Þjóðgarður er garður fyrir almenning Þorsteinn Ásgeirsson skrifar 19. júní 2018 07:00 Umhverfisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið 13. júní sl. þar sem hann er að reka áróður fyrir friðun og áætlunum um að gera allt hálendið að þjóðgarði. Hann telur að mikill fjárhagslegur akkur sé í þjóðgörðum og nefnir útreikninga á þjóðgarðinum á vesturhluta Snæfellsness. Sá þjóðgarður er aðgengilegur bæði á bílum og gangandi umferð. Þar er þjónustuhús og upplýsingaskilti sem auka verðmætið. Af ýmsu má ráða að þarna tali úllfur í sauðargæru. Hann segir t.d. að náttúruna eigi að vernda náttúrunnar vegna. Þó það eigi við um einstakt lífríki og jarðmyndanir þá telja flestir Íslendingar að náttúruna eigi að vernda fyrir menn, en það hlýtur að vera forsenda þess að þjóðgarður skapi tekjur. Þeir gera það aðeins ef þeir eru raunverulegir þjóð-garðar, þ.e. aðgengilegir fyrir almenning. Ég hef ekki séð áætlanir um að gera miðhálendið aðgengilegra með vegalagningu, uppbyggingu þjónustu og fræðsluhúsa og sérstöku aðgengi fyrir fatlaða. Reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði sem yrði hluti þessa þjóðgarðs og á sambærilegu landi er þvert á móti sú að menn hafa lokað leiðum í stað þess að bæta aðgengið. Það er hægt að fela hagfræðistofnun það hlutverk að reikna út hagnað af garðinum með því að telja alla fjölgun ferðamanna honum að þakka eða a.m.k. þann hluta þeirra sem hafa farið í Skaftafell og Jökulsárlón. Það er hins vegar mjög óvísindaleg nálgun því líkur eru á því að sami fjöldi hefði farið á staðinn þó þjóðgarðurinn hefði ekki verið stofnaður. Ferðamönnum fjölgar ekki við að skipta um nafn. Þá eru sérfræðingar sem umhverfisráðherra mærir í greininni sérfræðingar í náttúruvernd. Það kemur ekki fram að neinn þeirra sé sérfræðingur í að leyfa almenningi að njóta náttúrunnar á sjálfbæran hátt. Margir náttúrverndarsinnar hafa tekið hugtakið ósnortin víðerni eins og það er skilgreint í útlöndum og snarað því yfir á íslensku.Verndun fyrir menn Þar setja þeir á sömu mælistiku Amazonsvæðið og Sprengisand. Annars vegar er svæði sem þarf að vernda náttúrunnar vegna þar sem þar er mikill auður í jurtum, dýralífi og tilvist mjög frumstæðra ættflokka. Það takmarkaða jurtalíf sem er á Sprengisandi er aftur á móti víðast á hröðu undanhaldi vegna loftslagsbreytinga. Verndun hans er því fyrst og fremst til að menn geti notið þess stórbrotna umhverfis sem þar er. Þar eru ósnortin víðerni aðallega fyrir almenning að njóta. Ég hef ekki á móti þjóðgarði ef hann stendur undir nafni og almenningur fái aðgang. Þá verða menn að sníða hugtakið ósnortin víðerni að því og leyfa að víða liggi vegir, þar sé bílastæði og lágmarks þjónustuhús sem eru felld inn í umhverfið og samlagast því. Mikill kostnaður fer einnig í að vernda svæðin fyrir ágangi án þess að loka þeim. Stígar og vegaslóðar verða að vera þannig að menn vaði ekki mikið út fyrir þá. Mikil gæsla þarf að vera á viðkvæmustu stöðunum. Merkingar verða að vera greinilegar öfugt við það sem skilgreint er um ósnortin víðerni. Litlar merkingar bjóða hættunni heim. Reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði lofar ekki góðu. Hvernig væri að leggja fé í að gera hann að þjóðgarði sem skilar raunverulegum mælanlegum tekjum, í sátt við sveitarfélög og útivistarsamtök og nota þá reynslu til að sannfæra fólk um ágæti stækkunarinnar. Meðan beðið er eftir stækkun þjóðgarðsins getur umhverfisráðherra beitt sér fyrir friðun einstakra bletta á hálendinu sem viðkvæmastir eru.Höfundur er pípulagningameistari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Umhverfisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið 13. júní sl. þar sem hann er að reka áróður fyrir friðun og áætlunum um að gera allt hálendið að þjóðgarði. Hann telur að mikill fjárhagslegur akkur sé í þjóðgörðum og nefnir útreikninga á þjóðgarðinum á vesturhluta Snæfellsness. Sá þjóðgarður er aðgengilegur bæði á bílum og gangandi umferð. Þar er þjónustuhús og upplýsingaskilti sem auka verðmætið. Af ýmsu má ráða að þarna tali úllfur í sauðargæru. Hann segir t.d. að náttúruna eigi að vernda náttúrunnar vegna. Þó það eigi við um einstakt lífríki og jarðmyndanir þá telja flestir Íslendingar að náttúruna eigi að vernda fyrir menn, en það hlýtur að vera forsenda þess að þjóðgarður skapi tekjur. Þeir gera það aðeins ef þeir eru raunverulegir þjóð-garðar, þ.e. aðgengilegir fyrir almenning. Ég hef ekki séð áætlanir um að gera miðhálendið aðgengilegra með vegalagningu, uppbyggingu þjónustu og fræðsluhúsa og sérstöku aðgengi fyrir fatlaða. Reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði sem yrði hluti þessa þjóðgarðs og á sambærilegu landi er þvert á móti sú að menn hafa lokað leiðum í stað þess að bæta aðgengið. Það er hægt að fela hagfræðistofnun það hlutverk að reikna út hagnað af garðinum með því að telja alla fjölgun ferðamanna honum að þakka eða a.m.k. þann hluta þeirra sem hafa farið í Skaftafell og Jökulsárlón. Það er hins vegar mjög óvísindaleg nálgun því líkur eru á því að sami fjöldi hefði farið á staðinn þó þjóðgarðurinn hefði ekki verið stofnaður. Ferðamönnum fjölgar ekki við að skipta um nafn. Þá eru sérfræðingar sem umhverfisráðherra mærir í greininni sérfræðingar í náttúruvernd. Það kemur ekki fram að neinn þeirra sé sérfræðingur í að leyfa almenningi að njóta náttúrunnar á sjálfbæran hátt. Margir náttúrverndarsinnar hafa tekið hugtakið ósnortin víðerni eins og það er skilgreint í útlöndum og snarað því yfir á íslensku.Verndun fyrir menn Þar setja þeir á sömu mælistiku Amazonsvæðið og Sprengisand. Annars vegar er svæði sem þarf að vernda náttúrunnar vegna þar sem þar er mikill auður í jurtum, dýralífi og tilvist mjög frumstæðra ættflokka. Það takmarkaða jurtalíf sem er á Sprengisandi er aftur á móti víðast á hröðu undanhaldi vegna loftslagsbreytinga. Verndun hans er því fyrst og fremst til að menn geti notið þess stórbrotna umhverfis sem þar er. Þar eru ósnortin víðerni aðallega fyrir almenning að njóta. Ég hef ekki á móti þjóðgarði ef hann stendur undir nafni og almenningur fái aðgang. Þá verða menn að sníða hugtakið ósnortin víðerni að því og leyfa að víða liggi vegir, þar sé bílastæði og lágmarks þjónustuhús sem eru felld inn í umhverfið og samlagast því. Mikill kostnaður fer einnig í að vernda svæðin fyrir ágangi án þess að loka þeim. Stígar og vegaslóðar verða að vera þannig að menn vaði ekki mikið út fyrir þá. Mikil gæsla þarf að vera á viðkvæmustu stöðunum. Merkingar verða að vera greinilegar öfugt við það sem skilgreint er um ósnortin víðerni. Litlar merkingar bjóða hættunni heim. Reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði lofar ekki góðu. Hvernig væri að leggja fé í að gera hann að þjóðgarði sem skilar raunverulegum mælanlegum tekjum, í sátt við sveitarfélög og útivistarsamtök og nota þá reynslu til að sannfæra fólk um ágæti stækkunarinnar. Meðan beðið er eftir stækkun þjóðgarðsins getur umhverfisráðherra beitt sér fyrir friðun einstakra bletta á hálendinu sem viðkvæmastir eru.Höfundur er pípulagningameistari
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun