Heilbrigðisþjónustan – hvert stefnir? Úrsúla Jünemann skrifar 1. júní 2018 07:00 Hvað er betra? Að fyrirbyggja eða bíða og laga seinna ? Hver myndi ekki fara með bílinn í skoðun þegar óþægileg skrölthljóð gera vart við sig? Fara á verkstæði áður en bíllinn verður óökuhæfur? Hver vildi ekki fara upp á þak og kanna vandann þegar byrjar að leka, drífa í nauðsynlegum viðgerðum og þar með að fyrirbyggja að meira tjón verði? Hver sem vill eiga fallegan garð myndi ekki reyta upp óæskilegan gróður áður en sá leggur allan garðinn undir sig? Það er vitað mál að aðgerð í tæka tíð sparar peninga og vinnu seinna meir. En hvernig standa málin hjá okkur mannfólki? Menn geta orðið fyrir alls konar áföllum sem bæði líkamlega og andlega heilsu snertir. Hvaða möguleika eigum við á að fá hjálp og meðferð í tæka tíð? Langir biðlistar í heilbrigðisþjónustunni tala sínu máli. Hvað þarf til dæmis barn með geðræn vandamál að bíða lengi eftir greiningu og í framhaldi af því viðeigandi meðferð? Hvað er biðlistinn langur til að komast inn á Vog í áfengis- eða fikniefnameðferð? Hversu lengi þurfa menn að bíða eftir liðskiptaaðgerð og þar með að geta byrjað nýtt líf án sársauka og verkjatöfluáts? Hversu vel gengur að komast í endurhæfingu og sjúkraþjálfun óháð því hvernig efnahagurinn er? Sú sem skrifar hér er nýkomin úr endurhæfingu hjá NLFI í Hveragerði. Þar er unnið einstaklega gott starf og menn eru margir að koma heim endurnærðir og tilbúnir að takast á við daglegt líf eftir sinni getu upp á nýtt. Mér er með öllu óskiljanlegt að svona stofnun þarf stöðugt að skera niður í sinni starfsemi vegna fjárskorts. Sama sagan er að segja frá Reykjalundi í Mosfellsbæ. Og hvernig er ástandið á Grensásdeildinni? Að grípa inn í tímanlega og hjálpa fólki að ná betri heilsu, starfsgetu og tækifæri til að geta lifað ánægjulegu lífi má auðvitað skoða frá fjárhagslegum sjónarhóli. Menn sem komast í viðeigandi meðferð án þess að þurfa að bíða lengi og fá þar með orku og starfsgetu fyrr eru þjóðfélaginu ekki eins dýrir en þeir sem geta sökum veikinda af alls konar tagi ekki lagt neitt til. En það er auðvitað svo miklu meira í húfi: Lífsgæði og ánægjan yfir því að vera til eykst með því að heilsan er í lagi og að menn upplifa sig sem manneskju sem skiptir máli og getur orðið að einhverju gagni. Með því að setja menn endalaust á biðlista erum við að ýta vandamálunum á undan okkur þangað til þau stækka og stækka. Að gera við í tæka tíð þýðir að spara á endanum. Við eigum ekki að kasta krónum til að spara aura með því að fresta aðgerðum. Það ætti einnig að endurskoða hvort hægt væri að bjóða fólki upp á reglulega og ókeypis krabbameinsleit. Hversu margir gætu notið þeirrar þjónustu miðað við þann kostnað vegna eins sjúklings sem þarf á krabbameinsmeðferð að halda. Og þá tölum við ekki um ómælda þjáningu sem fylgir slíkum sjúkdómum. Ég vona að nýi heilbrigðisráðherrann skoði þessi mál með opnum hug og blási til aðgerða til að afmá ómanneskjulega biðlista. Einnig að hún sjái til þess að lagt verði meira fjármagn í þær stofnanir sem sjá um endurhæfingu af alls konar tagi.Höfundur er kennari á eftirlaunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Sjá meira
