Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2018 19:30 Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. Trump hefur lagt á tolla og haft í frekari hótunum við þessi ríki sem margir óttast að leiði til viðskiptastríðs. Leiðtogar G-7 ríkjanna tóku að tínast til Quebec í Kanada í gær en þá mætti Emmanuel Macron forseti Frakklands til fundar við gestgjafann Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada. Trump hefur hleypt samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó í uppnám að undanförnu með einhliða ákvörðun um allt að 25 prósenta tolla á innflutt járn og 10 prósenta toll á ál og með úrsögn frá alþjóðasamningum um loftlagsmál og kjarnorkuáætlun Írana. Fréttamenn spurðu Macron hvort Trump stæði algerlega á sama um samskipti ríkjanna „Þið segir að Trump forseta standi algerlega á sama. Kannski. En enginn okkar er hér til eilífðar. Þannig að ríki okkar og þær skuldbindingar sem þau hafa gengist við eru stærri en við. Einnig vegna þess, horfumst í augu við það, að enginn okkar getur eftir að við höfum verið kosin sagt að skuldbindingar sem áður voru til staðar gildi ekki lengur. Það gengur ekki upp. Áframhald ríkisins er kjarninn í alþjóðlegum lögum,“ sagði Macron. „Sé ykkur í Kanada,“ sagði Trump í kveðjuskyni við fréttamenn á lóð Hvíta hússins í morgun áður en hann hélt af stað til leiðtogafundarins en hann hafði þá sent leiðtogunum eitraðar pillur í svörum til fréttamanna.Donald Trump ásamt föruneyti.Vísir/GettyÓtti við viðskiptastríð milli bandalagsþjóða Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada hafa svarað tollum Trump með tollum á ýmsar bandarískar vörur og óttast margir að viðskiptastríð sé í uppsiglingu milli þessara gömlu bandalagsþjóða. Nokkrum klukkustundum áður en Trump mætti síðastur leiðtoganna sjö til fundarins í dag ýfði hann fjaðrirnar á hinum leiðtogunum enn frekar með því að lýsa því yfir að Rússar ættu aftur að fá aðgang að G-7 klúbbnum. En þeir voru reknir úr félagsskapnum eftir innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014.Larry Kudlow aðalefnahagsráðgjafi Trump reyndi í dag að gera lítið úr þeim ágreiningi sem ákvarðanir forsetans hefðu skapað.„Þá má vel vera að það sé misklíð á milli þeirra. Ég lít á þetta sem fjölskylduerjur. Ég er alltaf bjartsýnn og trúi því að þetta geti allt blessast,“ sagði Kudlow á fundi með fréttamönnum.En þótt efnahagsráðgjafi Trumps líki ágreiningi forsetans og hinna leiðtoganna við fjölskylduerjur verður ekki hjá því komist að málin snúast um alþjóðasamninga sem tekið hefur áratugi að byggja upp og formfestu í samskiptum vinaþjóða. Trump gerði hins vegar ekkert til að draga úr spennunni áður en hann hélt til Quebec í dag.„Á þessari stundu ætlum við ekki að búa við samninga eins og þeir hafa verið hingað til. Evrópusambandið hefur sýnt okkur mikla ósanngirni. Kanada einnig sem og Mexíkó. En það því sögðu held ég að við munum auðveldlega gera góða samninga,“ sagði Trump.Það bætir síðan ekki úr skák að Trump mætti ekki bara síðastur til fundarins heldur ætlar hann að yfirgefa samkomuna í fyrramálið áður en umræður um loftlagsmál og mengun hafsins hefjast. Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. Trump hefur lagt á tolla og haft í frekari hótunum við þessi ríki sem margir óttast að leiði til viðskiptastríðs. Leiðtogar G-7 ríkjanna tóku að tínast til Quebec í Kanada í gær en þá mætti Emmanuel Macron forseti Frakklands til fundar við gestgjafann Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada. Trump hefur hleypt samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó í uppnám að undanförnu með einhliða ákvörðun um allt að 25 prósenta tolla á innflutt járn og 10 prósenta toll á ál og með úrsögn frá alþjóðasamningum um loftlagsmál og kjarnorkuáætlun Írana. Fréttamenn spurðu Macron hvort Trump stæði algerlega á sama um samskipti ríkjanna „Þið segir að Trump forseta standi algerlega á sama. Kannski. En enginn okkar er hér til eilífðar. Þannig að ríki okkar og þær skuldbindingar sem þau hafa gengist við eru stærri en við. Einnig vegna þess, horfumst í augu við það, að enginn okkar getur eftir að við höfum verið kosin sagt að skuldbindingar sem áður voru til staðar gildi ekki lengur. Það gengur ekki upp. Áframhald ríkisins er kjarninn í alþjóðlegum lögum,“ sagði Macron. „Sé ykkur í Kanada,“ sagði Trump í kveðjuskyni við fréttamenn á lóð Hvíta hússins í morgun áður en hann hélt af stað til leiðtogafundarins en hann hafði þá sent leiðtogunum eitraðar pillur í svörum til fréttamanna.Donald Trump ásamt föruneyti.Vísir/GettyÓtti við viðskiptastríð milli bandalagsþjóða Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada hafa svarað tollum Trump með tollum á ýmsar bandarískar vörur og óttast margir að viðskiptastríð sé í uppsiglingu milli þessara gömlu bandalagsþjóða. Nokkrum klukkustundum áður en Trump mætti síðastur leiðtoganna sjö til fundarins í dag ýfði hann fjaðrirnar á hinum leiðtogunum enn frekar með því að lýsa því yfir að Rússar ættu aftur að fá aðgang að G-7 klúbbnum. En þeir voru reknir úr félagsskapnum eftir innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014.Larry Kudlow aðalefnahagsráðgjafi Trump reyndi í dag að gera lítið úr þeim ágreiningi sem ákvarðanir forsetans hefðu skapað.„Þá má vel vera að það sé misklíð á milli þeirra. Ég lít á þetta sem fjölskylduerjur. Ég er alltaf bjartsýnn og trúi því að þetta geti allt blessast,“ sagði Kudlow á fundi með fréttamönnum.En þótt efnahagsráðgjafi Trumps líki ágreiningi forsetans og hinna leiðtoganna við fjölskylduerjur verður ekki hjá því komist að málin snúast um alþjóðasamninga sem tekið hefur áratugi að byggja upp og formfestu í samskiptum vinaþjóða. Trump gerði hins vegar ekkert til að draga úr spennunni áður en hann hélt til Quebec í dag.„Á þessari stundu ætlum við ekki að búa við samninga eins og þeir hafa verið hingað til. Evrópusambandið hefur sýnt okkur mikla ósanngirni. Kanada einnig sem og Mexíkó. En það því sögðu held ég að við munum auðveldlega gera góða samninga,“ sagði Trump.Það bætir síðan ekki úr skák að Trump mætti ekki bara síðastur til fundarins heldur ætlar hann að yfirgefa samkomuna í fyrramálið áður en umræður um loftlagsmál og mengun hafsins hefjast.
Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira