Pólitískur og rökfræðilegur ómöguleiki Þórlindur Kjartansson skrifar 1. júní 2018 07:00 Bandarísku flugmennirnir á ítölsku eynni Pianosa í seinni heimsstyrjöldinni þurftu að glíma við ýmiss konar harðræði og fáránleika. Þetta er að minnsta kosti uppleggið í skáldsögu eftir Joseph Heller. Þar segir einmitt frá hinni frægu reglu „Catch-22“.Enginn heilvita maður Söguhetjan Yossarian var einn af þessum flugmönnum sem þurftu í sífellu að sendast yfir hafið til þess að varpa sprengjum á óvinaherinn. Þetta var hættuleg iðja því óvinurinn var lítt hrifinn af sprengjuregninu og reyndi því af öllum mætti að skjóta sprengjuvélarnar niður. Yossarian tók þessar árásir mjög persónulega og vildi ólmur losna undan því að vera sendur í þessar sprengjuferðir. Eitt skiptið sem oftar fer hann til læknisins á herstöðinni og heimtar að fá uppáskrift um að hann sé óhæfur til að fljúga fleiri sprengjuleiðangra. Læknirinn harðneitar og bregður flugmaðurinn á það ráð að segjast vera geðbilaður, og spyr lækninn hvort hann þurfi ekki að setja geðbilaða menn í flugbann. Læknirinn staðfestir að sér beri skylda til þess. „Það er regla sem segir að ég verði að setja hvern þann í flugbann sem er veikur á geði.“ Þá hvetur Yossarian lækninn til þess að spyrja aðra í herdeildinni og að þeir muni allir staðfesta að hann sé geðbilaður. Þessu þverneitar læknirinn og segir að ekkert mark sé takandi á hinum flugmönnunum af því þeir séu allir snarbilaðir á geði. Yossarian spyr þá hvort hann þurfi ekki að setja þá alla í flugbann, og læknirinn segist vissulega mundi þurfa að gera það, en það sé hluti af reglunni að menn þurfi að biðja um að vera settir í flugbann. „En af hverju biður enginn um að vera settur í flugbann“ spyr Yossarian. „Það er vegna þess að þeir eru allir bilaðir,“ svarar læknirinn. Og til þess að fullkomna fáránleikann þá segir læknirinn að hver sá sem reynir að komast undan herþjónustu með því að segjast vera geðbilaður sé augljóslega heill á geði því einungis sá sem er bilaður á geði myndi kjósa að gegna herþjónustu ef hann gæti komist hjá því. Og þetta er hin fræga regla „Catch-22“. Steingrímur í bobba Þegar upp koma fáránlegar aðstæður, einkum í tengslum við opinbera stjórnsýslu og skriffinnsku, þá er gjarnan talað um „Catch-22“ ástand. Og nú er píratinn Björn Leví Gunnarsson búinn að koma Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í þannig stöðu. Björn Leví sendi nefnilega forsetanum fyrirspurn þar sem óskað var eftir skriflegu svari við spurningunni: „Hvaða óskráðu reglur og hefðir gilda um störf þingmanna?“ og vitaskuld er óskað eftir skriflegu svari. Ef Steingrímur J. Sigfússon svarar fyrirspurninni þá hefur hann um leið skrásett hinar óskráðu reglur og eru þær þá að sjálfsögðu ekki lengur óskráðar heldur skráðar og eru þá samkvæmt skilgreiningu ekki lengur nothæft svar við fyrirspurninni. Það gildir um þetta viðfangsefni Steingríms hið sama og um þögnina, sem hverfur um leið og hún er nefnd. Kurteisi eða valdboð Þessi heimspekilega gildra er þó ekki aðeins áhugaverð út frá hinni skemmtilegu rökleysu sem hún býður upp á heldur endurspeglar hún kröfuna um að til séu skráðar reglur og ferlar um allt mögulegt. Það má jafnvel greina ákveðna tortryggni í garð „óskráðra reglna“ eins og þær séu leyndarmál sem einungis innvígðum og innmúruðum er sagt frá—en svo eru aðrir skammaðir fyrir að kunna ekki að hegða sér í samræmi við þær. En raunin er sú að langstærstur hluti af þeim reglum sem við fylgjum í lífinu eru óskráðar. Það er til dæmis engin skráð regla eða lög sem bannar manni að borða bæði næstsíðustu og síðustu pönnukökuna á disknum; það er bara dónalegt. Það er heldur engin skráð regla sem fyrirskipar að knattspyrnulið hendi boltanum aftur til mótherjans ef boltinn var settur úr leik til að hlúa að meiðslum; annað þykir einfaldlega ódrengilegt. Og það mun vera óskráð regla á Alþingi að þegar þingmaður flytur sína fyrstu ræðu þá sé honum sýnd sú miskunn að ekki sé komið upp til andsvara. Þessar óskráðu reglur hafa einmitt vægi í samfélaginu af því að þær byggjast á dómgreind fólks, kurteisi og drengskap, en ekki valdboði. Ef þær væru hins vegar skráðar þá væri ekki lengur nein dyggð fólgin í að fylgja þeim og það yrði hætt við að þær yrðu misnotaðar. Á öllum heimilum, skólum og vinnustöðum gilda ýmiss konar samskiptareglur og hefðir sem þróast smám saman í takt við þarfir og tíðaranda. Og það gildir svipað um þessar reglur, eins og reglu læknisins á Pianosa, að um leið og reynt er að skrá rökrétta og gagnlega óskráða reglu þá er líklegt að hún umbreytist í ógagnlega og órökrétta reglugerðarþvælu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Bandarísku flugmennirnir á ítölsku eynni Pianosa í seinni heimsstyrjöldinni þurftu að glíma við ýmiss konar harðræði og fáránleika. Þetta er að minnsta kosti uppleggið í skáldsögu eftir Joseph Heller. Þar segir einmitt frá hinni frægu reglu „Catch-22“.Enginn heilvita maður Söguhetjan Yossarian var einn af þessum flugmönnum sem þurftu í sífellu að sendast yfir hafið til þess að varpa sprengjum á óvinaherinn. Þetta var hættuleg iðja því óvinurinn var lítt hrifinn af sprengjuregninu og reyndi því af öllum mætti að skjóta sprengjuvélarnar niður. Yossarian tók þessar árásir mjög persónulega og vildi ólmur losna undan því að vera sendur í þessar sprengjuferðir. Eitt skiptið sem oftar fer hann til læknisins á herstöðinni og heimtar að fá uppáskrift um að hann sé óhæfur til að fljúga fleiri sprengjuleiðangra. Læknirinn harðneitar og bregður flugmaðurinn á það ráð að segjast vera geðbilaður, og spyr lækninn hvort hann þurfi ekki að setja geðbilaða menn í flugbann. Læknirinn staðfestir að sér beri skylda til þess. „Það er regla sem segir að ég verði að setja hvern þann í flugbann sem er veikur á geði.“ Þá hvetur Yossarian lækninn til þess að spyrja aðra í herdeildinni og að þeir muni allir staðfesta að hann sé geðbilaður. Þessu þverneitar læknirinn og segir að ekkert mark sé takandi á hinum flugmönnunum af því þeir séu allir snarbilaðir á geði. Yossarian spyr þá hvort hann þurfi ekki að setja þá alla í flugbann, og læknirinn segist vissulega mundi þurfa að gera það, en það sé hluti af reglunni að menn þurfi að biðja um að vera settir í flugbann. „En af hverju biður enginn um að vera settur í flugbann“ spyr Yossarian. „Það er vegna þess að þeir eru allir bilaðir,“ svarar læknirinn. Og til þess að fullkomna fáránleikann þá segir læknirinn að hver sá sem reynir að komast undan herþjónustu með því að segjast vera geðbilaður sé augljóslega heill á geði því einungis sá sem er bilaður á geði myndi kjósa að gegna herþjónustu ef hann gæti komist hjá því. Og þetta er hin fræga regla „Catch-22“. Steingrímur í bobba Þegar upp koma fáránlegar aðstæður, einkum í tengslum við opinbera stjórnsýslu og skriffinnsku, þá er gjarnan talað um „Catch-22“ ástand. Og nú er píratinn Björn Leví Gunnarsson búinn að koma Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í þannig stöðu. Björn Leví sendi nefnilega forsetanum fyrirspurn þar sem óskað var eftir skriflegu svari við spurningunni: „Hvaða óskráðu reglur og hefðir gilda um störf þingmanna?“ og vitaskuld er óskað eftir skriflegu svari. Ef Steingrímur J. Sigfússon svarar fyrirspurninni þá hefur hann um leið skrásett hinar óskráðu reglur og eru þær þá að sjálfsögðu ekki lengur óskráðar heldur skráðar og eru þá samkvæmt skilgreiningu ekki lengur nothæft svar við fyrirspurninni. Það gildir um þetta viðfangsefni Steingríms hið sama og um þögnina, sem hverfur um leið og hún er nefnd. Kurteisi eða valdboð Þessi heimspekilega gildra er þó ekki aðeins áhugaverð út frá hinni skemmtilegu rökleysu sem hún býður upp á heldur endurspeglar hún kröfuna um að til séu skráðar reglur og ferlar um allt mögulegt. Það má jafnvel greina ákveðna tortryggni í garð „óskráðra reglna“ eins og þær séu leyndarmál sem einungis innvígðum og innmúruðum er sagt frá—en svo eru aðrir skammaðir fyrir að kunna ekki að hegða sér í samræmi við þær. En raunin er sú að langstærstur hluti af þeim reglum sem við fylgjum í lífinu eru óskráðar. Það er til dæmis engin skráð regla eða lög sem bannar manni að borða bæði næstsíðustu og síðustu pönnukökuna á disknum; það er bara dónalegt. Það er heldur engin skráð regla sem fyrirskipar að knattspyrnulið hendi boltanum aftur til mótherjans ef boltinn var settur úr leik til að hlúa að meiðslum; annað þykir einfaldlega ódrengilegt. Og það mun vera óskráð regla á Alþingi að þegar þingmaður flytur sína fyrstu ræðu þá sé honum sýnd sú miskunn að ekki sé komið upp til andsvara. Þessar óskráðu reglur hafa einmitt vægi í samfélaginu af því að þær byggjast á dómgreind fólks, kurteisi og drengskap, en ekki valdboði. Ef þær væru hins vegar skráðar þá væri ekki lengur nein dyggð fólgin í að fylgja þeim og það yrði hætt við að þær yrðu misnotaðar. Á öllum heimilum, skólum og vinnustöðum gilda ýmiss konar samskiptareglur og hefðir sem þróast smám saman í takt við þarfir og tíðaranda. Og það gildir svipað um þessar reglur, eins og reglu læknisins á Pianosa, að um leið og reynt er að skrá rökrétta og gagnlega óskráða reglu þá er líklegt að hún umbreytist í ógagnlega og órökrétta reglugerðarþvælu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun