Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2018 05:57 Í Djúpavík á Ströndum VÍSIR/STEFÁN Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. Kærendur telja að ekki hafi rétt verið staðið að kosningunum og að gallar á framkvæmdinni hafi verið slíkir að líklegt verður að teljast að það hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Í kærunni, sem greint er frá í Morgunblaðinu í dag, er málsmeðferð hreppsnefndar, oddvita hreppsnefndar og Þjóðskrár Íslands sögð vera gagnrýnd harðlega. Árneshreppur hefur verið fyrirferðamikill í fréttum að undanförnu vegna lögheimilisflutninga í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. Í hreppnum er tekist á um byggingu Hvalárvirkjunnar og ætlað var að lögheimilisflutningarnir væru til að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Að endingu felldi Þjóðskrá úr gildi lögheimilisflutning tæplega 20 einstaklinga.Sjá einnig: Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í ÁrneshreppiÍ fyrrnefndri kæru er hreppsnefnd sögð hafa brotið gegn ákvæðum um að taka til meðferðar athugasemdir frá öðrum en Þjóðskrá og ákvæðum laga um leiðréttingar á kjörskrá, er fram kemur í Morgunblaðinu. Jafnframt hafa kærendur ýmislegt við framlagningu kjörskrárinnar að athuga, ásamt því að vanda málsmeðferð Þjóðskrár ekki kveðjurnar. Í kærunni er því einnig haldið fram að skilyrði séu uppfyllt fyrir að ógilda niðurstöður kosninganna. Vísa kærendurnir til ákvörðunar Hæstaréttar frá 2011 um lögmæti kosninga til stjórnlagaráðs, máli sínu til stuðnings. Árneshreppur Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. 30. maí 2018 23:15 Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. Kærendur telja að ekki hafi rétt verið staðið að kosningunum og að gallar á framkvæmdinni hafi verið slíkir að líklegt verður að teljast að það hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Í kærunni, sem greint er frá í Morgunblaðinu í dag, er málsmeðferð hreppsnefndar, oddvita hreppsnefndar og Þjóðskrár Íslands sögð vera gagnrýnd harðlega. Árneshreppur hefur verið fyrirferðamikill í fréttum að undanförnu vegna lögheimilisflutninga í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. Í hreppnum er tekist á um byggingu Hvalárvirkjunnar og ætlað var að lögheimilisflutningarnir væru til að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Að endingu felldi Þjóðskrá úr gildi lögheimilisflutning tæplega 20 einstaklinga.Sjá einnig: Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í ÁrneshreppiÍ fyrrnefndri kæru er hreppsnefnd sögð hafa brotið gegn ákvæðum um að taka til meðferðar athugasemdir frá öðrum en Þjóðskrá og ákvæðum laga um leiðréttingar á kjörskrá, er fram kemur í Morgunblaðinu. Jafnframt hafa kærendur ýmislegt við framlagningu kjörskrárinnar að athuga, ásamt því að vanda málsmeðferð Þjóðskrár ekki kveðjurnar. Í kærunni er því einnig haldið fram að skilyrði séu uppfyllt fyrir að ógilda niðurstöður kosninganna. Vísa kærendurnir til ákvörðunar Hæstaréttar frá 2011 um lögmæti kosninga til stjórnlagaráðs, máli sínu til stuðnings.
Árneshreppur Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. 30. maí 2018 23:15 Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. 30. maí 2018 23:15
Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15
Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23