Matthäus og Carbajal fá nýjan mann inn í sögulegan hóp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2018 19:00 Rafael Márquez í leik á móti Íslandi. Vísir/Getty Rafael Márquez var í dag valinn í HM-hóp Mexíkó og er þessi 39 ára kappi því á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót í fótbolta. Rafael Márquez mun um leið jafna met þeirra Lothar Matthaus og Antonio Carbajal sem eru þeir einu sem hafa tekið þátt í fimm heimsmeistarakeppnum í 88 ára sögu keppninnar. Lothar Matthäus lék 25 leiki á HM frá 1982 til 1998 en hann var fyrirliði heimsmeistaraliðs Þjóðvera á HM á Ítalíu 1990. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppni HM. Matthäus var þó ekki sá fyrsti til að komast á fimm heimsmeistarakeppnir en því hafði mexíkanski markvörðurinn Antonio Carbajal náð á HM í Englandi 1966. Carbajal stóð í marki Mexíkó á HM 1950, HM 1954, HM 1962 og HM 1966 og lék samtals ellefu leiki í þessum fimm keppnum. Márquez missti naumlega af HM 1998 í Frakklandi en hefur verið með Mexíkó á HM 2002, HM 2006, HM 2010 og HM 2014. Hann var með fyrirliðabandið á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni í Suður-Kóreu og Japan árið 2002. Hann er sá eini sem hefur borið fyrirliðaband þjóðar sinnar á fjórum mismundandi heimsmeistaramótum. Márquez er þessa daganna leikmaður Atlas í Mexíkó en hann er þekktastur fyrir tíma sinn með Barcelona frá 2003 til 2010. Márquez hóf ferilinn með Atlas áður en hann fór til Evrópu (Mónakó) tvítugur. Javier Hernandez hefur verið mikið á bekknum hjá West Ham en hann er í hópnum alveg eins og bræðurnir Giovani Dos Santos og Jonathan Dos Santos sem spila með LA Galaxy í Bandaríkjunum.Cuatro años con una meta en la mente; meses de trabajo, incontables días de concentración. Todo para cumplir un sueño: Rusia 2018. A demostrar que, a los mexicanos, #NadaNosDetiene.https://t.co/Lor0uRtl3Fpic.twitter.com/k3YhhBGmKT — Selección Nacional (@miseleccionmx) June 4, 2018HM-hópur Mexíkó lítur annars þannig út:Markmenn: Guillermo Ochoa (Standard Liege), Alfredo Talavera (Toluca), Jesus Corona (Cruz Azul).Varnarmenn: Carlos Salcedo (Eintracht Frankfurt), Diego Reyes (Porto), Hector Moreno (Real Sociedad), Hugo Ayala (Tigres), Edson Alvarez (America), Jesus Gallardo (Monterrey), Miguel Layun (Sevilla).Miðjumenn: Rafael Marquez (Atlas), Hector Herrera (Porto), Jonathan Dos Santos (LA Galaxy), Giovani Dos Santos (LA Galaxy), Andres Guardado (Real Betis), Marco Fabian (Eintracht Frankfurt).Framherjar: Javier Hernandez (West Ham), Raul Jimenez (Benfica), Oribe Peralta (America), Jesus Manuel Corona (Porto), Carlos Vela (Los Angeles FC), Javier Aquino (Tigres), Hirving Lozano (PSV Eindhoven). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Rafael Márquez var í dag valinn í HM-hóp Mexíkó og er þessi 39 ára kappi því á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót í fótbolta. Rafael Márquez mun um leið jafna met þeirra Lothar Matthaus og Antonio Carbajal sem eru þeir einu sem hafa tekið þátt í fimm heimsmeistarakeppnum í 88 ára sögu keppninnar. Lothar Matthäus lék 25 leiki á HM frá 1982 til 1998 en hann var fyrirliði heimsmeistaraliðs Þjóðvera á HM á Ítalíu 1990. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppni HM. Matthäus var þó ekki sá fyrsti til að komast á fimm heimsmeistarakeppnir en því hafði mexíkanski markvörðurinn Antonio Carbajal náð á HM í Englandi 1966. Carbajal stóð í marki Mexíkó á HM 1950, HM 1954, HM 1962 og HM 1966 og lék samtals ellefu leiki í þessum fimm keppnum. Márquez missti naumlega af HM 1998 í Frakklandi en hefur verið með Mexíkó á HM 2002, HM 2006, HM 2010 og HM 2014. Hann var með fyrirliðabandið á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni í Suður-Kóreu og Japan árið 2002. Hann er sá eini sem hefur borið fyrirliðaband þjóðar sinnar á fjórum mismundandi heimsmeistaramótum. Márquez er þessa daganna leikmaður Atlas í Mexíkó en hann er þekktastur fyrir tíma sinn með Barcelona frá 2003 til 2010. Márquez hóf ferilinn með Atlas áður en hann fór til Evrópu (Mónakó) tvítugur. Javier Hernandez hefur verið mikið á bekknum hjá West Ham en hann er í hópnum alveg eins og bræðurnir Giovani Dos Santos og Jonathan Dos Santos sem spila með LA Galaxy í Bandaríkjunum.Cuatro años con una meta en la mente; meses de trabajo, incontables días de concentración. Todo para cumplir un sueño: Rusia 2018. A demostrar que, a los mexicanos, #NadaNosDetiene.https://t.co/Lor0uRtl3Fpic.twitter.com/k3YhhBGmKT — Selección Nacional (@miseleccionmx) June 4, 2018HM-hópur Mexíkó lítur annars þannig út:Markmenn: Guillermo Ochoa (Standard Liege), Alfredo Talavera (Toluca), Jesus Corona (Cruz Azul).Varnarmenn: Carlos Salcedo (Eintracht Frankfurt), Diego Reyes (Porto), Hector Moreno (Real Sociedad), Hugo Ayala (Tigres), Edson Alvarez (America), Jesus Gallardo (Monterrey), Miguel Layun (Sevilla).Miðjumenn: Rafael Marquez (Atlas), Hector Herrera (Porto), Jonathan Dos Santos (LA Galaxy), Giovani Dos Santos (LA Galaxy), Andres Guardado (Real Betis), Marco Fabian (Eintracht Frankfurt).Framherjar: Javier Hernandez (West Ham), Raul Jimenez (Benfica), Oribe Peralta (America), Jesus Manuel Corona (Porto), Carlos Vela (Los Angeles FC), Javier Aquino (Tigres), Hirving Lozano (PSV Eindhoven).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira