Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Sylvía Hall skrifar 4. júní 2018 19:36 Oddný kallaði meðal annars eftir aðgerðum í loftslagsmálum og nýju stjórnarskránni í ræðu sinni í kvöld. Vísir/Stefán Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, vandaði ekki forsætisráðherra og ríkisstjórninni kveðjurnar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún gagnrýndi stuðning hennar við embættisfærslur dómsmálaráðherra og lækkun veiðigjalda og sagði að síðastliðna mánuði hefði málast upp skýr mynd af ríkisstjórninni sem bandalagi um sérhagsmuni. Einnig sagði hún forsætisráðherra vera „áhrifalausa“ í ríkisstjórn sinni. Í ræðu sinni benti Oddný á að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefði gagnrýnt síðustu ríkisstjórn harðlega fyrir þá bið sem öryrkjar og aldraðir þurftu að sæta á meðan auðmenn virtust hafa forgang. Annað sé uppi á teningnum í dag og að núverandi ríkisstjórn hafi brugðist hratt við kalli útgerðarmanna og rétti þeim tæpa þrjá milljarða þrátt fyrir að líða engan skort. „Þetta er sláandi því sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa hagnast um 300 milljarða króna á síðustu átta árum. Fyrirtækin hafa greitt eigendum sínum tugi milljarða í arð á sama tíma og veiðigjöld hafa lækkað mikið.“Stjórnvöld vilja ekki jafna leikinn Oddný sagði ríkisstjórnina ekki taka afstöðu með þeim sem minnst hafa á milli handanna og að ójöfnuður færi vaxandi hér á landi, hvort sem væri litið til tekna eða eigna. Tíu prósent þjóðarinnar ættu nær helming hreinnar eignar sem varð til árið 2016 og þetta væri óheillaþróun sem ýti undir ósætti í samfélaginu. Hún sagði ríkisstjórnina greinilega ekki ætla sér að „jafna leikinn“ á kjörtímabilinu: „Ef stjórnvöld vildu í alvöru jafna leikinn, ef ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vildi draga úr ójöfnuði, þyrfti hún að beita bæði skatta- og bótakerfinu í þá veru. Fleiri skattþrep, hærri persónuafsláttur, þrepaskiptur fjármagnstekjuskattur og stóreignaskattur á umtalsverðar eignir, slá á ójöfnuð. Aukið vægi barnabóta og húsnæðisbóta eru önnur mikilvæg jöfnunartæki sem stjórnvöld geta beitt.“Segir forsætisráðherra koma engu í gegnum ríkisstjórnina Í ræðu sinni vísaði Oddný í orð Katrínar frá eldhúsdagsumræðum síðasta árs þar sem Katrín talaði um róttækar breytingar á skattkerfinu og að tryggja þyrfti að arður auðlinda myndi renna til þjóðarinnar. Oddný sagðist vera innilega sammála því og það hryggði hana að sjá áhrifaleysi Katrínar í sinni eigin ríkisstjórn. Hún kæmi engu í gegn nema „málamyndabreytingum“ á fjármagnstekjuskatti sem hefði lítinn ávinning fyrir ríkissjóð. Því næst beindi hún spjótum sínum að Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, og sagði hann tala um norræna velferð sem bótavæðingu. Hann hafni hærri sköttum á auðmenn og á meðan sitji forsætisráðherra hjá: „Hann heldur sig við fjármálaáætlunina og segir að hærri skattur á auðmenn komi ekki til greina. En forsætisráðherrann veltir vöngum og talar óljóst um eitthvað annað, án þess þó að slá á fingur fjármálaráðherrans.”Ríkisstjórnin metnaðarlaus í loftslagsmálum og störf hennar óljós Oddný sagði ekki hægt að vita með vissu hvert ætlunarverk ríkisstjórnarinnar væri og að ráðherrar töluðu „út og suður“. Hún benti á að stærsta verkefni mannkyns væri að finna leiðir gegn hlýnun jarðar og sagði metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í þeim málum vera áhyggjuefni. Útlit væri fyrir að Ísland myndi ekki standa við skuldbindingar sínar í þeim málum og þyrfti því að kaupa losunarheimildir á alþjóðamarkaði. Það væri ekki einungis fjárhagslegt tjón fyrir ríkið, heldur einnig ímyndartjón fyrir þjóðina. „Við höfum stært okkur af orkuskiptum við húshitun og endurnýjanlegum orkugjöfum í okkar hreina fallega Íslandi. Sú ímynd er á hröðu undanhaldi.” Hún sagði ríkisstjórnina verða að koma fram með raunhæfar lausnir gegn bensín- og dísilnotkun hérlendis og nauðsynlegt væri að ríkið myndi styðja við uppbyggingu almenningssamgangna. Oddný endaði ræðu sína á því að undirstrika helstu baráttumál Samfylkingarinnar og krafðist úrbóta af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hún kallaði eftir aðgerðum gegn ójöfnuði, sanngjarnara skattkerfi og nýju stjórnarskránni. „Við í Samfylkingunni köllum eftir meiri metnaði í aðgerðum stjórnvalda í loftlagsmálum. Við köllum einnig eftir raunverulegum aðgerðum sem auka jöfnuð og bæta kjör þeirra sem minnst hafa. Við köllum eftir sanngjarnara skattkerfi sem stendur undir velferðarsamfélagi sem er fyrir alla og að enginn verði skilinn eftir. Við köllum eftir nýju stjórnarskránni með auðlindaákvæði sem ver þjóðina fyrir bandalagi um sérhagsmuni.“ Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, vandaði ekki forsætisráðherra og ríkisstjórninni kveðjurnar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún gagnrýndi stuðning hennar við embættisfærslur dómsmálaráðherra og lækkun veiðigjalda og sagði að síðastliðna mánuði hefði málast upp skýr mynd af ríkisstjórninni sem bandalagi um sérhagsmuni. Einnig sagði hún forsætisráðherra vera „áhrifalausa“ í ríkisstjórn sinni. Í ræðu sinni benti Oddný á að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefði gagnrýnt síðustu ríkisstjórn harðlega fyrir þá bið sem öryrkjar og aldraðir þurftu að sæta á meðan auðmenn virtust hafa forgang. Annað sé uppi á teningnum í dag og að núverandi ríkisstjórn hafi brugðist hratt við kalli útgerðarmanna og rétti þeim tæpa þrjá milljarða þrátt fyrir að líða engan skort. „Þetta er sláandi því sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa hagnast um 300 milljarða króna á síðustu átta árum. Fyrirtækin hafa greitt eigendum sínum tugi milljarða í arð á sama tíma og veiðigjöld hafa lækkað mikið.“Stjórnvöld vilja ekki jafna leikinn Oddný sagði ríkisstjórnina ekki taka afstöðu með þeim sem minnst hafa á milli handanna og að ójöfnuður færi vaxandi hér á landi, hvort sem væri litið til tekna eða eigna. Tíu prósent þjóðarinnar ættu nær helming hreinnar eignar sem varð til árið 2016 og þetta væri óheillaþróun sem ýti undir ósætti í samfélaginu. Hún sagði ríkisstjórnina greinilega ekki ætla sér að „jafna leikinn“ á kjörtímabilinu: „Ef stjórnvöld vildu í alvöru jafna leikinn, ef ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vildi draga úr ójöfnuði, þyrfti hún að beita bæði skatta- og bótakerfinu í þá veru. Fleiri skattþrep, hærri persónuafsláttur, þrepaskiptur fjármagnstekjuskattur og stóreignaskattur á umtalsverðar eignir, slá á ójöfnuð. Aukið vægi barnabóta og húsnæðisbóta eru önnur mikilvæg jöfnunartæki sem stjórnvöld geta beitt.“Segir forsætisráðherra koma engu í gegnum ríkisstjórnina Í ræðu sinni vísaði Oddný í orð Katrínar frá eldhúsdagsumræðum síðasta árs þar sem Katrín talaði um róttækar breytingar á skattkerfinu og að tryggja þyrfti að arður auðlinda myndi renna til þjóðarinnar. Oddný sagðist vera innilega sammála því og það hryggði hana að sjá áhrifaleysi Katrínar í sinni eigin ríkisstjórn. Hún kæmi engu í gegn nema „málamyndabreytingum“ á fjármagnstekjuskatti sem hefði lítinn ávinning fyrir ríkissjóð. Því næst beindi hún spjótum sínum að Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, og sagði hann tala um norræna velferð sem bótavæðingu. Hann hafni hærri sköttum á auðmenn og á meðan sitji forsætisráðherra hjá: „Hann heldur sig við fjármálaáætlunina og segir að hærri skattur á auðmenn komi ekki til greina. En forsætisráðherrann veltir vöngum og talar óljóst um eitthvað annað, án þess þó að slá á fingur fjármálaráðherrans.”Ríkisstjórnin metnaðarlaus í loftslagsmálum og störf hennar óljós Oddný sagði ekki hægt að vita með vissu hvert ætlunarverk ríkisstjórnarinnar væri og að ráðherrar töluðu „út og suður“. Hún benti á að stærsta verkefni mannkyns væri að finna leiðir gegn hlýnun jarðar og sagði metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í þeim málum vera áhyggjuefni. Útlit væri fyrir að Ísland myndi ekki standa við skuldbindingar sínar í þeim málum og þyrfti því að kaupa losunarheimildir á alþjóðamarkaði. Það væri ekki einungis fjárhagslegt tjón fyrir ríkið, heldur einnig ímyndartjón fyrir þjóðina. „Við höfum stært okkur af orkuskiptum við húshitun og endurnýjanlegum orkugjöfum í okkar hreina fallega Íslandi. Sú ímynd er á hröðu undanhaldi.” Hún sagði ríkisstjórnina verða að koma fram með raunhæfar lausnir gegn bensín- og dísilnotkun hérlendis og nauðsynlegt væri að ríkið myndi styðja við uppbyggingu almenningssamgangna. Oddný endaði ræðu sína á því að undirstrika helstu baráttumál Samfylkingarinnar og krafðist úrbóta af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hún kallaði eftir aðgerðum gegn ójöfnuði, sanngjarnara skattkerfi og nýju stjórnarskránni. „Við í Samfylkingunni köllum eftir meiri metnaði í aðgerðum stjórnvalda í loftlagsmálum. Við köllum einnig eftir raunverulegum aðgerðum sem auka jöfnuð og bæta kjör þeirra sem minnst hafa. Við köllum eftir sanngjarnara skattkerfi sem stendur undir velferðarsamfélagi sem er fyrir alla og að enginn verði skilinn eftir. Við köllum eftir nýju stjórnarskránni með auðlindaákvæði sem ver þjóðina fyrir bandalagi um sérhagsmuni.“
Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira