Heillaður af Íslandi og spáir íslenska liðinu sæti í sextán liða úrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2018 09:30 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Íþróttafjölmiðlamenn heimsins keppast nú við að skrifa um og spá fyrir um gengi þjóða á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Rússlandi í næstu viku en þar er Ísland með í fyrsta sinn. Mennirnir á bandaríska íþróttablaðinu Sports Illustrated hafa allir birt sína spá en í henni má sjá hvaða liðum þeir spá inn í sextán liða úrslitin og hvernig útsláttarkeppnin spilast. Blaðamennirnir sem spáðu hjá Sports Illustrated eru þeir Avi Creditor, Luis Miguel Echegaray, Brian Straus, Grant Wahl og Jonathan Wilson. Þeir Avi, Luis, Brian og Jonathan hafa enga trú á íslenska landsliðinu og spá því að Argentína og Króatía eða Nígería komist upp úr íslenska riðlinum. Avi og Brian spá meira að segja Króatíu sigri í riðlinum en Luis er sá eini sem telur að Nígería komist áfram.Exploring Planet Fútbol: Iceland—by far the most ambitious SI Video project I've ever been involved in. Half-hour documentary is available now on https://t.co/FaPitGl62P. Do the 7-day free trial. We're doing really cool stuff. https://t.co/ny7NBZpoE7pic.twitter.com/iW3QYTEtXD — Grant Wahl (@GrantWahl) June 5, 2018 Íslandsvinurinn Grant Wahl er aftur á móti sér á báti þegar kemur að gengi íslensku strákanna. Hann hefur skrifað mikið um íslenska landsliðið í aðdraganda keppninnar og er höfundur umfjöllunnar um íslenska liðið sem endaði á forsíðu Sports Illustrated á dögunum. Grant Wahl er algjörlega heillaður af Íslandi og spáir því að Ísland slái Argentínu út og að Króatía fari með strákunum okkar inn í sextán liða úrslitin.My picks: Spain over Belgium in the final. Germany over Uruguay for 3rd place. Argentina out in group stage. Mexico over Brazil in Round of 16. Advancing to R16: URU, POR, FRA, ISL, BRA, MEX, BEL, SEN, ESP, RUS, CRO, DEN, GER, SUI, COL, ENG. https://t.co/WRLGPCubfd — Grant Wahl (@GrantWahl) June 4, 2018 Ef þessi spá hjá Grant á að ganga eftir þá verður íslenska landsliðið að ná frábærum úrslitum í fyrsta leik á móti Argentínu. Pressan er öll á Lionel Messi og félögum og samkvæmt spá aðalfótboltasérfræðings Sports Illustrated þá verður hún greinilega of mikil. Grant Wahl spáir því að Spánverjar fari alla leið og tryggi sér heimsmeistaratitilinn með sigri á Belgíu í úrslitaleiknum. Auk þess að hafa trú á íslenska landsliðinu þá telur hann að Úrúgvæ slái út Frakka og komist í undanúrslitin. Hann spáir einnig að Króatar komist í átta liða úrslitin en tapi þar á móti Spáni. Avi Creditor spáir því að Brasilíumenn verði heimsmeistarar eftir sigur á Spánverjum í úrslitaleiknum. Hann er á því að Argentínumenn slái Frakka út í 16 liða úrslitunum og að Brasilía og Argentína mætist í undanúrslitum. Luis Miguel Echegaray er einnig á því að Brasilía vinni en hann telur að þeir vinni heimsmeistara Þjóðverja í úrslitaleiknum og hefni fyrir 7-1 stórtapið í undanúrslitum á HM 2014. Brian Straus spáir aftur á móti Frökkum heimsmeistaratitlinum eftir sigur á Þjóðverjum í úrslitaleiknum. Brian er á þvío að Belgar slái úr Brasilíumenn en detti síðan út á móti Frökkum. Jonathan Wilson spáir Spánverjum heimsmeistaratitlinum eftir sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum. Frakkar og Þjóðverjar munu að hans mati tapa í undanúrslitunum. Það má nálgast spá þeirra félaga með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Sjá meira
Íþróttafjölmiðlamenn heimsins keppast nú við að skrifa um og spá fyrir um gengi þjóða á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Rússlandi í næstu viku en þar er Ísland með í fyrsta sinn. Mennirnir á bandaríska íþróttablaðinu Sports Illustrated hafa allir birt sína spá en í henni má sjá hvaða liðum þeir spá inn í sextán liða úrslitin og hvernig útsláttarkeppnin spilast. Blaðamennirnir sem spáðu hjá Sports Illustrated eru þeir Avi Creditor, Luis Miguel Echegaray, Brian Straus, Grant Wahl og Jonathan Wilson. Þeir Avi, Luis, Brian og Jonathan hafa enga trú á íslenska landsliðinu og spá því að Argentína og Króatía eða Nígería komist upp úr íslenska riðlinum. Avi og Brian spá meira að segja Króatíu sigri í riðlinum en Luis er sá eini sem telur að Nígería komist áfram.Exploring Planet Fútbol: Iceland—by far the most ambitious SI Video project I've ever been involved in. Half-hour documentary is available now on https://t.co/FaPitGl62P. Do the 7-day free trial. We're doing really cool stuff. https://t.co/ny7NBZpoE7pic.twitter.com/iW3QYTEtXD — Grant Wahl (@GrantWahl) June 5, 2018 Íslandsvinurinn Grant Wahl er aftur á móti sér á báti þegar kemur að gengi íslensku strákanna. Hann hefur skrifað mikið um íslenska landsliðið í aðdraganda keppninnar og er höfundur umfjöllunnar um íslenska liðið sem endaði á forsíðu Sports Illustrated á dögunum. Grant Wahl er algjörlega heillaður af Íslandi og spáir því að Ísland slái Argentínu út og að Króatía fari með strákunum okkar inn í sextán liða úrslitin.My picks: Spain over Belgium in the final. Germany over Uruguay for 3rd place. Argentina out in group stage. Mexico over Brazil in Round of 16. Advancing to R16: URU, POR, FRA, ISL, BRA, MEX, BEL, SEN, ESP, RUS, CRO, DEN, GER, SUI, COL, ENG. https://t.co/WRLGPCubfd — Grant Wahl (@GrantWahl) June 4, 2018 Ef þessi spá hjá Grant á að ganga eftir þá verður íslenska landsliðið að ná frábærum úrslitum í fyrsta leik á móti Argentínu. Pressan er öll á Lionel Messi og félögum og samkvæmt spá aðalfótboltasérfræðings Sports Illustrated þá verður hún greinilega of mikil. Grant Wahl spáir því að Spánverjar fari alla leið og tryggi sér heimsmeistaratitilinn með sigri á Belgíu í úrslitaleiknum. Auk þess að hafa trú á íslenska landsliðinu þá telur hann að Úrúgvæ slái út Frakka og komist í undanúrslitin. Hann spáir einnig að Króatar komist í átta liða úrslitin en tapi þar á móti Spáni. Avi Creditor spáir því að Brasilíumenn verði heimsmeistarar eftir sigur á Spánverjum í úrslitaleiknum. Hann er á því að Argentínumenn slái Frakka út í 16 liða úrslitunum og að Brasilía og Argentína mætist í undanúrslitum. Luis Miguel Echegaray er einnig á því að Brasilía vinni en hann telur að þeir vinni heimsmeistara Þjóðverja í úrslitaleiknum og hefni fyrir 7-1 stórtapið í undanúrslitum á HM 2014. Brian Straus spáir aftur á móti Frökkum heimsmeistaratitlinum eftir sigur á Þjóðverjum í úrslitaleiknum. Brian er á þvío að Belgar slái úr Brasilíumenn en detti síðan út á móti Frökkum. Jonathan Wilson spáir Spánverjum heimsmeistaratitlinum eftir sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum. Frakkar og Þjóðverjar munu að hans mati tapa í undanúrslitunum. Það má nálgast spá þeirra félaga með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Sjá meira