Sá þriðji til að spila í fimm lokakeppnum HM Arnar Geir Halldórsson skrifar 18. júní 2018 07:30 Marquez í leiknum í gær vísir/getty Mexíkóski varnarmaðurinn Rafael Marquez skráði nafn sitt á spjöld HM-sögunnar þegar hann kom inn á sem varamaður í fræknum sigri Mexíkó á heimsmeisturum Þjóðverja í gær. Hinn 39 ára gamli Marquez kom inná á 74.mínútu. Hann hefur nú spilað í fimm lokakeppnum HM og kemur sér þar með í hóp með landa sínum, Antonio Carbajal og þýsku goðsögninni Lothar Matthaus en þessir þrír eru þeir einu sem hafa náð að spila í fimm lokakeppnum. „Ég var ekki að hugsa um þetta met þegar ég kom inn á. Leikurinn var í járnum og ég vildi bara skila mínu. Það var mikið undir,“ sagði gamla brýnið í lok leiks. Hann trúir því að Mexíkó geti náð langt í keppninni. „Ég er í frábæru formi og líður vel fyrir framhaldið í keppninni. Það hafði enginn trú á að við gætum náð úrslitum gegn Þýskalandi nema við sjálfir. Við höfum öll tól til að ná langt í þessari keppni.“ Marquez spilaði í fyrsta skipti á HM í Suður-Kóreu og Japan árið 2002 og var svo með Mexíkó 2006, 2010, 2014 og í ár. Hann gerði garðinn frægan með Barcelona á árunum 2003-2010 en hefur auk þess leikið með Monaco, New York Red Bulls, Leon, Hellas Verona og uppeldisfélagi sínu; Atlas í Mexíkó þar sem hann leikur nú. Gianluigi Buffon var í hópi Ítala í fimm lokakeppnum en spilaði ekkert á HM í Frakklandi 1998 þegar Gianluca Pagluica varði mark Ítala. Buffon og félagar misstu af farseðli á HM í Rússlandi með því að tapa fyrir Svíum í umspili. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fögnuðu svo mikið að jarðskjálftamælar fóru af stað Mexíkó náði einum bestu úrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi til þessa með 1-0 sigir á ríkjandi heimsmeisturum Þjóðverja í dag. 17. júní 2018 22:00 Lozano hetjan í sigri Mexíkó Mexíkó bar sigur úr býtum gegn Þýskalandi í fyrsta leik F-riðils á HM í Rússlandi en það var Hirving Lozano sem skoraði eina mark leiksins. 17. júní 2018 16:45 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Mexíkóski varnarmaðurinn Rafael Marquez skráði nafn sitt á spjöld HM-sögunnar þegar hann kom inn á sem varamaður í fræknum sigri Mexíkó á heimsmeisturum Þjóðverja í gær. Hinn 39 ára gamli Marquez kom inná á 74.mínútu. Hann hefur nú spilað í fimm lokakeppnum HM og kemur sér þar með í hóp með landa sínum, Antonio Carbajal og þýsku goðsögninni Lothar Matthaus en þessir þrír eru þeir einu sem hafa náð að spila í fimm lokakeppnum. „Ég var ekki að hugsa um þetta met þegar ég kom inn á. Leikurinn var í járnum og ég vildi bara skila mínu. Það var mikið undir,“ sagði gamla brýnið í lok leiks. Hann trúir því að Mexíkó geti náð langt í keppninni. „Ég er í frábæru formi og líður vel fyrir framhaldið í keppninni. Það hafði enginn trú á að við gætum náð úrslitum gegn Þýskalandi nema við sjálfir. Við höfum öll tól til að ná langt í þessari keppni.“ Marquez spilaði í fyrsta skipti á HM í Suður-Kóreu og Japan árið 2002 og var svo með Mexíkó 2006, 2010, 2014 og í ár. Hann gerði garðinn frægan með Barcelona á árunum 2003-2010 en hefur auk þess leikið með Monaco, New York Red Bulls, Leon, Hellas Verona og uppeldisfélagi sínu; Atlas í Mexíkó þar sem hann leikur nú. Gianluigi Buffon var í hópi Ítala í fimm lokakeppnum en spilaði ekkert á HM í Frakklandi 1998 þegar Gianluca Pagluica varði mark Ítala. Buffon og félagar misstu af farseðli á HM í Rússlandi með því að tapa fyrir Svíum í umspili.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fögnuðu svo mikið að jarðskjálftamælar fóru af stað Mexíkó náði einum bestu úrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi til þessa með 1-0 sigir á ríkjandi heimsmeisturum Þjóðverja í dag. 17. júní 2018 22:00 Lozano hetjan í sigri Mexíkó Mexíkó bar sigur úr býtum gegn Þýskalandi í fyrsta leik F-riðils á HM í Rússlandi en það var Hirving Lozano sem skoraði eina mark leiksins. 17. júní 2018 16:45 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Fögnuðu svo mikið að jarðskjálftamælar fóru af stað Mexíkó náði einum bestu úrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi til þessa með 1-0 sigir á ríkjandi heimsmeisturum Þjóðverja í dag. 17. júní 2018 22:00
Lozano hetjan í sigri Mexíkó Mexíkó bar sigur úr býtum gegn Þýskalandi í fyrsta leik F-riðils á HM í Rússlandi en það var Hirving Lozano sem skoraði eina mark leiksins. 17. júní 2018 16:45