Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2018 05:57 Í Djúpavík á Ströndum VÍSIR/STEFÁN Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. Kærendur telja að ekki hafi rétt verið staðið að kosningunum og að gallar á framkvæmdinni hafi verið slíkir að líklegt verður að teljast að það hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Í kærunni, sem greint er frá í Morgunblaðinu í dag, er málsmeðferð hreppsnefndar, oddvita hreppsnefndar og Þjóðskrár Íslands sögð vera gagnrýnd harðlega. Árneshreppur hefur verið fyrirferðamikill í fréttum að undanförnu vegna lögheimilisflutninga í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. Í hreppnum er tekist á um byggingu Hvalárvirkjunnar og ætlað var að lögheimilisflutningarnir væru til að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Að endingu felldi Þjóðskrá úr gildi lögheimilisflutning tæplega 20 einstaklinga.Sjá einnig: Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í ÁrneshreppiÍ fyrrnefndri kæru er hreppsnefnd sögð hafa brotið gegn ákvæðum um að taka til meðferðar athugasemdir frá öðrum en Þjóðskrá og ákvæðum laga um leiðréttingar á kjörskrá, er fram kemur í Morgunblaðinu. Jafnframt hafa kærendur ýmislegt við framlagningu kjörskrárinnar að athuga, ásamt því að vanda málsmeðferð Þjóðskrár ekki kveðjurnar. Í kærunni er því einnig haldið fram að skilyrði séu uppfyllt fyrir að ógilda niðurstöður kosninganna. Vísa kærendurnir til ákvörðunar Hæstaréttar frá 2011 um lögmæti kosninga til stjórnlagaráðs, máli sínu til stuðnings. Árneshreppur Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. 30. maí 2018 23:15 Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. Kærendur telja að ekki hafi rétt verið staðið að kosningunum og að gallar á framkvæmdinni hafi verið slíkir að líklegt verður að teljast að það hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Í kærunni, sem greint er frá í Morgunblaðinu í dag, er málsmeðferð hreppsnefndar, oddvita hreppsnefndar og Þjóðskrár Íslands sögð vera gagnrýnd harðlega. Árneshreppur hefur verið fyrirferðamikill í fréttum að undanförnu vegna lögheimilisflutninga í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. Í hreppnum er tekist á um byggingu Hvalárvirkjunnar og ætlað var að lögheimilisflutningarnir væru til að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Að endingu felldi Þjóðskrá úr gildi lögheimilisflutning tæplega 20 einstaklinga.Sjá einnig: Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í ÁrneshreppiÍ fyrrnefndri kæru er hreppsnefnd sögð hafa brotið gegn ákvæðum um að taka til meðferðar athugasemdir frá öðrum en Þjóðskrá og ákvæðum laga um leiðréttingar á kjörskrá, er fram kemur í Morgunblaðinu. Jafnframt hafa kærendur ýmislegt við framlagningu kjörskrárinnar að athuga, ásamt því að vanda málsmeðferð Þjóðskrár ekki kveðjurnar. Í kærunni er því einnig haldið fram að skilyrði séu uppfyllt fyrir að ógilda niðurstöður kosninganna. Vísa kærendurnir til ákvörðunar Hæstaréttar frá 2011 um lögmæti kosninga til stjórnlagaráðs, máli sínu til stuðnings.
Árneshreppur Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. 30. maí 2018 23:15 Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. 30. maí 2018 23:15
Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15
Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23