Hvað er betra? Að fyrirbyggja eða bíða og laga seinna ? Hver myndi ekki fara með bílinn í skoðun þegar óþægileg skrölthljóð gera vart við sig? Fara á verkstæði áður en bíllinn verður óökuhæfur? Hver vildi ekki fara upp á þak og kanna vandann þegar byrjar að leka, drífa í nauðsynlegum viðgerðum og þar með að fyrirbyggja að meira tjón verði? Hver sem vill eiga fallegan garð myndi ekki reyta upp óæskilegan gróður áður en sá leggur allan garðinn undir sig? Það er vitað mál að aðgerð í tæka tíð sparar peninga og vinnu seinna meir. En hvernig standa málin hjá okkur mannfólki? Menn geta orðið fyrir alls konar áföllum sem bæði líkamlega og andlega heilsu snertir. Hvaða möguleika eigum við á að fá hjálp og meðferð í tæka tíð? Langir biðlistar í heilbrigðisþjónustunni tala sínu máli. Hvað þarf til dæmis barn með geðræn vandamál að bíða lengi eftir greiningu og í framhaldi af því viðeigandi meðferð? Hvað er biðlistinn langur til að komast inn á Vog í áfengis- eða fikniefnameðferð? Hversu lengi þurfa menn að bíða eftir liðskiptaaðgerð og þar með að geta byrjað nýtt líf án sársauka og verkjatöfluáts? Hversu vel gengur að komast í endurhæfingu og sjúkraþjálfun óháð því hvernig efnahagurinn er? Sú sem skrifar hér er nýkomin úr endurhæfingu hjá NLFI í Hveragerði. Þar er unnið einstaklega gott starf og menn eru margir að koma heim endurnærðir og tilbúnir að takast á við daglegt líf eftir sinni getu upp á nýtt. Mér er með öllu óskiljanlegt að svona stofnun þarf stöðugt að skera niður í sinni starfsemi vegna fjárskorts. Sama sagan er að segja frá Reykjalundi í Mosfellsbæ. Og hvernig er ástandið á Grensásdeildinni? Að grípa inn í tímanlega og hjálpa fólki að ná betri heilsu, starfsgetu og tækifæri til að geta lifað ánægjulegu lífi má auðvitað skoða frá fjárhagslegum sjónarhóli. Menn sem komast í viðeigandi meðferð án þess að þurfa að bíða lengi og fá þar með orku og starfsgetu fyrr eru þjóðfélaginu ekki eins dýrir en þeir sem geta sökum veikinda af alls konar tagi ekki lagt neitt til. En það er auðvitað svo miklu meira í húfi: Lífsgæði og ánægjan yfir því að vera til eykst með því að heilsan er í lagi og að menn upplifa sig sem manneskju sem skiptir máli og getur orðið að einhverju gagni. Með því að setja menn endalaust á biðlista erum við að ýta vandamálunum á undan okkur þangað til þau stækka og stækka. Að gera við í tæka tíð þýðir að spara á endanum. Við eigum ekki að kasta krónum til að spara aura með því að fresta aðgerðum. Það ætti einnig að endurskoða hvort hægt væri að bjóða fólki upp á reglulega og ókeypis krabbameinsleit. Hversu margir gætu notið þeirrar þjónustu miðað við þann kostnað vegna eins sjúklings sem þarf á krabbameinsmeðferð að halda. Og þá tölum við ekki um ómælda þjáningu sem fylgir slíkum sjúkdómum. Ég vona að nýi heilbrigðisráðherrann skoði þessi mál með opnum hug og blási til aðgerða til að afmá ómanneskjulega biðlista. Einnig að hún sjái til þess að lagt verði meira fjármagn í þær stofnanir sem sjá um endurhæfingu af alls konar tagi.Höfundur er kennari á eftirlaunum
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun