Emil svindlaði aðeins í golfi með strákunum | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2018 12:30 Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, var eins og félagar sínir mættur á æfingu í Laugardalnum í morgun en strákarnir okkar eru að undirbúa sig fyrir vináttuleik á móti Gana sem fram fer á fimmtudagskvöldið. Strákarnir reyna aðeins að brjóta upp dagana hér heima og í gær fóru þeir í golf ásamt bakhjörlum KSÍ. „Við tókum 18 holur í golfi í gær og vorum aðeins að melta leikinn á móti Noregi þannig. Það var mjög skemmtilegt að hugsa um eitthvað annað en fótbolta í smástund,“ segir Emil. „Annars erum við ekkert búnir að fara yfir leikinn en eigum eftir að gera það á næstu dögum. Við eigum eftir að sjá hvað fór úrskeiðis, en nú er það bara næsti leikur á móti Gana.“Fá smá takt í þetta Íslenska liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá æfingaleikjum undanfarin ár og sú varð raunin á móti Noregi en lærisveinar Lars Lagerbäcks unnu, 3-2, eftir að okkar menn komust í 2-1. „Þetta var svolítið týpískur æfingaleikur hjá okkur. Það skiptir öllu máli í þessum æfingaleikjum að fá smá takt í þetta en aðalmálið er að vera allir heilir heilsu og vera í standi fyrir fyrsta leik á móti Argentínu,“ segir Emil. Næsti mótherji er Gana en íslenska liðið vildi ólmt fá leik á móti Afríkuþjóð sem undirbúning fyrir leikinn á móti Nígeríu í Rostov á HM 2018. „Þeir eru eflaust svipaðir og Nígeríumenn, svolítið villtir og minna taktískir en aðrar þjóðir. Það verður gaman að spila á móti þeim og sjá hvernig þeir eru,“ segir Emil, en óttast hann ekki skrautlegar tæklingar í leiknum?Setti á sig 36 í forgjöf „Ef þeir byrja að negla í okkur verðum við bara að negla í þá á móti og sýna þeim að við erum engir kjúklingar. Ég held að það er engin hræðsla hvað það varðar. Eina svarið er að negla þá líka niður,“ segir hann. Sem fyrr segir fóru strákarnir í golf í gær þar sem að Emil stóð sig mjög vel að eigin sögn. Það hjálpaði þó til að hann svindlaði aðeins. „Ég var alveg hrikalega góður og er kallaður forgjafarsvindlarinn í dag. Ég setti á mig 36 í forgjöf og náði 86 höggum. Það er ágætlega gert held ég. Ég vann punktaleikinn en það var víst smá svindl hjá mér,“ segir Emil Hallfreðsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan en myndir frá golfinu má sjá hér að neðan.Emil Hallfreðsson fylgist með ásamt Birni Víglundssyni frá Sýn.vísir/vilhelmÓlafur Ingi undirbýr sveiflu.vísir/vilhelmSamúel Kári Friðjónsson vinnur með Babe Ruth-takta í golfi.vísir/vilhelm HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, var eins og félagar sínir mættur á æfingu í Laugardalnum í morgun en strákarnir okkar eru að undirbúa sig fyrir vináttuleik á móti Gana sem fram fer á fimmtudagskvöldið. Strákarnir reyna aðeins að brjóta upp dagana hér heima og í gær fóru þeir í golf ásamt bakhjörlum KSÍ. „Við tókum 18 holur í golfi í gær og vorum aðeins að melta leikinn á móti Noregi þannig. Það var mjög skemmtilegt að hugsa um eitthvað annað en fótbolta í smástund,“ segir Emil. „Annars erum við ekkert búnir að fara yfir leikinn en eigum eftir að gera það á næstu dögum. Við eigum eftir að sjá hvað fór úrskeiðis, en nú er það bara næsti leikur á móti Gana.“Fá smá takt í þetta Íslenska liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá æfingaleikjum undanfarin ár og sú varð raunin á móti Noregi en lærisveinar Lars Lagerbäcks unnu, 3-2, eftir að okkar menn komust í 2-1. „Þetta var svolítið týpískur æfingaleikur hjá okkur. Það skiptir öllu máli í þessum æfingaleikjum að fá smá takt í þetta en aðalmálið er að vera allir heilir heilsu og vera í standi fyrir fyrsta leik á móti Argentínu,“ segir Emil. Næsti mótherji er Gana en íslenska liðið vildi ólmt fá leik á móti Afríkuþjóð sem undirbúning fyrir leikinn á móti Nígeríu í Rostov á HM 2018. „Þeir eru eflaust svipaðir og Nígeríumenn, svolítið villtir og minna taktískir en aðrar þjóðir. Það verður gaman að spila á móti þeim og sjá hvernig þeir eru,“ segir Emil, en óttast hann ekki skrautlegar tæklingar í leiknum?Setti á sig 36 í forgjöf „Ef þeir byrja að negla í okkur verðum við bara að negla í þá á móti og sýna þeim að við erum engir kjúklingar. Ég held að það er engin hræðsla hvað það varðar. Eina svarið er að negla þá líka niður,“ segir hann. Sem fyrr segir fóru strákarnir í golf í gær þar sem að Emil stóð sig mjög vel að eigin sögn. Það hjálpaði þó til að hann svindlaði aðeins. „Ég var alveg hrikalega góður og er kallaður forgjafarsvindlarinn í dag. Ég setti á mig 36 í forgjöf og náði 86 höggum. Það er ágætlega gert held ég. Ég vann punktaleikinn en það var víst smá svindl hjá mér,“ segir Emil Hallfreðsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan en myndir frá golfinu má sjá hér að neðan.Emil Hallfreðsson fylgist með ásamt Birni Víglundssyni frá Sýn.vísir/vilhelmÓlafur Ingi undirbýr sveiflu.vísir/vilhelmSamúel Kári Friðjónsson vinnur með Babe Ruth-takta í golfi.vísir/vilhelm
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00
9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00
Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00