10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2018 11:00 Robin van Persie skorar markið ótrúlega. vísir/getty Heimsmeistaramótið í fótbolta er stærsta og sterkasta fótboltamót í heimi og því er eðlilegt að þar láti ljós sitt skína bestu fótboltamenn í heimi. Bestu fótboltamenn í heimi eiga það til að gera flotta hluti inn á vellinum eins og að skora falleg mörk og þau hafa sést nokkur ótrúleg í gegnum tíðina. Eins og bara síðast á HM 2014 í Brasilíu. Markið sem vakti mest umtal var klárlega höfrungaskalli Robins van Persie fyrir Holland á móti Spáni en það mark var samt sem áður ekki kjörið það besta af FIFA. Flottasta markið skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodríguez með ótrúlegu skoti á móti Úrúgvæ en þessi hæfileikaríki miðjumaður skoraði tvö af þremur flottustu mörkum mótsins.James Rodríguez fagnar markinu ótrúlega.vísir/gettySeldur og aftur seldur Það vissu ekki margir hver James Rodríguez var þegar að franska liðið AS Monaco, þá í eigu moldríks auðjöfurs, keypti þennan 22 ára gamla Kólumbíumann frá Porto fyrir 45 milljónir Evra og gerði hann að einum dýrasta leikmanni sögunnar á þeim tíma. Ári síðar átti heimsbyggðin eftir að vita hver hann var. James fór á kostum með kólumbíska landsliðinu á HM 2014 og skoraði þriðja flottasta markið að mati FIFA í þriðja leik liðsins í riðlakeppninni á móti Japan. Það var þriðja markið hans í keppninni en miðjumaðurinn magnaði skoraði í öllum leikjum riðlakeppninnar. Afgreiðsla hans í fjórða og síðasta marki Kólumbíu á móti Japan var einstaklega snyrtileg. James hélt áfram að gera frábæra hluti í 16 liða úrslitunum þar sem að Kólumbía vann Úrúgvæ. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri en seinna markið var hreint ótrúlegt og var á endanum kjörið besta mark HM 2014. Hann hélt svo áfram að skora í átta liða úrslitunum þegar að hann setti eitt úr víti á móti Brasilíu en það dugði ekki til því Brassarnir unnu, 2-1, og komust í undanúrslitin þar sem að þeir fengu svo 7-1 skell á móti Þýskalandi. James var búinn að gera nóg til að heilla Real Madrid. Hann var keyptur þangað fyrir 74 milljónir evra eftir HM en samtals var búið að greiða fyrir hann rétt tæpar 100 milljónir evra á tveimur árum. Hann lauk keppni á HM 2014 sem markakóngur mótsins.James fékk gullskóinn á HM 2014 sem markakóngur mótsins.vísir/gettyHollenski höfrungurinn Spánverjar mættu til leiks á HM 2014 sem ríkjandi heims- og Evrópumeistarar. Þeir voru búnir að drottna yfir fótboltanum í ein sex ár þegar að kom að fyrsta leik á móti Hollandi á HM í Brasilíu. Skemmst er frá að segja að þar endaði drottnun Spánverja. Louis van Gaal og hans menn völtuðu yfir Hollendinga, 5-1. Robin van Persie skoraði tvö mörk og annað þeirra var eitt það ótrúlegasta sem sést hefur í lokakeppni stórmóts og þó víðar væri leitað. Van Persie tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skalla boltann eftir langa sendingu yfir Iker Casillas og í markið með höfrungahoppi. Hreint mögnuð tilþrif hjá honum og hollenska liðinu sem vann alla leiki sína í riðlinum. Hollendingar komust alla leið í undanúrslitin en töpuðu þar fyrir Argentínu í vítaspyrnukeppni eftir að þeir unnu Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitunum. Þeir hirtu bronsið á endanum með 3-0 sigri á særðum Brössum sem voru enn í áfalli eftir 7-1 tapið í undanúrslitaleiknum á móti Þýskalandi.Mörkin voru glæsileg á HM 2014 í fótbolta en tíu flottust mörkin má