Fögnuður og stóísk ró Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. júní 2018 10:00 Erlendur ferðamaður sem horfði á leik Íslands og Argentínu af risaskjá í miðborginni hafði á orði hversu heillandi væri að hafa orðið vitni að því fyrir leik hversu sannfærðir Íslendingar hefðu verið um velgengni sinna manna. Það er alveg rétt; þegar kom að þessum fyrsta leik Íslands á HM voru landsmenn og leikmenn sammála um að uppgjöf væri ekki valkostur. Íslendingar eru svo skemmtilega gerðir að þeir sáu litla hindrun í því að fyrsti leikur landsliðs þeirra á HM væri við eitt besta knattspyrnulið í heimi, sem þar að auki státar af einum snjallasta knattspyrnumanni nútímans, Lionel Messi. Viðhorfið var að þarna væri einmitt kjörið tækifæri til að sýna stórþjóð í fótboltanum að lítil þjóð hefði ýmislegt fram að færa. Það tókst með slíkum ágætum að þjóðin er enn í sigurvímu og umheimurinn hrífst með. Nú finnast hér á landi einstaklingar sem lítinn sem engan áhuga hafa á knattspyrnu. Af hyggindum hafa þeir ákveðið að vera ekkert sérstaklega að flagga því áhugaleysi og bíða rólegir eftir því að HM-æðið gangi yfir og þeir fái sínar sjónvarpsfréttir á réttum tíma. Jafnvel þessir einstaklingar hljóta að sjá heimspekilega fegurð í því að bæði hérlendis og erlendis er jafntefli í leik Íslands og Argentínu túlkað sem sigur fyrir Ísland, jafnvel stórsigur. Það skiptir máli hvernig menn berjast séu þeir í keppni. Lionel Messi segir að Ísland hafi nánast ekkert gert í leiknum. Þetta var ekki mat sérfræðinga á bresku sjónvarpsstöðvunum BBC og ITV sem hlóðu lofi á íslenska liðið. Þeir hrósuðu því fyrir jákvætt hugarfar, óbilandi þrek og sannan liðsanda í baráttu sem samkvæmt raunsæju mati hefði átt að vera fyrirfram töpuð. Þarna var talað eins og fótboltinn endurspeglaði lífið sjálft. Ef það er þannig þá eru skilaboðin sú að engin ástæða er til að leggja árar í bát þótt maður sé undir heldur halda áfram, verjast vel, nýta sóknarfæri og leitast þannig við að jafna leikinn. Það má finna hina fínustu heimspeki í fótboltanum. Íslendingar eru stundum sagðir lokaðir en geta líka verið gríðarlegt stemningsfólk. Þjóð, sem á til að hafa allt á hornum sér, er nú sameinuð í fölskvalausri gleði vegna árangurs landsliðsins. Stóísk ró er sannarlega ekki hugtak sem kemur upp í hugann þegar rýnt er í viðbrögð þjóðarinnar meðan á leik liðsins við Argentínu stóð og eftir að honum lauk. Þjóðin var að tapa sér í spennu og síðan taumlausri gleði, og það fer henni bara ansi vel. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson virtist þó allan tímann vera umvafinn stóískri ró. Meðan gríðarlegur fögnuður braust út meðal íslenskra áhorfenda þegar jöfnunarmark var skorað og víti varið þá brá Heimir ekki svip. Meðan aðrir misstu stjórn á sér sýndi þjálfarinn fullkomið æðruleysi. Að því má endalaust dást. Heimir Hallgrímsson var örugglega einn af mönnum þessa stórleiks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Erlendur ferðamaður sem horfði á leik Íslands og Argentínu af risaskjá í miðborginni hafði á orði hversu heillandi væri að hafa orðið vitni að því fyrir leik hversu sannfærðir Íslendingar hefðu verið um velgengni sinna manna. Það er alveg rétt; þegar kom að þessum fyrsta leik Íslands á HM voru landsmenn og leikmenn sammála um að uppgjöf væri ekki valkostur. Íslendingar eru svo skemmtilega gerðir að þeir sáu litla hindrun í því að fyrsti leikur landsliðs þeirra á HM væri við eitt besta knattspyrnulið í heimi, sem þar að auki státar af einum snjallasta knattspyrnumanni nútímans, Lionel Messi. Viðhorfið var að þarna væri einmitt kjörið tækifæri til að sýna stórþjóð í fótboltanum að lítil þjóð hefði ýmislegt fram að færa. Það tókst með slíkum ágætum að þjóðin er enn í sigurvímu og umheimurinn hrífst með. Nú finnast hér á landi einstaklingar sem lítinn sem engan áhuga hafa á knattspyrnu. Af hyggindum hafa þeir ákveðið að vera ekkert sérstaklega að flagga því áhugaleysi og bíða rólegir eftir því að HM-æðið gangi yfir og þeir fái sínar sjónvarpsfréttir á réttum tíma. Jafnvel þessir einstaklingar hljóta að sjá heimspekilega fegurð í því að bæði hérlendis og erlendis er jafntefli í leik Íslands og Argentínu túlkað sem sigur fyrir Ísland, jafnvel stórsigur. Það skiptir máli hvernig menn berjast séu þeir í keppni. Lionel Messi segir að Ísland hafi nánast ekkert gert í leiknum. Þetta var ekki mat sérfræðinga á bresku sjónvarpsstöðvunum BBC og ITV sem hlóðu lofi á íslenska liðið. Þeir hrósuðu því fyrir jákvætt hugarfar, óbilandi þrek og sannan liðsanda í baráttu sem samkvæmt raunsæju mati hefði átt að vera fyrirfram töpuð. Þarna var talað eins og fótboltinn endurspeglaði lífið sjálft. Ef það er þannig þá eru skilaboðin sú að engin ástæða er til að leggja árar í bát þótt maður sé undir heldur halda áfram, verjast vel, nýta sóknarfæri og leitast þannig við að jafna leikinn. Það má finna hina fínustu heimspeki í fótboltanum. Íslendingar eru stundum sagðir lokaðir en geta líka verið gríðarlegt stemningsfólk. Þjóð, sem á til að hafa allt á hornum sér, er nú sameinuð í fölskvalausri gleði vegna árangurs landsliðsins. Stóísk ró er sannarlega ekki hugtak sem kemur upp í hugann þegar rýnt er í viðbrögð þjóðarinnar meðan á leik liðsins við Argentínu stóð og eftir að honum lauk. Þjóðin var að tapa sér í spennu og síðan taumlausri gleði, og það fer henni bara ansi vel. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson virtist þó allan tímann vera umvafinn stóískri ró. Meðan gríðarlegur fögnuður braust út meðal íslenskra áhorfenda þegar jöfnunarmark var skorað og víti varið þá brá Heimir ekki svip. Meðan aðrir misstu stjórn á sér sýndi þjálfarinn fullkomið æðruleysi. Að því má endalaust dást. Heimir Hallgrímsson var örugglega einn af mönnum þessa stórleiks.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun