„Við erum viss um það að við munum ná saman“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 11:40 Það dregur til tíðanda í Grindavík en oddviti Framsóknarflokksins er viss um að það náist að mynda meirihluta eftir fund kvöldsins. Sigurður Óli Það fer að draga til tíðinda í Grindavíkurbæ því Sigurður Óli Þorleifsson, oddviti Framsóknarflokksins í Grindavík, segist vongóður um að geta tilkynnt bæjarbúum í kvöld að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur séu búnir að ná saman um myndun meirihluta í bænum. „Við erum viss um það að við munum ná saman. Vinna er hafin að málefnaskránni og vonandi náum við að hnýta alla lausa enda á fundi í kvöld,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi. Að mati Sigurðar eru flokkarnir búnir að yfirstíga allar hindranir sem hefðu að öðrum kosti geta staðið í vegi fyrir myndun meirihluta.En hver er niðurstaða flokkanna og hvað eru þeir sammála um að verði að ráðast í?„Við erum sammála um að halda áfram á þeirri braut sem Grindavík er búin að vera en við þurfum að fara í leikskólamálin; tryggja dagvist frá 12 mánaða aldri. Það er nú kannski stærsta atriðið og að hlúa að eldri borgurum. Við ætlum að fara út í félagsheimili fyrir eldri borgara. Það er velferðin sem skiptir okkur máli,“ segir Sigurður Óli sem bendir jafnframt á að í málefnasamningi sé að byggja íbúðarkjarna sem á að tengjast félagsheimilinu fyrir eldri borgara.Stendur til að vinna vel með minnihlutanum?„Já það einmitt verður í málefnaskrá hjá okkur að við viljum að allir komi að borðinu og að allir fái sína rödd og sitt sæti.“ Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að hvenær sem færi í viðræðum um meirihluta myndu bæjarfulltrúarnir alltaf vinna vel saman. Upphaflega átti Rödd unga fólksins, Samfylking, Framsóknarflokkur og Miðflokkur í viðræðum en það slitnaði upp úr þeim um mánaðamótin. Sjá nánar: Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík„Þetta er góður bær og vonandi munum við öll taka þátt í að gera hann enn betri, bærinn stendur vel og við höfum allt til brunns að bera til að vera framúrskarandi bæjarfélag á landinu,“ segir Sigurður Óli. Framsóknarflokkurinn hlaut 13,8% atkvæða og fékk einn mann kjörinn til bæjarstjórnar og Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og hlaut 33,5% atkvæða og þrjá menn kjörna. Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Fólk fær ekki allt sem það vill“ Aðspurður hvort flokkarnir sjái til lands svarar Hjálmar vongóður: "Já ég held það bara. Ég er nú bara bjartsýnn. Ég er það nú alltaf reyndar.“ 4. júní 2018 16:52 Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. 30. maí 2018 16:24 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Það fer að draga til tíðinda í Grindavíkurbæ því Sigurður Óli Þorleifsson, oddviti Framsóknarflokksins í Grindavík, segist vongóður um að geta tilkynnt bæjarbúum í kvöld að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur séu búnir að ná saman um myndun meirihluta í bænum. „Við erum viss um það að við munum ná saman. Vinna er hafin að málefnaskránni og vonandi náum við að hnýta alla lausa enda á fundi í kvöld,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi. Að mati Sigurðar eru flokkarnir búnir að yfirstíga allar hindranir sem hefðu að öðrum kosti geta staðið í vegi fyrir myndun meirihluta.En hver er niðurstaða flokkanna og hvað eru þeir sammála um að verði að ráðast í?„Við erum sammála um að halda áfram á þeirri braut sem Grindavík er búin að vera en við þurfum að fara í leikskólamálin; tryggja dagvist frá 12 mánaða aldri. Það er nú kannski stærsta atriðið og að hlúa að eldri borgurum. Við ætlum að fara út í félagsheimili fyrir eldri borgara. Það er velferðin sem skiptir okkur máli,“ segir Sigurður Óli sem bendir jafnframt á að í málefnasamningi sé að byggja íbúðarkjarna sem á að tengjast félagsheimilinu fyrir eldri borgara.Stendur til að vinna vel með minnihlutanum?„Já það einmitt verður í málefnaskrá hjá okkur að við viljum að allir komi að borðinu og að allir fái sína rödd og sitt sæti.“ Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að hvenær sem færi í viðræðum um meirihluta myndu bæjarfulltrúarnir alltaf vinna vel saman. Upphaflega átti Rödd unga fólksins, Samfylking, Framsóknarflokkur og Miðflokkur í viðræðum en það slitnaði upp úr þeim um mánaðamótin. Sjá nánar: Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík„Þetta er góður bær og vonandi munum við öll taka þátt í að gera hann enn betri, bærinn stendur vel og við höfum allt til brunns að bera til að vera framúrskarandi bæjarfélag á landinu,“ segir Sigurður Óli. Framsóknarflokkurinn hlaut 13,8% atkvæða og fékk einn mann kjörinn til bæjarstjórnar og Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og hlaut 33,5% atkvæða og þrjá menn kjörna.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Fólk fær ekki allt sem það vill“ Aðspurður hvort flokkarnir sjái til lands svarar Hjálmar vongóður: "Já ég held það bara. Ég er nú bara bjartsýnn. Ég er það nú alltaf reyndar.“ 4. júní 2018 16:52 Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. 30. maí 2018 16:24 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Fólk fær ekki allt sem það vill“ Aðspurður hvort flokkarnir sjái til lands svarar Hjálmar vongóður: "Já ég held það bara. Ég er nú bara bjartsýnn. Ég er það nú alltaf reyndar.“ 4. júní 2018 16:52
Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. 30. maí 2018 16:24