sjá með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Heimsmeistaramótið í fótbolta er stærsta og sterkasta fótboltamót í heimi og því er eðlilegt að þar láti ljós sitt skína bestu fótboltamenn í heimi. Bestu fótboltamenn í heimi eiga það til að gera flotta hluti inn á vellinum eins og að skora falleg mörk og þau hafa sést nokkur ótrúleg í gegnum tíðina. Eins og bara síðast á HM 2014 í Brasilíu. Markið sem vakti mest umtal var klárlega höfrungaskalli Robins van Persie fyrir Holland á móti Spáni en það mark var samt sem áður ekki kjörið það besta af FIFA. Flottasta markið skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodríguez með ótrúlegu skoti á móti Úrúgvæ en þessi hæfileikaríki miðjumaður skoraði tvö af þremur flottustu mörkum mótsins.James Rodríguez fagnar markinu ótrúlega.vísir/gettySeldur og aftur seldur Það vissu ekki margir hver James Rodríguez var þegar að franska liðið AS Monaco, þá í eigu moldríks auðjöfurs, keypti þennan 22 ára gamla Kólumbíumann frá Porto fyrir 45 milljónir Evra og gerði hann að einum dýrasta leikmanni sögunnar á þeim tíma. Ári síðar átti heimsbyggðin eftir að vita hver hann var. James fór á kostum með kólumbíska landsliðinu á HM 2014 og skoraði þriðja flottasta markið að mati FIFA í þriðja leik liðsins í riðlakeppninni á móti Japan. Það var þriðja markið hans í keppninni en miðjumaðurinn magnaði skoraði í öllum leikjum riðlakeppninnar. Afgreiðsla hans í fjórða og síðasta marki Kólumbíu á móti Japan var einstaklega snyrtileg. James hélt áfram að gera frábæra hluti í 16 liða úrslitunum þar sem að Kólumbía vann Úrúgvæ. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri en seinna markið var hreint ótrúlegt og var á endanum kjörið besta mark HM 2014. Hann hélt svo áfram að skora í átta liða úrslitunum þegar að hann setti eitt úr víti á móti Brasilíu en það dugði ekki til því Brassarnir unnu, 2-1, og komust í undanúrslitin þar sem að þeir fengu svo 7-1 skell á móti Þýskalandi. James var búinn að gera nóg til að heilla Real Madrid. Hann var keyptur þangað fyrir 74 milljónir evra eftir HM en samtals var búið að greiða fyrir hann rétt tæpar 100 milljónir evra á tveimur árum. Hann lauk keppni á HM 2014 sem markakóngur mótsins.James fékk gullskóinn á HM 2014 sem markakóngur mótsins.vísir/gettyHollenski höfrungurinn Spánverjar mættu til leiks á HM 2014 sem ríkjandi heims- og Evrópumeistarar. Þeir voru búnir að drottna yfir fótboltanum í ein sex ár þegar að kom að fyrsta leik á móti Hollandi á HM í Brasilíu. Skemmst er frá að segja að þar endaði drottnun Spánverja. Louis van Gaal og hans menn völtuðu yfir Hollendinga, 5-1. Robin van Persie skoraði tvö mörk og annað þeirra var eitt það ótrúlegasta sem sést hefur í lokakeppni stórmóts og þó víðar væri leitað. Van Persie tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skalla boltann eftir langa sendingu yfir Iker Casillas og í markið með höfrungahoppi. Hreint mögnuð tilþrif hjá honum og hollenska liðinu sem vann alla leiki sína í riðlinum. Hollendingar komust alla leið í undanúrslitin en töpuðu þar fyrir Argentínu í vítaspyrnukeppni eftir að þeir unnu Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitunum. Þeir hirtu bronsið á endanum með 3-0 sigri á særðum Brössum sem voru enn í áfalli eftir 7-1 tapið í undanúrslitaleiknum á móti Þýskalandi.Mörkin voru glæsileg á HM 2014 í fótbolta en tíu flottust mörkin má sjá með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira