Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2018 19:30 Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. Trump hefur lagt á tolla og haft í frekari hótunum við þessi ríki sem margir óttast að leiði til viðskiptastríðs. Leiðtogar G-7 ríkjanna tóku að tínast til Quebec í Kanada í gær en þá mætti Emmanuel Macron forseti Frakklands til fundar við gestgjafann Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada. Trump hefur hleypt samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó í uppnám að undanförnu með einhliða ákvörðun um allt að 25 prósenta tolla á innflutt járn og 10 prósenta toll á ál og með úrsögn frá alþjóðasamningum um loftlagsmál og kjarnorkuáætlun Írana. Fréttamenn spurðu Macron hvort Trump stæði algerlega á sama um samskipti ríkjanna „Þið segir að Trump forseta standi algerlega á sama. Kannski. En enginn okkar er hér til eilífðar. Þannig að ríki okkar og þær skuldbindingar sem þau hafa gengist við eru stærri en við. Einnig vegna þess, horfumst í augu við það, að enginn okkar getur eftir að við höfum verið kosin sagt að skuldbindingar sem áður voru til staðar gildi ekki lengur. Það gengur ekki upp. Áframhald ríkisins er kjarninn í alþjóðlegum lögum,“ sagði Macron. „Sé ykkur í Kanada,“ sagði Trump í kveðjuskyni við fréttamenn á lóð Hvíta hússins í morgun áður en hann hélt af stað til leiðtogafundarins en hann hafði þá sent leiðtogunum eitraðar pillur í svörum til fréttamanna.Donald Trump ásamt föruneyti.Vísir/GettyÓtti við viðskiptastríð milli bandalagsþjóða Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada hafa svarað tollum Trump með tollum á ýmsar bandarískar vörur og óttast margir að viðskiptastríð sé í uppsiglingu milli þessara gömlu bandalagsþjóða. Nokkrum klukkustundum áður en Trump mætti síðastur leiðtoganna sjö til fundarins í dag ýfði hann fjaðrirnar á hinum leiðtogunum enn frekar með því að lýsa því yfir að Rússar ættu aftur að fá aðgang að G-7 klúbbnum. En þeir voru reknir úr félagsskapnum eftir innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014.Larry Kudlow aðalefnahagsráðgjafi Trump reyndi í dag að gera lítið úr þeim ágreiningi sem ákvarðanir forsetans hefðu skapað.„Þá má vel vera að það sé misklíð á milli þeirra. Ég lít á þetta sem fjölskylduerjur. Ég er alltaf bjartsýnn og trúi því að þetta geti allt blessast,“ sagði Kudlow á fundi með fréttamönnum.En þótt efnahagsráðgjafi Trumps líki ágreiningi forsetans og hinna leiðtoganna við fjölskylduerjur verður ekki hjá því komist að málin snúast um alþjóðasamninga sem tekið hefur áratugi að byggja upp og formfestu í samskiptum vinaþjóða. Trump gerði hins vegar ekkert til að draga úr spennunni áður en hann hélt til Quebec í dag.„Á þessari stundu ætlum við ekki að búa við samninga eins og þeir hafa verið hingað til. Evrópusambandið hefur sýnt okkur mikla ósanngirni. Kanada einnig sem og Mexíkó. En það því sögðu held ég að við munum auðveldlega gera góða samninga,“ sagði Trump.Það bætir síðan ekki úr skák að Trump mætti ekki bara síðastur til fundarins heldur ætlar hann að yfirgefa samkomuna í fyrramálið áður en umræður um loftlagsmál og mengun hafsins hefjast. Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. Trump hefur lagt á tolla og haft í frekari hótunum við þessi ríki sem margir óttast að leiði til viðskiptastríðs. Leiðtogar G-7 ríkjanna tóku að tínast til Quebec í Kanada í gær en þá mætti Emmanuel Macron forseti Frakklands til fundar við gestgjafann Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada. Trump hefur hleypt samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó í uppnám að undanförnu með einhliða ákvörðun um allt að 25 prósenta tolla á innflutt járn og 10 prósenta toll á ál og með úrsögn frá alþjóðasamningum um loftlagsmál og kjarnorkuáætlun Írana. Fréttamenn spurðu Macron hvort Trump stæði algerlega á sama um samskipti ríkjanna „Þið segir að Trump forseta standi algerlega á sama. Kannski. En enginn okkar er hér til eilífðar. Þannig að ríki okkar og þær skuldbindingar sem þau hafa gengist við eru stærri en við. Einnig vegna þess, horfumst í augu við það, að enginn okkar getur eftir að við höfum verið kosin sagt að skuldbindingar sem áður voru til staðar gildi ekki lengur. Það gengur ekki upp. Áframhald ríkisins er kjarninn í alþjóðlegum lögum,“ sagði Macron. „Sé ykkur í Kanada,“ sagði Trump í kveðjuskyni við fréttamenn á lóð Hvíta hússins í morgun áður en hann hélt af stað til leiðtogafundarins en hann hafði þá sent leiðtogunum eitraðar pillur í svörum til fréttamanna.Donald Trump ásamt föruneyti.Vísir/GettyÓtti við viðskiptastríð milli bandalagsþjóða Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada hafa svarað tollum Trump með tollum á ýmsar bandarískar vörur og óttast margir að viðskiptastríð sé í uppsiglingu milli þessara gömlu bandalagsþjóða. Nokkrum klukkustundum áður en Trump mætti síðastur leiðtoganna sjö til fundarins í dag ýfði hann fjaðrirnar á hinum leiðtogunum enn frekar með því að lýsa því yfir að Rússar ættu aftur að fá aðgang að G-7 klúbbnum. En þeir voru reknir úr félagsskapnum eftir innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014.Larry Kudlow aðalefnahagsráðgjafi Trump reyndi í dag að gera lítið úr þeim ágreiningi sem ákvarðanir forsetans hefðu skapað.„Þá má vel vera að það sé misklíð á milli þeirra. Ég lít á þetta sem fjölskylduerjur. Ég er alltaf bjartsýnn og trúi því að þetta geti allt blessast,“ sagði Kudlow á fundi með fréttamönnum.En þótt efnahagsráðgjafi Trumps líki ágreiningi forsetans og hinna leiðtoganna við fjölskylduerjur verður ekki hjá því komist að málin snúast um alþjóðasamninga sem tekið hefur áratugi að byggja upp og formfestu í samskiptum vinaþjóða. Trump gerði hins vegar ekkert til að draga úr spennunni áður en hann hélt til Quebec í dag.„Á þessari stundu ætlum við ekki að búa við samninga eins og þeir hafa verið hingað til. Evrópusambandið hefur sýnt okkur mikla ósanngirni. Kanada einnig sem og Mexíkó. En það því sögðu held ég að við munum auðveldlega gera góða samninga,“ sagði Trump.Það bætir síðan ekki úr skák að Trump mætti ekki bara síðastur til fundarins heldur ætlar hann að yfirgefa samkomuna í fyrramálið áður en umræður um loftlagsmál og mengun hafsins hefjast.
Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira