Tveir kokkar fylgja landsliðinu til Rússlands: „Erum með Rússa beint frá býli“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2018 17:45 Það verður rússneskur kokkur, búsettur á Íslandi til lengri tíma, sem mun hjálpa til við að elda ofan í strákana okkar ásamt kokki íslenska landsliðsins til nokkura ára, Hinriki Inga Guðbjargarsyni. Tíu dagar eru þangað til að flautað verður til leiks hjá landsliðinu en Ísland mætir Argentínu þann sextánda júní. Allt er að verða klárt og heldur íslenska liðið til Rússlands á laugardag. Það mun ekki væsa um strákana okkar ytra en ekki má taka neinn mat frá Íslandi til Rússlands eins og Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, benti réttilega á í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Það eru strangar reglur um flutning á matvælum á milli landa en það er óvenjulega strangt ástand núna útaf þessu viðskiptabanni. Það er ekki eins og við séum að fara svelta þarna,” sagði Klara í samtali við Reykjavík síðdegis. „Rússland er auðugt land af landbúnaði og ég er alveg viss um það að við megum eftir að fá góðan mat úr rússneskum hráefnum. Það er hægt að kaupa íslenskan mat í Rússlandi; lambakjöt og skyr til dæmis. Við mundum fá blöndu af því besta.” Hótelið í Gelendzhik, þar sem íslenska landsliðið dvelur á meðan HM stendur, mun ekki sjá um matinn heldur er landsliðið með tvo kokka sem munu sjá um allan mat fyrir strákana okkar og starfsliðið. „Við erum með tvo kokka. Við erum með sjálfbært eldhús. Þeir fóru út í morgun kokkarnir og þeir verða hagstæðir í innkaupum. Í stað þess að kaupa öll hráefni og þjónustu af viðkomandi eldhúsi þá munu þeir elda og versla sjálfir,” en eru einhverjar grænmetisætur í hópnum? „Enginn svo ég viti til en ég veit að flestir þeirra eru passasamir. Það eru einhverjir sem eru á paleo og borða kjöt og grænmeti. Þeir eru aðallega í hollustunni, blandað saman próteinum og kolvetnum og hvað sem þetta heitir allt.” „Það vill svo skemmtilega til að Ísland er lítið land að við erum með tvo kokka. Annar er Hinrik sem er búinn að vera okkar aðalkokkur síðustu tvö ár og einn af hans bestu vinum er yfirkokkur á matstöðustað niður í bæ.” „Hann er rússneskur og hefur búið hér frá tíu ára aldri. Hann fæddist á þeim stað þar sem við verðum í Rússlandi svo hann er íslenskur Rússi. Hann er beint frá býli og þekkir inn á svæðið. Einnig talar hann reip rennandi rússnesku og við erum ákaflega heppinn með þetta.” Allt viðtalið við Klöru má heyra efst í fréttinni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira
Það verður rússneskur kokkur, búsettur á Íslandi til lengri tíma, sem mun hjálpa til við að elda ofan í strákana okkar ásamt kokki íslenska landsliðsins til nokkura ára, Hinriki Inga Guðbjargarsyni. Tíu dagar eru þangað til að flautað verður til leiks hjá landsliðinu en Ísland mætir Argentínu þann sextánda júní. Allt er að verða klárt og heldur íslenska liðið til Rússlands á laugardag. Það mun ekki væsa um strákana okkar ytra en ekki má taka neinn mat frá Íslandi til Rússlands eins og Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, benti réttilega á í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Það eru strangar reglur um flutning á matvælum á milli landa en það er óvenjulega strangt ástand núna útaf þessu viðskiptabanni. Það er ekki eins og við séum að fara svelta þarna,” sagði Klara í samtali við Reykjavík síðdegis. „Rússland er auðugt land af landbúnaði og ég er alveg viss um það að við megum eftir að fá góðan mat úr rússneskum hráefnum. Það er hægt að kaupa íslenskan mat í Rússlandi; lambakjöt og skyr til dæmis. Við mundum fá blöndu af því besta.” Hótelið í Gelendzhik, þar sem íslenska landsliðið dvelur á meðan HM stendur, mun ekki sjá um matinn heldur er landsliðið með tvo kokka sem munu sjá um allan mat fyrir strákana okkar og starfsliðið. „Við erum með tvo kokka. Við erum með sjálfbært eldhús. Þeir fóru út í morgun kokkarnir og þeir verða hagstæðir í innkaupum. Í stað þess að kaupa öll hráefni og þjónustu af viðkomandi eldhúsi þá munu þeir elda og versla sjálfir,” en eru einhverjar grænmetisætur í hópnum? „Enginn svo ég viti til en ég veit að flestir þeirra eru passasamir. Það eru einhverjir sem eru á paleo og borða kjöt og grænmeti. Þeir eru aðallega í hollustunni, blandað saman próteinum og kolvetnum og hvað sem þetta heitir allt.” „Það vill svo skemmtilega til að Ísland er lítið land að við erum með tvo kokka. Annar er Hinrik sem er búinn að vera okkar aðalkokkur síðustu tvö ár og einn af hans bestu vinum er yfirkokkur á matstöðustað niður í bæ.” „Hann er rússneskur og hefur búið hér frá tíu ára aldri. Hann fæddist á þeim stað þar sem við verðum í Rússlandi svo hann er íslenskur Rússi. Hann er beint frá býli og þekkir inn á svæðið. Einnig talar hann reip rennandi rússnesku og við erum ákaflega heppinn með þetta.” Allt viðtalið við Klöru má heyra efst í fréttinni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira