„Við erum viss um það að við munum ná saman“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 11:40 Það dregur til tíðanda í Grindavík en oddviti Framsóknarflokksins er viss um að það náist að mynda meirihluta eftir fund kvöldsins. Sigurður Óli Það fer að draga til tíðinda í Grindavíkurbæ því Sigurður Óli Þorleifsson, oddviti Framsóknarflokksins í Grindavík, segist vongóður um að geta tilkynnt bæjarbúum í kvöld að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur séu búnir að ná saman um myndun meirihluta í bænum. „Við erum viss um það að við munum ná saman. Vinna er hafin að málefnaskránni og vonandi náum við að hnýta alla lausa enda á fundi í kvöld,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi. Að mati Sigurðar eru flokkarnir búnir að yfirstíga allar hindranir sem hefðu að öðrum kosti geta staðið í vegi fyrir myndun meirihluta.En hver er niðurstaða flokkanna og hvað eru þeir sammála um að verði að ráðast í?„Við erum sammála um að halda áfram á þeirri braut sem Grindavík er búin að vera en við þurfum að fara í leikskólamálin; tryggja dagvist frá 12 mánaða aldri. Það er nú kannski stærsta atriðið og að hlúa að eldri borgurum. Við ætlum að fara út í félagsheimili fyrir eldri borgara. Það er velferðin sem skiptir okkur máli,“ segir Sigurður Óli sem bendir jafnframt á að í málefnasamningi sé að byggja íbúðarkjarna sem á að tengjast félagsheimilinu fyrir eldri borgara.Stendur til að vinna vel með minnihlutanum?„Já það einmitt verður í málefnaskrá hjá okkur að við viljum að allir komi að borðinu og að allir fái sína rödd og sitt sæti.“ Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að hvenær sem færi í viðræðum um meirihluta myndu bæjarfulltrúarnir alltaf vinna vel saman. Upphaflega átti Rödd unga fólksins, Samfylking, Framsóknarflokkur og Miðflokkur í viðræðum en það slitnaði upp úr þeim um mánaðamótin. Sjá nánar: Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík„Þetta er góður bær og vonandi munum við öll taka þátt í að gera hann enn betri, bærinn stendur vel og við höfum allt til brunns að bera til að vera framúrskarandi bæjarfélag á landinu,“ segir Sigurður Óli. Framsóknarflokkurinn hlaut 13,8% atkvæða og fékk einn mann kjörinn til bæjarstjórnar og Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og hlaut 33,5% atkvæða og þrjá menn kjörna. Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Fólk fær ekki allt sem það vill“ Aðspurður hvort flokkarnir sjái til lands svarar Hjálmar vongóður: "Já ég held það bara. Ég er nú bara bjartsýnn. Ég er það nú alltaf reyndar.“ 4. júní 2018 16:52 Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. 30. maí 2018 16:24 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Það fer að draga til tíðinda í Grindavíkurbæ því Sigurður Óli Þorleifsson, oddviti Framsóknarflokksins í Grindavík, segist vongóður um að geta tilkynnt bæjarbúum í kvöld að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur séu búnir að ná saman um myndun meirihluta í bænum. „Við erum viss um það að við munum ná saman. Vinna er hafin að málefnaskránni og vonandi náum við að hnýta alla lausa enda á fundi í kvöld,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi. Að mati Sigurðar eru flokkarnir búnir að yfirstíga allar hindranir sem hefðu að öðrum kosti geta staðið í vegi fyrir myndun meirihluta.En hver er niðurstaða flokkanna og hvað eru þeir sammála um að verði að ráðast í?„Við erum sammála um að halda áfram á þeirri braut sem Grindavík er búin að vera en við þurfum að fara í leikskólamálin; tryggja dagvist frá 12 mánaða aldri. Það er nú kannski stærsta atriðið og að hlúa að eldri borgurum. Við ætlum að fara út í félagsheimili fyrir eldri borgara. Það er velferðin sem skiptir okkur máli,“ segir Sigurður Óli sem bendir jafnframt á að í málefnasamningi sé að byggja íbúðarkjarna sem á að tengjast félagsheimilinu fyrir eldri borgara.Stendur til að vinna vel með minnihlutanum?„Já það einmitt verður í málefnaskrá hjá okkur að við viljum að allir komi að borðinu og að allir fái sína rödd og sitt sæti.“ Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að hvenær sem færi í viðræðum um meirihluta myndu bæjarfulltrúarnir alltaf vinna vel saman. Upphaflega átti Rödd unga fólksins, Samfylking, Framsóknarflokkur og Miðflokkur í viðræðum en það slitnaði upp úr þeim um mánaðamótin. Sjá nánar: Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík„Þetta er góður bær og vonandi munum við öll taka þátt í að gera hann enn betri, bærinn stendur vel og við höfum allt til brunns að bera til að vera framúrskarandi bæjarfélag á landinu,“ segir Sigurður Óli. Framsóknarflokkurinn hlaut 13,8% atkvæða og fékk einn mann kjörinn til bæjarstjórnar og Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og hlaut 33,5% atkvæða og þrjá menn kjörna.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Fólk fær ekki allt sem það vill“ Aðspurður hvort flokkarnir sjái til lands svarar Hjálmar vongóður: "Já ég held það bara. Ég er nú bara bjartsýnn. Ég er það nú alltaf reyndar.“ 4. júní 2018 16:52 Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. 30. maí 2018 16:24 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
„Fólk fær ekki allt sem það vill“ Aðspurður hvort flokkarnir sjái til lands svarar Hjálmar vongóður: "Já ég held það bara. Ég er nú bara bjartsýnn. Ég er það nú alltaf reyndar.“ 4. júní 2018 16:52
Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. 30. maí 2018 16:24