Jóhann Berg: Eins gott að við verðum ekki þungir í næsta leik Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2018 22:31 Jóhann Berg Guðmundsson, vængmaður Íslands, segir að það hafi verið svekkjandi að missa leikinn gegn Gana niður í jafntefli en liðin skildu jöfn á Laugardalsvelli í kvöld, 2-2. „Þetta er svekkjandi. Við eigum að vinna svona leiki og við gerum það venjulega,” sagði Jóhann Berg í samtali við Arnar Björnsson í leikslok. „Þetta var mjög lélegur seinni hálfleikur eftir frábæran fyrir hálfleik. Seinni hálfleikurinn var bara alls ekki nógu góður,” en voru leikmenn Íslands þungir í seinni hálfleik? „Já, ég veit ekki afhverju það var. Svona er þetta og það er eins gott að við verðum ekki svona þungir í næsta leik. Það er alvöru leikur.” „Það er eina sem skiptir máli en auðvitað er þetta svekkjandi,” en níu dagar eru þangað til að flautað verður til leiks hjá Íslandi í Argentínu. „Frábær fyrri hálfleikur og seinni hálfleikurinn var lélegur. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga fyrir stóru stundina.” Ísland tók sig ansi góðan tíma í innköst og föst leikatriði er líða fór á leikinn. Jóhann segir að þetta hafi ekki verið taktík heldur bara gerst í leiknum. „Þetta gerðist bara en við tókum tíma í þetta og stillum upp. Við viljum skora úr föstu leikatriðunum og kannski var þetta bara ekki nægilega mikill kraftur í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var ekki nógu góður.” „Við erum svekktir í kvöld, á morgun er nýr dagur og svo á laugardaginn förum við til Rússlands. Þá byrjar alvaran,” sagði Jóhann að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson, vængmaður Íslands, segir að það hafi verið svekkjandi að missa leikinn gegn Gana niður í jafntefli en liðin skildu jöfn á Laugardalsvelli í kvöld, 2-2. „Þetta er svekkjandi. Við eigum að vinna svona leiki og við gerum það venjulega,” sagði Jóhann Berg í samtali við Arnar Björnsson í leikslok. „Þetta var mjög lélegur seinni hálfleikur eftir frábæran fyrir hálfleik. Seinni hálfleikurinn var bara alls ekki nógu góður,” en voru leikmenn Íslands þungir í seinni hálfleik? „Já, ég veit ekki afhverju það var. Svona er þetta og það er eins gott að við verðum ekki svona þungir í næsta leik. Það er alvöru leikur.” „Það er eina sem skiptir máli en auðvitað er þetta svekkjandi,” en níu dagar eru þangað til að flautað verður til leiks hjá Íslandi í Argentínu. „Frábær fyrri hálfleikur og seinni hálfleikurinn var lélegur. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga fyrir stóru stundina.” Ísland tók sig ansi góðan tíma í innköst og föst leikatriði er líða fór á leikinn. Jóhann segir að þetta hafi ekki verið taktík heldur bara gerst í leiknum. „Þetta gerðist bara en við tókum tíma í þetta og stillum upp. Við viljum skora úr föstu leikatriðunum og kannski var þetta bara ekki nægilega mikill kraftur í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var ekki nógu góður.” „Við erum svekktir í kvöld, á morgun er nýr dagur og svo á laugardaginn förum við til Rússlands. Þá byrjar alvaran,” sagði Jóhann að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50
Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18