þá var ég að hugsa um að byrja í Háskólanum og vildi kynnast honum betur og var enn að ákveða mig hvað ég vildi verða,“ segir hún. Starfið sem aðstoðarmaður hafi verið kjörið tækifæri til að kynnast Háskólanum betur. Hún prófaði fyrst eðlisfræði í Háskólanum en átti erfitt með að sjá framtíð fyrir sér í því, þó það væri skemmtilegt. Móðir hennar, Rúna Guðmundsdóttir, kennir sögu læknisfræðinnar og segir Alexandra Aldís hana hafa lengi reynt að ýta sér út í læknisfræðina. Það var svo fyrir hvatningu frá pabba sínum, Heimi Karlssyni fjölmiðlamanni, að hún ákvað að skella sér í inntökupróf í læknisfræðinni. „Ég lærði í tvo mánuði eða þrjá og tók prófið og komst inn í fyrsta skipti. Núna er ég bara orðin ástfangin af þessu námi. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Sjá meira