Strákarnir okkar komnir til Rússlands Kolbeinn Tumi Daðason í Gelindzhik skrifar 9. júní 2018 17:21 Landsliðshópurinn mættur til Rússlands. Vísir/Vilhelm Flugvél Icelandair með landsliðsmenn Íslands innanborðs lenti á flugvellinum í Gelindzhik um korter yfir fimm að íslenskum tíma, korter yfir átta að staðartíma eftir tæplega sex tíma flug frá Keflavík. Flugið frá Íslandi gekk vel. Leikmenn og aðrir farþegar gátu valið á milli piri piri kjúklingasalats og nautalundar í matinn. Lax var í forrétt og Omnomm súkkulaðifrauð í eftirrétt. Flestir skiptu úr nýju sérsaumuðu jakkafötunum frá Herragarðinum og yfir í þægilegri fatnað á meðan á fluginu stóð til að sem best færi um þá. Þegar styttist í lendingu fundu menn svo jakkafötin aftur svo þeir voru í sínu fínasta pússi þegar gengið var frá borði. Flugstjóri var Guðmundur Gíslason og bauð hann farþega velkomna fram í vél til að ræða málin ef svo bar undir. Þá óskaði hann liðinu góðs gengis og það sama gerðu flugfreyjur Icelandair við lendingu. Hópurinn bíður eftir að fara upp í rútuna sem flytur þá á hótelið. Vísir/VilhelmFyrst frá borði voru Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar. Í kjölfarið komu Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. Þar á eftir aðrir leikmenn og svo starfsfólk KSÍ. Þegar út var komið ræddu þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson við rússneska fjölmiðla. Því næst fór hópurinn í rútu sem fer með þá á hótel. Guðni Bergsson sagði í samtali við Stöð 2 ferðalagið hafa verið ánægjulegt. Guðni, landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi, sagðist vissulega vilja vera í því hlutverki að vera að fara að spila á mótinu en þetta væri það besta í stöðunni. Að myndatöku lokinni héldu landsliðsmenn upp í rútu merkta íslenska liðinu í bak og fyrir og ekið var áleiðis á hótel liðsins. Á morgun er á dagskrá opin æfing hjá íslenska liðinu hér í Gelindzhik þar sem von er á nokkur hundruð manns.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Tatum með slitna hásin Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Flugvél Icelandair með landsliðsmenn Íslands innanborðs lenti á flugvellinum í Gelindzhik um korter yfir fimm að íslenskum tíma, korter yfir átta að staðartíma eftir tæplega sex tíma flug frá Keflavík. Flugið frá Íslandi gekk vel. Leikmenn og aðrir farþegar gátu valið á milli piri piri kjúklingasalats og nautalundar í matinn. Lax var í forrétt og Omnomm súkkulaðifrauð í eftirrétt. Flestir skiptu úr nýju sérsaumuðu jakkafötunum frá Herragarðinum og yfir í þægilegri fatnað á meðan á fluginu stóð til að sem best færi um þá. Þegar styttist í lendingu fundu menn svo jakkafötin aftur svo þeir voru í sínu fínasta pússi þegar gengið var frá borði. Flugstjóri var Guðmundur Gíslason og bauð hann farþega velkomna fram í vél til að ræða málin ef svo bar undir. Þá óskaði hann liðinu góðs gengis og það sama gerðu flugfreyjur Icelandair við lendingu. Hópurinn bíður eftir að fara upp í rútuna sem flytur þá á hótelið. Vísir/VilhelmFyrst frá borði voru Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar. Í kjölfarið komu Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. Þar á eftir aðrir leikmenn og svo starfsfólk KSÍ. Þegar út var komið ræddu þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson við rússneska fjölmiðla. Því næst fór hópurinn í rútu sem fer með þá á hótel. Guðni Bergsson sagði í samtali við Stöð 2 ferðalagið hafa verið ánægjulegt. Guðni, landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi, sagðist vissulega vilja vera í því hlutverki að vera að fara að spila á mótinu en þetta væri það besta í stöðunni. Að myndatöku lokinni héldu landsliðsmenn upp í rútu merkta íslenska liðinu í bak og fyrir og ekið var áleiðis á hótel liðsins. Á morgun er á dagskrá opin æfing hjá íslenska liðinu hér í Gelindzhik þar sem von er á nokkur hundruð manns.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Tatum með slitna hásin Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð